Chevrolet Bolt rafmagnsbíll Finnur Thorlacius skrifar 12. janúar 2015 16:01 Chevrolet Bolt. Chevrolet er ekki einungis að kynna nýja kynslóð Volt tvinnbílsins á bílasýningunni í Detroit sem hófst í dag, heldur einnig nýjan rafmagnsbíl, Chevrolet Bolt. Nafnið á ekkert skilt við spretthlauparann Usain Bolt, heldur er bæði skírskotað til Volt bílsins og bolta sem notaðir eru við smíði bíla. Þessi bíll er hreinræktaður rafmagnsbíll og hefur drægi uppá 320 kílómetra. Það var forstjóri General Motors, móðurfyrirtækis Chevrolet, Mary Barra, sem kynnti bílinn og sagði að hann myndi aðeins kosta 30.000 dollara, eða 3,9 milljónir króna. Chevrolet Bolt er fremur hár til þaksins, farþegar sitja hátt í honum og því er hann líkur jepplingi hvað það varðar, auk þess að líkjast mjög jepplingi að ytra útliti. Það vekur nokkra athygli að hurðarhúnarnir á bílnum líta út eins og úr smiðju Tesla, án þess að það fylgi sögunni. Þak bílsins er allt úr gleri og innréttingin og mælaborð hans er afar framúrstefnulegt. Ekki er þó víst að hún rati öll í framleiðslugerð bílsins, en bíllinn sem sýndur er nú er tilraunabíll og þeir vilja nú oft breytast nokkuð er kemur að framleiðslu. Bíllinn er smíðaður úr léttum efnum, áli, magnesíum og koltrefjum og ætti því ekki að vigta mikið. Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent
Chevrolet er ekki einungis að kynna nýja kynslóð Volt tvinnbílsins á bílasýningunni í Detroit sem hófst í dag, heldur einnig nýjan rafmagnsbíl, Chevrolet Bolt. Nafnið á ekkert skilt við spretthlauparann Usain Bolt, heldur er bæði skírskotað til Volt bílsins og bolta sem notaðir eru við smíði bíla. Þessi bíll er hreinræktaður rafmagnsbíll og hefur drægi uppá 320 kílómetra. Það var forstjóri General Motors, móðurfyrirtækis Chevrolet, Mary Barra, sem kynnti bílinn og sagði að hann myndi aðeins kosta 30.000 dollara, eða 3,9 milljónir króna. Chevrolet Bolt er fremur hár til þaksins, farþegar sitja hátt í honum og því er hann líkur jepplingi hvað það varðar, auk þess að líkjast mjög jepplingi að ytra útliti. Það vekur nokkra athygli að hurðarhúnarnir á bílnum líta út eins og úr smiðju Tesla, án þess að það fylgi sögunni. Þak bílsins er allt úr gleri og innréttingin og mælaborð hans er afar framúrstefnulegt. Ekki er þó víst að hún rati öll í framleiðslugerð bílsins, en bíllinn sem sýndur er nú er tilraunabíll og þeir vilja nú oft breytast nokkuð er kemur að framleiðslu. Bíllinn er smíðaður úr léttum efnum, áli, magnesíum og koltrefjum og ætti því ekki að vigta mikið.
Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent