Mílanóborg borgar ökumönnum fyrir að aka ekki Finnur Thorlacius skrifar 15. desember 2014 16:11 Mílanóborg vill losna við þétta bílaumferð í miðborginni. Í borgum Evrópu berjast borgaryfirvöld á ýmsan hátt við að minnka eða losna við bílaumferð. Í Mílanó á Ítalíu hafa borgaryfirvöld bryddað uppá frumlegri leið til að fækka bílum í miðborginni. Þar á bæ er bíleigendum hreinlega borgað fyrir að skilja bílinn eftir. Þessi aðferð krefst þess þó að tiltekinn tæknibúnaður sé í bílunum, en með honum sjá borgaryfirvöld hvort bíllinn hefur verið skildur eftir, eður ei. Þeim bíleigendum sem ekki hafa hreyft bíl sinn frá 7:30 að morgni til 7:30 að kvöldi er send inneign í farsíma þeirra uppá 1,5 evrur, eða 230 krónur og dugar sú upphæð til að kaupa miða í almenningsflutningakerfi Mílanóborgar. Hugmynd þessa telja borgaryfirvöld í Mílanó heppilegri en að rukka bíleigendur með stöðumælum og muni á endanum kosta borgina minna, auk þess sem það tryggir minni mengun í borginni og meiri frið fyrir gangandi vegfarendur. Yfirvöld í öðrum fjölmennum borgum í Evrópu munu vafalaust fylgjast með hvernig þetta mun lukkast við að draga úr umferð í Mílanó. Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent
Í borgum Evrópu berjast borgaryfirvöld á ýmsan hátt við að minnka eða losna við bílaumferð. Í Mílanó á Ítalíu hafa borgaryfirvöld bryddað uppá frumlegri leið til að fækka bílum í miðborginni. Þar á bæ er bíleigendum hreinlega borgað fyrir að skilja bílinn eftir. Þessi aðferð krefst þess þó að tiltekinn tæknibúnaður sé í bílunum, en með honum sjá borgaryfirvöld hvort bíllinn hefur verið skildur eftir, eður ei. Þeim bíleigendum sem ekki hafa hreyft bíl sinn frá 7:30 að morgni til 7:30 að kvöldi er send inneign í farsíma þeirra uppá 1,5 evrur, eða 230 krónur og dugar sú upphæð til að kaupa miða í almenningsflutningakerfi Mílanóborgar. Hugmynd þessa telja borgaryfirvöld í Mílanó heppilegri en að rukka bíleigendur með stöðumælum og muni á endanum kosta borgina minna, auk þess sem það tryggir minni mengun í borginni og meiri frið fyrir gangandi vegfarendur. Yfirvöld í öðrum fjölmennum borgum í Evrópu munu vafalaust fylgjast með hvernig þetta mun lukkast við að draga úr umferð í Mílanó.
Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent