Bjarka vantaði ekki mikið upp á að fá tíu fyrir sóknarleikinn sinn í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. janúar 2021 10:30 Bjarki Már Elísson skoraði níu mörk úr tíu skotum í leiknum á Ásvöllum í gær. Vísir/Hulda Margrét Bjarki Már Elísson fékk hæstu einkunnina hjá HB Statz af íslensku strákunum í sigrinum á Portúgal í undankeppni EM í gær. Íslenska liðið vann flottan níu marka sigur þrátt fyrir að lenda fimm mörkum undir í fyrri hálfleiknum. Góður endir á fyrri hálfleik og mjög góður seinni hálfleikur tryggði íslensku strákunum glæsilegan sigur. Bjarki Már Elísson fékk 8,1 í einkunn fyrir frammistöðu sína en það var einkunn hans fyrir sóknarleikinn sem vakti meiri athygli. Bjarki Már nýtti 9 af 10 skotum sínum í leiknum og öll skotin hans komu utan af velli. Hann fékk 9,8 í sóknareinkunn en vantaði líklega meira af stoðsendingum til að komast í tíuna. Bjarki náði ekki að skapa færi fyrir félaga sína en hann tapaði heldur ekki boltanum og klikkaði bara á einu skoti í leiknum. Næstbestu einkunnina hjá íslenska liðinu fékk varamarkvörðurinn Ágúst Elí Björgvinsson sem fékk 7,5 í einkunn. Markmannseinkunn hans var 8,5. Ágúst Elí varði 11 af 27 skotum sem kom á hann þar af 1 af 3 vítum. hann skoraði líka eitt mark sjálfur og gaf eina stoðsendingu. Elvar Örn Jónsson, sem var hæstur í leiknum út í Portúgal, fékk þriðju hæstu einkunnina að þessu sinni eða 7,4. Elvar skoraði fimm mörk úr tíu skotum og gaf líka fimm stoðsendingar. Elvar var með hæstu einkunn íslensku strákanna fyrir varnarleikinn en þar voru þeir Elliði Snær Viðarsson og Ýmir Örn Gíslason í næstu sætum. Besta einkunn íslensku strákanna í gær: 1. Bjarki Már Elísson 8,1 2. Ágúst Elí Björgvinsson 7,5 3. Elvar Örn Jónsson 7,4 4. Ómar Ingi Magnússon 6,9 5. Elliði Snær Viðarsson 6,6 5. Arnór Þór Gunnarsson 6,6 Bestur í sóknarleiknum: 1. Bjarki Már Elísson 9,8 2. Ómar Ingi Magnússon 8,3 3. Elvar Örn Jónsson 7,4 4. Arnór Þór Gunnarsson 7,0 Bestur í varnarleiknum: 1. Elvar Örn Jónsson 7,3 2. Elliði Snær Viðarsson 6,8 2. Ýmir Örn Gíslason 6,8 4. Arnór Þór Gunnarsson 6,6 HM 2021 í handbolta Tengdar fréttir Elvar fékk langhæstu einkunnina hjá HB Statz í gærkvöldi Elvar Örn Jónsson var langbesti leikmaður íslenska landsliðsins í tapinu á móti Portúgal í gær ef marka má tölfræðisamantekt HB Statz. 7. janúar 2021 10:30 Umfjöllun: Ísland - Portúgal 32-23 | Níu marka sigur eftir ótrúlegan viðsnúning Ísland vann stórsigur á Portúgal, 32-23, á Ásvöllum í öðrum leik liðanna af þremur á átta dögum. Íslendingum dugar nú að vinna síðustu þrjá leiki sína í undankeppni EM 2022 til að enda á toppi riðils 4. 10. janúar 2021 17:48 Bjarki Már Elísson: Við erum fæddir með karakter „Það er mjög gaman að vinna seinni hálfleikurinn var góður en sá fyrri alveg skelfilegur, við gerðum vel í að snúa þessu við og fara inn í hálfleikinn einu marki undir í stað fleiri sem við nýttum síðan í seinni hálfleik og unnum leikinn,” sagði markahæsti leikmaður liðsins kátur eftir 32-23 sigur Íslands á Portúgal í undankeppni EM í handbolta. 10. janúar 2021 20:16 Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport Metár hjá David Beckham Fótbolti „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Sjá meira
Íslenska liðið vann flottan níu marka sigur þrátt fyrir að lenda fimm mörkum undir í fyrri hálfleiknum. Góður endir á fyrri hálfleik og mjög góður seinni hálfleikur tryggði íslensku strákunum glæsilegan sigur. Bjarki Már Elísson fékk 8,1 í einkunn fyrir frammistöðu sína en það var einkunn hans fyrir sóknarleikinn sem vakti meiri athygli. Bjarki Már nýtti 9 af 10 skotum sínum í leiknum og öll skotin hans komu utan af velli. Hann fékk 9,8 í sóknareinkunn en vantaði líklega meira af stoðsendingum til að komast í tíuna. Bjarki náði ekki að skapa færi fyrir félaga sína en hann tapaði heldur ekki boltanum og klikkaði bara á einu skoti í leiknum. Næstbestu einkunnina hjá íslenska liðinu fékk varamarkvörðurinn Ágúst Elí Björgvinsson sem fékk 7,5 í einkunn. Markmannseinkunn hans var 8,5. Ágúst Elí varði 11 af 27 skotum sem kom á hann þar af 1 af 3 vítum. hann skoraði líka eitt mark sjálfur og gaf eina stoðsendingu. Elvar Örn Jónsson, sem var hæstur í leiknum út í Portúgal, fékk þriðju hæstu einkunnina að þessu sinni eða 7,4. Elvar skoraði fimm mörk úr tíu skotum og gaf líka fimm stoðsendingar. Elvar var með hæstu einkunn íslensku strákanna fyrir varnarleikinn en þar voru þeir Elliði Snær Viðarsson og Ýmir Örn Gíslason í næstu sætum. Besta einkunn íslensku strákanna í gær: 1. Bjarki Már Elísson 8,1 2. Ágúst Elí Björgvinsson 7,5 3. Elvar Örn Jónsson 7,4 4. Ómar Ingi Magnússon 6,9 5. Elliði Snær Viðarsson 6,6 5. Arnór Þór Gunnarsson 6,6 Bestur í sóknarleiknum: 1. Bjarki Már Elísson 9,8 2. Ómar Ingi Magnússon 8,3 3. Elvar Örn Jónsson 7,4 4. Arnór Þór Gunnarsson 7,0 Bestur í varnarleiknum: 1. Elvar Örn Jónsson 7,3 2. Elliði Snær Viðarsson 6,8 2. Ýmir Örn Gíslason 6,8 4. Arnór Þór Gunnarsson 6,6
Besta einkunn íslensku strákanna í gær: 1. Bjarki Már Elísson 8,1 2. Ágúst Elí Björgvinsson 7,5 3. Elvar Örn Jónsson 7,4 4. Ómar Ingi Magnússon 6,9 5. Elliði Snær Viðarsson 6,6 5. Arnór Þór Gunnarsson 6,6 Bestur í sóknarleiknum: 1. Bjarki Már Elísson 9,8 2. Ómar Ingi Magnússon 8,3 3. Elvar Örn Jónsson 7,4 4. Arnór Þór Gunnarsson 7,0 Bestur í varnarleiknum: 1. Elvar Örn Jónsson 7,3 2. Elliði Snær Viðarsson 6,8 2. Ýmir Örn Gíslason 6,8 4. Arnór Þór Gunnarsson 6,6
HM 2021 í handbolta Tengdar fréttir Elvar fékk langhæstu einkunnina hjá HB Statz í gærkvöldi Elvar Örn Jónsson var langbesti leikmaður íslenska landsliðsins í tapinu á móti Portúgal í gær ef marka má tölfræðisamantekt HB Statz. 7. janúar 2021 10:30 Umfjöllun: Ísland - Portúgal 32-23 | Níu marka sigur eftir ótrúlegan viðsnúning Ísland vann stórsigur á Portúgal, 32-23, á Ásvöllum í öðrum leik liðanna af þremur á átta dögum. Íslendingum dugar nú að vinna síðustu þrjá leiki sína í undankeppni EM 2022 til að enda á toppi riðils 4. 10. janúar 2021 17:48 Bjarki Már Elísson: Við erum fæddir með karakter „Það er mjög gaman að vinna seinni hálfleikurinn var góður en sá fyrri alveg skelfilegur, við gerðum vel í að snúa þessu við og fara inn í hálfleikinn einu marki undir í stað fleiri sem við nýttum síðan í seinni hálfleik og unnum leikinn,” sagði markahæsti leikmaður liðsins kátur eftir 32-23 sigur Íslands á Portúgal í undankeppni EM í handbolta. 10. janúar 2021 20:16 Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport Metár hjá David Beckham Fótbolti „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Sjá meira
Elvar fékk langhæstu einkunnina hjá HB Statz í gærkvöldi Elvar Örn Jónsson var langbesti leikmaður íslenska landsliðsins í tapinu á móti Portúgal í gær ef marka má tölfræðisamantekt HB Statz. 7. janúar 2021 10:30
Umfjöllun: Ísland - Portúgal 32-23 | Níu marka sigur eftir ótrúlegan viðsnúning Ísland vann stórsigur á Portúgal, 32-23, á Ásvöllum í öðrum leik liðanna af þremur á átta dögum. Íslendingum dugar nú að vinna síðustu þrjá leiki sína í undankeppni EM 2022 til að enda á toppi riðils 4. 10. janúar 2021 17:48
Bjarki Már Elísson: Við erum fæddir með karakter „Það er mjög gaman að vinna seinni hálfleikurinn var góður en sá fyrri alveg skelfilegur, við gerðum vel í að snúa þessu við og fara inn í hálfleikinn einu marki undir í stað fleiri sem við nýttum síðan í seinni hálfleik og unnum leikinn,” sagði markahæsti leikmaður liðsins kátur eftir 32-23 sigur Íslands á Portúgal í undankeppni EM í handbolta. 10. janúar 2021 20:16