Viðskipti innlent

Lífeyrissjóðir höfnuðu yfirtökutilboði í Skeljung

Eiður Þór Árnason skrifar
Skeljungur rekur meðal annars 68 stöðvar undir merkjum Orkunnar og 14 Kvikk verslanir.
Skeljungur rekur meðal annars 68 stöðvar undir merkjum Orkunnar og 14 Kvikk verslanir. Vísir/Kolbeinn

Líf­eyr­is­sjóð­irnir Frjálsi, Birta, Festa, Stapi og Lífs­verk og Gildi hafa hafnað yfir­tökutil­boði fjár­festa­hóps­ins Strengs ehf. á Skelj­ungi. Lífeyrissjóðirnir eru stærstu eigendur félagsins og fara alls með um 37% hlut.

Helsta ástæðan var að til­boðs­verðið væri of lágt miðað við eigið mat á virði félags­ins, að sögn Kjarnans. Tilboðsfrestur rann út í gær en yfirtökuverð Strengs hljóðaði upp á 8,315 krónur á hlut sem var 6,6% yfir markaðsvirði félagsins í byrjun nóvember. Hver hlutur í Skeljungi kostaði 9,16 krónur við lokun Kauphallarinnar í gær.  

Þrjú félög stóðu að yfirtökutilboðinu sem gerðu samkomulag um að leggja eignarhluti í Skeljungi yfir í félagið Streng. Félagið RES 9 fer 38% hlut í Streng, 365 einnig 38% og RPF 24%. Samanlagt fara félögin með 36,06% af heildarhlutafé í Skeljungi en eigendur þeirra hygðust skrá félagið úr Kauphöllinni.

RES 9 er í eigu RES II ehf., sem er í eigu Sigurðar Bollasonar og Nönnu Bjarkar Arngrímsdóttur og No. 9 Investments Limited.

365 er í eigu Ingibjargar Pálmadóttur. Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður Skeljungs, er eiginmaður Ingibjargar og varamaður í stjórn 365.

RPF er í jafnri eigu Loran ehf. sem er í eigu Þórarins A. Sævarssonar, sem er stjórnarmaður í Skeljungi, og Premier eignarhaldsfélags, sem er í eigu Gunnars Sverris Harðarsonar.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×