Kyndlar næstu kynslóðar Jón Þór Ólafsson skrifar 9. janúar 2021 09:00 Það er stór dagur í dag, bæði fyrir Pírata sem hreyfingu og mig persónulega. Í dag opnar fyrir skráningu í prófkjör Pírata fyrir komandi þingkosningar. Þátttaka í prófkjörinu er kjörið tækifæri fyrir þau sem brenna fyrir auknu frelsi einstaklingsins, því að valdhafar sæti ábyrgð og að almenningur hafi beinni aðkomu að stjórn landsins að láta til sín taka. Ég hvet þau ykkar sem deilið þessari hugsjón okkar Pírata að skrá ykkur til leiks á https://piratar.is/xp/frettir/kosningar/ Ég hvet ykkur því öll sem setjið grunnstefnu Pírata í forgang að bjóða ykkur fram og mun ég aðstoða ykkur af hliðarlínunni. Markmið mitt var alltaf tryggja sjálfbærni Pírata, og í dag er hreyfingin sterkari en nokkru sinni fyrr. Það er mikill meðbyr með flokknum, grasrótin er öflug, starfsfólkið okkar er afburðahæft, þingflokkurinn hefur aldrei verið samheldnari og þau sem bjóða sig fram aftur kunna til verka. Píratar eru því svo sannarlega sjálfbærir og þar sem ég er ekki lengur nauðsynlegur í framlínuna mun ég aftur leita í friðinn utan þingsins í stað þess að leita endurkjörs. Fyrir þau sem stefna á framboð segi ég að þingstarfið er það skemmtilegasta sem ég hef gert. Mitt hlutverk fyrir Pírata færist í grasrótina við að styðja frambjóðendur meðfram þingstörfunum fram að kosningum og styðja svo nýja þingmenn sem taka sæti fyrir flokkinn eftir kosningar. Eins og nýleg rannsókn Stefaníu Óskarsdóttur og Ómars H. Kristmundssonar sýnir eru þingmenn yfirleitt lengi að læra á starfið, sem er einfaldlega sóun. Sóun á tíma, peningum og starfskröftum. Og umfram allt sóun á tækifærum til að vinna að framgöngu stefnumála Pírata. Það er bara eitt sem ég vill að lokum biðja ykkur um af öllu hjarta. Hlustið eins og ég hef alla þingsetuna hlustað á Peter Drucker, faðir nútímastjórnunar, sem benti á þrjú atriði sem félög verða að tryggja til að vera sjálfbær: Að skila árangri, standa við gildin sín og velja hæfa arftaka. Til að Píratar séu áfram sjálfbærir eru þrjú lykilatriði að horfa til við val á frambjóðendum svo þeir geta unnið sem best að framgöngu stefnumála Pírata á Alþingi: 1. Að setja grunnstefnu Pírata í forgang - Flokkar sem fórna grunnstefnunni sinni tapa réttilega ástríðufyllsta fólkinu og kjósendum annað. 2. Að geta náð árangri í þingstarfinu - Árangur í þingstarfinu er grundvöllur þess að stuðla að framgöngu stefnumála flokksins. 3. Að vera nógu ákjósanleg til að ná kjöri - Þetta er stundum kallað kjörþokki, en án þessa þáttar munu færri frambjóðendur ná kjöri til að vinna að grunnstefnunni okkar. Píratar eru kyndilberar borgararéttinda og lýðræðisumbóta á 21 öldinni. Þegar ég fattaði það þá tók ég upp kyndilinn. Ef þú brennur líka fyrir valfrelsi einstaklingsins og velferð allra, bjóddu þig þá fram og gerðu þetta að veruleika með okkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Þór Ólafsson Píratar Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Það er stór dagur í dag, bæði fyrir Pírata sem hreyfingu og mig persónulega. Í dag opnar fyrir skráningu í prófkjör Pírata fyrir komandi þingkosningar. Þátttaka í prófkjörinu er kjörið tækifæri fyrir þau sem brenna fyrir auknu frelsi einstaklingsins, því að valdhafar sæti ábyrgð og að almenningur hafi beinni aðkomu að stjórn landsins að láta til sín taka. Ég hvet þau ykkar sem deilið þessari hugsjón okkar Pírata að skrá ykkur til leiks á https://piratar.is/xp/frettir/kosningar/ Ég hvet ykkur því öll sem setjið grunnstefnu Pírata í forgang að bjóða ykkur fram og mun ég aðstoða ykkur af hliðarlínunni. Markmið mitt var alltaf tryggja sjálfbærni Pírata, og í dag er hreyfingin sterkari en nokkru sinni fyrr. Það er mikill meðbyr með flokknum, grasrótin er öflug, starfsfólkið okkar er afburðahæft, þingflokkurinn hefur aldrei verið samheldnari og þau sem bjóða sig fram aftur kunna til verka. Píratar eru því svo sannarlega sjálfbærir og þar sem ég er ekki lengur nauðsynlegur í framlínuna mun ég aftur leita í friðinn utan þingsins í stað þess að leita endurkjörs. Fyrir þau sem stefna á framboð segi ég að þingstarfið er það skemmtilegasta sem ég hef gert. Mitt hlutverk fyrir Pírata færist í grasrótina við að styðja frambjóðendur meðfram þingstörfunum fram að kosningum og styðja svo nýja þingmenn sem taka sæti fyrir flokkinn eftir kosningar. Eins og nýleg rannsókn Stefaníu Óskarsdóttur og Ómars H. Kristmundssonar sýnir eru þingmenn yfirleitt lengi að læra á starfið, sem er einfaldlega sóun. Sóun á tíma, peningum og starfskröftum. Og umfram allt sóun á tækifærum til að vinna að framgöngu stefnumála Pírata. Það er bara eitt sem ég vill að lokum biðja ykkur um af öllu hjarta. Hlustið eins og ég hef alla þingsetuna hlustað á Peter Drucker, faðir nútímastjórnunar, sem benti á þrjú atriði sem félög verða að tryggja til að vera sjálfbær: Að skila árangri, standa við gildin sín og velja hæfa arftaka. Til að Píratar séu áfram sjálfbærir eru þrjú lykilatriði að horfa til við val á frambjóðendum svo þeir geta unnið sem best að framgöngu stefnumála Pírata á Alþingi: 1. Að setja grunnstefnu Pírata í forgang - Flokkar sem fórna grunnstefnunni sinni tapa réttilega ástríðufyllsta fólkinu og kjósendum annað. 2. Að geta náð árangri í þingstarfinu - Árangur í þingstarfinu er grundvöllur þess að stuðla að framgöngu stefnumála flokksins. 3. Að vera nógu ákjósanleg til að ná kjöri - Þetta er stundum kallað kjörþokki, en án þessa þáttar munu færri frambjóðendur ná kjöri til að vinna að grunnstefnunni okkar. Píratar eru kyndilberar borgararéttinda og lýðræðisumbóta á 21 öldinni. Þegar ég fattaði það þá tók ég upp kyndilinn. Ef þú brennur líka fyrir valfrelsi einstaklingsins og velferð allra, bjóddu þig þá fram og gerðu þetta að veruleika með okkur.
Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar
Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun