Hótel og hópferðafyrirtæki fá afbókanir á háannatímabili Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 29. janúar 2020 12:30 Jóhannes Þór segir vissulega vera áhyggjur meðal ferðaþjónustuaðila sem þjónusta kínverska hópa visir/Vilhelm Breska flugfélagið British Airways hefur fellt niður allt flug til og frá meginlandi Kína og indónesíska flugfélagið Lion Air ætlar að fella niður allt flug frá 1. febrúar. Ekki er beint flug frá Kína til Íslands og talið að flestir kínverskir ferðamenn ferðist í gegnum Norðurlöndin eða Bretland. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir erfitt að átta sig á áhrifum niðurfellingar flugs umfram það ferðabann sem hefur þegar tekið gildi í Kína. Algjört ferðabann er á svæðinu í kringum Wuhan en einnig hafa borist fregnir af hópferðabanni Kínverja. Ekki er staðfest hve víðtækt bannið er. Jóhannes segir útbreiðslu veirunnar næstu vikur og mánuði skipta sköpum varðandi ferðaþjónustuna. „Núna eru fyrirtækin að glíma við þessar afbókanir sem eru hafnar og reyna að átta sig á því hver staðan er, hversu víðtækt þetta er og hverju megi búast við inn í sumarið. Það er erfitt að spá fram í tímann á þessari stundu,“ segir Jóhannes Þór. Hann segir ýmis fyrirtæki fá afbókanir. „Við heyrum frá hótelunum og hópfyrirtækjunum. Þetta hópferðabann í Kína hefur áhrif fyrst á þessi fyrirtæki. Svo er þetta afleitt út í afþreyingamarkaðinn og fyrirtæki á þeim vettvangi sem er að taka móti hópum. Þetta hefur áhrif á alla keðjuna,“ segir Jóhannes Þór. Hópur Kínverja sem ferðast á eigin vegum fer einnig stækkandi en Kínverjar voru hundrað þúsund af tveimur milljónum ferðamanna á Íslandi í fyrra. Gert var ráð fyrir svipuðum fjölda í ár og þá ekki síst nú í febrúar enda mikið ferðatímabil að hefjast hjá Kínverjum vegna kínverska nýársins. „Þetta eru ferðatímabil sem eru utan háannar hjá okkur og hafa skipt töluverðu máli fyrir fyrirtækin sem hafa verið að taka á móti þessum hópum,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir BA aflýsir ferðum og Starbucks lokar tvö þúsund stöðum í Kína Breska flugfélagið British Airways hefur aflýst öllum flugferðum sínum til og frá meginlandi Kína vegna útbreiðslu Wuhan-kórónaveirunnar. 29. janúar 2020 08:33 Ástralir í sóttkví á Jólaeyju vegna Wuhan-veirunnar Tala látinna af völdum kórónaveirunnar í Kína er komin í 132 og staðfest smit standa nú í tæplega 6000 manns. 29. janúar 2020 06:30 Flytja hundruð Breta í Wuhan heim í einangrun Tvö hundruð Bretar sem staðsettir eru í Wuhan í Kína verður flogið til Bretlands á morgun, þar sem þeir verða settir í tveggja vikna einangrun. 29. janúar 2020 11:05 Mest lesið Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Viðskipti innlent Skipta dekkin máli? Samstarf Fá dagsektir fyrir villandi verðskrá Neytendur Edda Rós til Hagstofunnar Viðskipti innlent Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Atvinnulíf Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Sjá meira
Breska flugfélagið British Airways hefur fellt niður allt flug til og frá meginlandi Kína og indónesíska flugfélagið Lion Air ætlar að fella niður allt flug frá 1. febrúar. Ekki er beint flug frá Kína til Íslands og talið að flestir kínverskir ferðamenn ferðist í gegnum Norðurlöndin eða Bretland. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir erfitt að átta sig á áhrifum niðurfellingar flugs umfram það ferðabann sem hefur þegar tekið gildi í Kína. Algjört ferðabann er á svæðinu í kringum Wuhan en einnig hafa borist fregnir af hópferðabanni Kínverja. Ekki er staðfest hve víðtækt bannið er. Jóhannes segir útbreiðslu veirunnar næstu vikur og mánuði skipta sköpum varðandi ferðaþjónustuna. „Núna eru fyrirtækin að glíma við þessar afbókanir sem eru hafnar og reyna að átta sig á því hver staðan er, hversu víðtækt þetta er og hverju megi búast við inn í sumarið. Það er erfitt að spá fram í tímann á þessari stundu,“ segir Jóhannes Þór. Hann segir ýmis fyrirtæki fá afbókanir. „Við heyrum frá hótelunum og hópfyrirtækjunum. Þetta hópferðabann í Kína hefur áhrif fyrst á þessi fyrirtæki. Svo er þetta afleitt út í afþreyingamarkaðinn og fyrirtæki á þeim vettvangi sem er að taka móti hópum. Þetta hefur áhrif á alla keðjuna,“ segir Jóhannes Þór. Hópur Kínverja sem ferðast á eigin vegum fer einnig stækkandi en Kínverjar voru hundrað þúsund af tveimur milljónum ferðamanna á Íslandi í fyrra. Gert var ráð fyrir svipuðum fjölda í ár og þá ekki síst nú í febrúar enda mikið ferðatímabil að hefjast hjá Kínverjum vegna kínverska nýársins. „Þetta eru ferðatímabil sem eru utan háannar hjá okkur og hafa skipt töluverðu máli fyrir fyrirtækin sem hafa verið að taka á móti þessum hópum,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir BA aflýsir ferðum og Starbucks lokar tvö þúsund stöðum í Kína Breska flugfélagið British Airways hefur aflýst öllum flugferðum sínum til og frá meginlandi Kína vegna útbreiðslu Wuhan-kórónaveirunnar. 29. janúar 2020 08:33 Ástralir í sóttkví á Jólaeyju vegna Wuhan-veirunnar Tala látinna af völdum kórónaveirunnar í Kína er komin í 132 og staðfest smit standa nú í tæplega 6000 manns. 29. janúar 2020 06:30 Flytja hundruð Breta í Wuhan heim í einangrun Tvö hundruð Bretar sem staðsettir eru í Wuhan í Kína verður flogið til Bretlands á morgun, þar sem þeir verða settir í tveggja vikna einangrun. 29. janúar 2020 11:05 Mest lesið Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Viðskipti innlent Skipta dekkin máli? Samstarf Fá dagsektir fyrir villandi verðskrá Neytendur Edda Rós til Hagstofunnar Viðskipti innlent Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Atvinnulíf Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Sjá meira
BA aflýsir ferðum og Starbucks lokar tvö þúsund stöðum í Kína Breska flugfélagið British Airways hefur aflýst öllum flugferðum sínum til og frá meginlandi Kína vegna útbreiðslu Wuhan-kórónaveirunnar. 29. janúar 2020 08:33
Ástralir í sóttkví á Jólaeyju vegna Wuhan-veirunnar Tala látinna af völdum kórónaveirunnar í Kína er komin í 132 og staðfest smit standa nú í tæplega 6000 manns. 29. janúar 2020 06:30
Flytja hundruð Breta í Wuhan heim í einangrun Tvö hundruð Bretar sem staðsettir eru í Wuhan í Kína verður flogið til Bretlands á morgun, þar sem þeir verða settir í tveggja vikna einangrun. 29. janúar 2020 11:05
15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent
15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent