Huawei gefst ekki upp Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 31. mars 2018 09:15 Richard Yu, forstjóri Huawei. Nordicphotos/AFP Þrátt fyrir að ekkert stærstu fyrirtækja Bandaríkjanna á sviði fjarskipta og engin stór raftækjaverslun þar í landi selji vörur kínverska snjallsímaframleiðandans Huawei ætlar fyrirtækið ekki að gefast upp. „Við ætlum okkur að vinna traust bandarískra neytenda með því að einbeita okkur að því að sjá þeim fyrir nýjungum og vörum í heimsklassa,“ sagði Richard Yu, forstjóri Huawei, við CNET í gær. Huawei kynnti í vikunni nýtt flaggskip sitt, P20 Pro snjallsímann sem er útbúinn þremur myndavélum á bakhliðinni. Bandaríkjamenn bíða þó ekki í röðum eftir símanum enda hafa yfirvöld þar í landi, meðal annars leyniþjónustan (CIA) og alríkislögreglan (FBI), sakað Huawei um að njósna um Bandaríkjamenn. Því hafnaði Yu í gær. „Þessar áhyggjur byggja á órökstuddum grun og eru í rauninni ósanngjarnar. Við erum opin fyrir gegnsæjum viðræðum á staðreyndagrundvelli.“ Sagði Yu að jafnvel án Bandaríkjanna stefndi Huawei á að verða stærsti snjallsímaframleiðandi heims. Fyrirtækið situr nú í þriðja sæti þess lista, á eftir Apple og Samsung. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent „Það voru margir undrandi og spurðu: Hvað er í gangi hjá ykkur?“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Þrátt fyrir að ekkert stærstu fyrirtækja Bandaríkjanna á sviði fjarskipta og engin stór raftækjaverslun þar í landi selji vörur kínverska snjallsímaframleiðandans Huawei ætlar fyrirtækið ekki að gefast upp. „Við ætlum okkur að vinna traust bandarískra neytenda með því að einbeita okkur að því að sjá þeim fyrir nýjungum og vörum í heimsklassa,“ sagði Richard Yu, forstjóri Huawei, við CNET í gær. Huawei kynnti í vikunni nýtt flaggskip sitt, P20 Pro snjallsímann sem er útbúinn þremur myndavélum á bakhliðinni. Bandaríkjamenn bíða þó ekki í röðum eftir símanum enda hafa yfirvöld þar í landi, meðal annars leyniþjónustan (CIA) og alríkislögreglan (FBI), sakað Huawei um að njósna um Bandaríkjamenn. Því hafnaði Yu í gær. „Þessar áhyggjur byggja á órökstuddum grun og eru í rauninni ósanngjarnar. Við erum opin fyrir gegnsæjum viðræðum á staðreyndagrundvelli.“ Sagði Yu að jafnvel án Bandaríkjanna stefndi Huawei á að verða stærsti snjallsímaframleiðandi heims. Fyrirtækið situr nú í þriðja sæti þess lista, á eftir Apple og Samsung.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent „Það voru margir undrandi og spurðu: Hvað er í gangi hjá ykkur?“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira