Körfubolti

Blikar unnu öruggan sigur í Frostaskjólinu

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Ívar Ásgrímsson og lærimeyjar hans sóttu tvö stig í Vesturbæ Reykjavíkur.
Ívar Ásgrímsson og lærimeyjar hans sóttu tvö stig í Vesturbæ Reykjavíkur. VÍSIR/DANÍEL

Breiðablik átti ekki í teljandi vandræðum með KR þegar liðin áttust við í Dominos deild kvenna í kvöld.

Breiðablik vann öruggan fimmtán stiga sigur eftir að hafa leitt með átta stigum í leikhléi. Lokatölur 58-73 fyrir Breiðablik.

Jessica Loera var stigahæst í Kópavogsliðinu með sextán stig en Isabella Ósk Sigurðardóttir var óstöðvandi undir körfunni þar sem hún reif niður hvorki meira né minna en 22 fráköst í leiknum, auk þess að skora níu stig.

Annika Holopainen atkvæðamest í liði KR með 20 stig.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.