Golf

Mikil spenna á Havaí: Tveir jafnir fyrir loka­hringinn

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ryan Palmer lék frábært golf í nótt.
Ryan Palmer lék frábært golf í nótt. Gregory Shamus/Getty Images

Það er mikil spenna fyrir lokahringinn á fyrsta móti ársins á PGA túrnum, Sentury Tournamest of Champions, sem fer fram á Kapalua á Havaí. Tveir eru efstir og jafnir fyrir lokahringinn.

Harris English var með forystu fyrir hring númer þrjú en eftir þriðja hringinn er hann enn í forystuna - þó jafn Ryan Palmer sem spilaði manna best eða á 64 höggum í nótt.

Palmer lék á alls odds í gær. Hann fékk alls níu fugla. Þrjá á fyrri níu holunum en sex á þeim síðari níu. Hann fékk fimm fugla í röð á holum tólf til sextán og endaði svo átjándu holuna á fugli.

English og Palmer eru því samanlagt á tuttugu og einu höggi undir pari en skammt undan er Collin Morikawa. Hann er á tuttugu höggum undir pari og Daniel Berger er á átján höggum undir pari.

Heildarstöðuna í mótinu má sjá hér.

Útsending frá fjórða og síðasta degi mótsins hefst á Stöð 2 Golf klukkan 21.00 í kvöld.


Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×