Viðskipti innlent

WOW fækkar ferðum til Kaupmannahafnar

Atli Ísleifsson skrifar
Frá Kastrup-flugvelli í Kaupmannahöfn.
Frá Kastrup-flugvelli í Kaupmannahöfn. Vísir/Pjetur
Flugfélagið WOW hefur ákveðið að fækka ferðum sínum til Kaupmannahafnar fyrstu mánuði næsta árs. Í fyrstu stóð til að WOW flygi til dönsku höfuðborgarinnar á hverjum degi. Ferðunum mun svo fjölga á ný þegar sumaráætlun félagsins tekur gildi í lok mars. Þetta kemur fram á vefsíðunni Túristi.is.

Í frétt Túrista segir að í byrjun árs hafi norska flugfélagið Norwegian fengið leyfi fyrir áætlunarflugi milli Keflavíkur og Kastrup en ekkert orðið úr þeim áætlunum. Því verði Icelandair og WOW air áfram ein um þessa flugleið.

Icelandair hefur flogið allt að fimmtán ferðir í viku til Kaupmannahafnar yfir vetrarmánuðina en ferðir WOW verið sjö til tíu. „Í flugáætlun WOW air er gert ráð fyrir daglegu morgunflugi til Kaupmannahafnar frá Keflavík fyrstu þrjá mánuði næsta árs en í bókunarvélinni á heimasíðu félagsins hefur ferðunum fækkað niður í allt að þrjár í viku. Næsta febrúar mun WOW air því bjóða upp á sextán ferðir til Kaupmannahafnar en þær voru tuttugu og fjórar í febrúar í ár. Það jafngildir þriðjungs samdrætti. Ekki fást skýringar á þessum breytingum hjá WOW air,“ segir í fréttinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×