Parler ekki lengur aðgengileg Atli Ísleifsson skrifar 11. janúar 2021 08:39 Um helgina var Parler fjarlægt bæði út af appverslunum Apple og Google. Getty Vefsíða Parler, sem hefur verið lýst sem valkostur við Twitter, liggur nú niðri. Það gerist eftir að Amazon greindi frá því um helgina að fyrirtækið myndi frá og með deginum í dag hætta að hýsa síðuna vegna ítrekaðra brota á notendaskilmálum. Virðist sem svo að Parler hafi í millitíðinni ekki fundið annað fyrirtæki til að hýsa samfélagsmiðilinn. Síðunni var úthýst eftir að mikla fjölgunar færslna þar sem hvatt var til ofbeldis. Parler hefur gefið sig út fyrir að vera miðill tjáningar- og málfrelsis þar sem „alvöru skoðanaskipti“ fara fram. Hefur mikið verið fjallað um að margir stuðningsmenn Donalds Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, sem aðhyllast QAnon samsæriskenninguna, hafi notast við Parler. Samkvæmt kenningunni er djúpríki í Bandaríkjunum sem starfar gegn Trump og starfrækir net djöfladýrkandi barnaníðinga sem stjórni heiminum á bakvið tjöldin. Margir sem hafa verið bannaðir á Twitter vegna hatursorðræðu hafa því snúið sér að Parler, sem nýtur mikilla vinsælda meðal fólks á hægri væng stjórnmálanna. Á meðal vinsælla notenda Parler er þingmaðurinn Ted Cruz, sem er með 4,9 milljónir fylgjenda þar, sem og Sean Hannity, sjónvarpsmaður á Fox, sem er með sjö milljónir fylgjenda. Um helgina var Parler fjarlægt bæði út af appverslunum Apple og Google. Amazon Samfélagsmiðlar Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Tjáningarfrelsi Tengdar fréttir Amazon neitar að hýsa Parler Amazon hefur tilkynnt samfélagsmiðlinum Parler að fyrirtækið muni ekki hýsa síðuna vegna brota á notendaskilmálum. Því mun Parler ekki lengur vera aðgengileg nema síðan finni sér nýjan stað til þess að hýsa vefinn. 10. janúar 2021 09:02 Risarnir beina spjótum sínum að „miðli málfrelsisins“ Samfélagsmiðillinn Parler er nú undir smásjá Apple og Google vegna þess efnis sem deilt er þar inni, en það er sagt hvetja til samskonar óeirða og urðu í Washington á miðvikudag. Miðillinn var stofnaður í ágúst árið 2018 en fór að sækja verulega í sig veðrið á síðasta ári eftir að sífellt fleiri stjórnmálamenn á hægri væng stjórnmálanna fóru að nýta hann til þess að ná til stuðningsmanna sinna. 9. janúar 2021 08:47 Mest lesið Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Boðaði til starfsmannafundar Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Sammála um aukna verðbólgu í september Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Virðist sem svo að Parler hafi í millitíðinni ekki fundið annað fyrirtæki til að hýsa samfélagsmiðilinn. Síðunni var úthýst eftir að mikla fjölgunar færslna þar sem hvatt var til ofbeldis. Parler hefur gefið sig út fyrir að vera miðill tjáningar- og málfrelsis þar sem „alvöru skoðanaskipti“ fara fram. Hefur mikið verið fjallað um að margir stuðningsmenn Donalds Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, sem aðhyllast QAnon samsæriskenninguna, hafi notast við Parler. Samkvæmt kenningunni er djúpríki í Bandaríkjunum sem starfar gegn Trump og starfrækir net djöfladýrkandi barnaníðinga sem stjórni heiminum á bakvið tjöldin. Margir sem hafa verið bannaðir á Twitter vegna hatursorðræðu hafa því snúið sér að Parler, sem nýtur mikilla vinsælda meðal fólks á hægri væng stjórnmálanna. Á meðal vinsælla notenda Parler er þingmaðurinn Ted Cruz, sem er með 4,9 milljónir fylgjenda þar, sem og Sean Hannity, sjónvarpsmaður á Fox, sem er með sjö milljónir fylgjenda. Um helgina var Parler fjarlægt bæði út af appverslunum Apple og Google.
Amazon Samfélagsmiðlar Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Tjáningarfrelsi Tengdar fréttir Amazon neitar að hýsa Parler Amazon hefur tilkynnt samfélagsmiðlinum Parler að fyrirtækið muni ekki hýsa síðuna vegna brota á notendaskilmálum. Því mun Parler ekki lengur vera aðgengileg nema síðan finni sér nýjan stað til þess að hýsa vefinn. 10. janúar 2021 09:02 Risarnir beina spjótum sínum að „miðli málfrelsisins“ Samfélagsmiðillinn Parler er nú undir smásjá Apple og Google vegna þess efnis sem deilt er þar inni, en það er sagt hvetja til samskonar óeirða og urðu í Washington á miðvikudag. Miðillinn var stofnaður í ágúst árið 2018 en fór að sækja verulega í sig veðrið á síðasta ári eftir að sífellt fleiri stjórnmálamenn á hægri væng stjórnmálanna fóru að nýta hann til þess að ná til stuðningsmanna sinna. 9. janúar 2021 08:47 Mest lesið Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Boðaði til starfsmannafundar Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Sammála um aukna verðbólgu í september Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Amazon neitar að hýsa Parler Amazon hefur tilkynnt samfélagsmiðlinum Parler að fyrirtækið muni ekki hýsa síðuna vegna brota á notendaskilmálum. Því mun Parler ekki lengur vera aðgengileg nema síðan finni sér nýjan stað til þess að hýsa vefinn. 10. janúar 2021 09:02
Risarnir beina spjótum sínum að „miðli málfrelsisins“ Samfélagsmiðillinn Parler er nú undir smásjá Apple og Google vegna þess efnis sem deilt er þar inni, en það er sagt hvetja til samskonar óeirða og urðu í Washington á miðvikudag. Miðillinn var stofnaður í ágúst árið 2018 en fór að sækja verulega í sig veðrið á síðasta ári eftir að sífellt fleiri stjórnmálamenn á hægri væng stjórnmálanna fóru að nýta hann til þess að ná til stuðningsmanna sinna. 9. janúar 2021 08:47