Ríkið kaupir dýrari en vistvænni bíla Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. desember 2019 10:20 Ríkisstjórn hefur þegar samþykkt að ráðherrabifreiðar verði rafvæddar en þeir eru hluti af flota ríkisins sem telur um 800 bíla. Vísir/Vilhelm Allir bílar ríkisins verða vistvænir, nema öryggis- eða notkunarkröfur krefjist annars, samkvæmt samþykkt ríkisstjórnarinnar. Ríkið rekur nú um 800 bifreiðar af öllum stærðum og gerðum. Þetta kemur fram á vef Stjórnarráðsins. Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum fyrir helgi að innleiða nýja stefnu sem tryggir að ríkisstofnanir kaupi umhverfisvænni bíla sem einnig eru hagkvæmir, en innleiðing vistvænni ökutækja er á meðal aðgerða á aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum. Til þess að innleiða nýja stefnu er lagt til nýtt verklag, sem Ríkiskaup og bílanefnd bera ábyrgð á. Í því felst að fá sérfræðinga til þess að útfæra útboðslýsingar sem ná yfir þarfir meirihluta ríkisaðila með það að markmiði að skila vistvænum og hagkvæmum bifreiðum. Þeim stofnunum sem stefna að því að kaupa bifreið verði skylt að taka þátt í sameiginlegum útboðum þar sem útboðslýsingarnar tryggja að keyptar verði vistvænar og hagkvæmar bifreiðar. Meginreglan verður að bifreiðar verði vistvænar í öllum tilfellum þar sem starfsemi stofnana krefst ekki ekki annarra kosta. Með aðgerðunum má draga úr heildarlosun ríkisins vegna ökutækja á skömmum tíma. Að auki er rekstrarkostnaður vistvænna bifreiða lægri og heildarlíftímakostnaður og vistferilskostnaður tækjanna minni. „Gera má ráð fyrir að stofnkostnaður bifreiðakaupa hækki en innkaupsverð vistvænna ökutækja er í mörgum tilvikum hærra en verð hefðbundinna ökutækja sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti, þrátt fyrir hagkvæmari opinbera gjaldtöku af vistvænum ökutækjum. Sameiginlegum útboðum er ætlað að ná fram besta mögulega verði,“ segir í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Ríkisstjórn hefur þegar samþykkt að ráðherrabifreiðar verði rafvæddar. Bílar Loftslagsmál Samgöngur Umhverfismál Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Sjá meira
Allir bílar ríkisins verða vistvænir, nema öryggis- eða notkunarkröfur krefjist annars, samkvæmt samþykkt ríkisstjórnarinnar. Ríkið rekur nú um 800 bifreiðar af öllum stærðum og gerðum. Þetta kemur fram á vef Stjórnarráðsins. Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum fyrir helgi að innleiða nýja stefnu sem tryggir að ríkisstofnanir kaupi umhverfisvænni bíla sem einnig eru hagkvæmir, en innleiðing vistvænni ökutækja er á meðal aðgerða á aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum. Til þess að innleiða nýja stefnu er lagt til nýtt verklag, sem Ríkiskaup og bílanefnd bera ábyrgð á. Í því felst að fá sérfræðinga til þess að útfæra útboðslýsingar sem ná yfir þarfir meirihluta ríkisaðila með það að markmiði að skila vistvænum og hagkvæmum bifreiðum. Þeim stofnunum sem stefna að því að kaupa bifreið verði skylt að taka þátt í sameiginlegum útboðum þar sem útboðslýsingarnar tryggja að keyptar verði vistvænar og hagkvæmar bifreiðar. Meginreglan verður að bifreiðar verði vistvænar í öllum tilfellum þar sem starfsemi stofnana krefst ekki ekki annarra kosta. Með aðgerðunum má draga úr heildarlosun ríkisins vegna ökutækja á skömmum tíma. Að auki er rekstrarkostnaður vistvænna bifreiða lægri og heildarlíftímakostnaður og vistferilskostnaður tækjanna minni. „Gera má ráð fyrir að stofnkostnaður bifreiðakaupa hækki en innkaupsverð vistvænna ökutækja er í mörgum tilvikum hærra en verð hefðbundinna ökutækja sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti, þrátt fyrir hagkvæmari opinbera gjaldtöku af vistvænum ökutækjum. Sameiginlegum útboðum er ætlað að ná fram besta mögulega verði,“ segir í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Ríkisstjórn hefur þegar samþykkt að ráðherrabifreiðar verði rafvæddar.
Bílar Loftslagsmál Samgöngur Umhverfismál Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Sjá meira