Viðskipti innlent

Frá BingBang til AwareGO

Atli Ísleifsson skrifar
Beringer Passamyndir
Beringer Passamyndir

Júlíus Fjeldsted hefur verið ráðinn fjármálastjóri hjá netöryggisfyrirtækinu AwareGO. 

Í tilkynningu segir að um sé að ræða nýja stöðu hjá félaginu sem er með starfsemi á Íslandi og í Bandaríkjunum. Þá er sókn inn á evrópska markaði í undirbúningi.

„Hlutverk fjármálastjóra verður meðal annars að halda utan um og styðja við uppbyggingu félagsins, fylgja eftir fjárhagsáætlun félagsins ásamt verkefnum tengdum daglegri fjármálastjórn AwareGO.

Júlíus hefur á undanförnum árum komið að fjölmörgum verkefnum á sviði nýsköpunar og fjármálaráðgjafar. Síðast sem meðstofnandi og fjármálastjóri BingBang Aps í Kaupmannahöfn. Þar áður starfaði Júlíus m.a. sem sjálfstæður ráðgjafi, hjá GAMMA ráðgjöf, Beringer Finance og PwC. Júlíus hefur einnig bakgrunn úr blaðamennsku og reynslu af fjármögnun fyrirtækja.

Júlíus er með MSc próf í fjármálum og alþjóða viðskiptum frá Háskólanum í Árósum,“ segir í tilkynningunni.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×