James hefur nú skorað tíu stig eða fleiri í 867 leikjum í röð en eins og Vísir greindi frá fyrr í vikunni þá jafnaði hann einmitt metið gegn liði Jordan.
James hefur oftar skorað fleiri en 50 stig, eða ellefu sinnum, í leik en tíu stig eða minna, átta sinnum. Ótrúlegur.
Cleveland er áfram með rúmlega 60% sigurhlutfall en liðið er öruggt inn í úrslitakeppnina. Þetta var þriðji tapleikur New Orleans í röð.
Houston heldur áfram sigurgöngu sinni en í nótt vann eins stigs sigur, 104-103, á Pheonix í hörkuleik. James Harden skoraði 28 stig og tók tíu fráköst en þetta var ellefti sigurleikur Houston í röð.
Öll úrsilt næturinnar:
Chicago - Orlando 90-82
Philadelphia - Atlanta 101-91
New Orleans - Cleveland 102-107
Phoenix - Houston 103-104
Denver - Oklahoma 126-125
Minnesota - Dallas 93-92
Memphis - Utah 97-107
Milwaukee - LA Lakers 124-122
LA Clippers - Portland 96-105
LeBron James has set another NBA record.
— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) March 31, 2018
He has now scored at least 10 pts in 867 games, breaking a tie with Michael Jordan for the longest streak in NBA history.@KingJames has more 50-point games in his career (11) than games under 10 points (8). pic.twitter.com/rcr8qwZSUU