Íslendingar sólgnir í skyndibita á aðventunni Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 23. desember 2016 13:38 Töluvert er um að Íslendingar nýti sér næli sér í skyndibita í aðdraganda jólanna. Hér sést Davíð Oddsson, fyrrum forsætisráðherra, gæða sér á einum slíkum. Vísir/GVA Eflaust reyna margir Íslendingar að auðvelda sér sporin á aðventunni og jólaundirbúningnum. Jafnvel vilja einhverjir forðast skötuna og gera hlé á steikinni. Vísir sló á þráðinn til þriggja skyndibitastaða á höfuðborgarsvæðinu og forvitnaðist um hversu sólgnir landsmenn eru í skyndibita í desember. Svo virðist sem mikið sé að gera allan daginn alla daga í desember. Anna Fríða Gísladóttir, markaðsstjóri Domino‘s segir að desember sé alltaf stór mánuður hjá fyrirtækinu en að Íslendingar séu sérstaklega sólgnir í pítsur á Þorláksmessu og nýársdag. „Desember er alveg ágætlega stór mánuður hjá okkur. Í annríkinu leitar fólk til þess að geta fundið eitthvað þægilegt og þurfa ekki að pæla í matnum. Desember hefur alltaf verið stór svo eru líka próf og prófalok og það er svo margt sem fylgir þessu, en jú Þorláksmessa er alveg stór dagur hjá okkur, það er alveg þannig,“ segir Anna Fríða í samtali við Vísi.Er fólk mikið að leita sér að einhverju öðru en skötu á Þorláksmessu semsagt? „Einmitt, vill eitthvað betra en skötu. Þorláksmessa er alltaf mjög stórt kvöld hjá okkur. Svo ég tali ekki um nýársdag. Þá er sprenging í heimsendingum og við finnum alveg fyrir því að um tvö-leytið þá er fólk að vakna til lífsins og vill fá pitsu strax. En það er bara æðislegt og við skiljum það mjög vel. Það er gaman að við getum létt fólki aðeins lífið yfir hátíðarnar. Fólk vill eflaust líka taka sér pásu frá jólasteikinni.“Mikið að gera í allt haust Barbara Kristín Kristjánsdóttir, gæðastjóri KFC á Íslandi, tekur í sama streng og segir að desember sé annasamur og fólk sólgið í kjúkling ofurstans. „Það er náttúrulega mjög mikið að gera. Ég held það sé ekki endilega bara Íslendingar, það eru náttúrulega miklu fleiri túristar akkúrat núna. Þannig að við erum að finna fyrir því að það er mikið að gera og það hefur verið í allt haust, það hefur ekki komið nein lægð eins og var kannski fyrir einhverjum árum síðan. Þannig að það er bara gaman, mikið að gerast,“ segir Barbara í samtali við Vísi. Hún segir þó að þau finni fyrir mun í aðdraganda jólanna. „Það sem er í rauninni breytingin á milli þessa daga og hinna daganna er að flæðið er jafnt og þétt yfir allan daginn. Það er lengdur opnunartími verslana og það er engin ákveðin törn. Það er ekki bara milli 12 og eitt heldur líka um miðjan dag þá er fólk alltaf að koma inn.“Sushi vinsælt á áramótunum Daria Rudkova, starfsmanna- og gæðastjóri Tokyo Sushi býst við miklum viðskiptum í kvöld, en sushi virðist vera vinsælt hjá landsmönnum á Þorláksmessukvöldi. „Það hefur verið hjá okkur síðustu fjögur ár að það hefur verið mjög mikið að gera hjá okkur rétt fyrir jól. Eins og Þorláksmessa er í ár á föstudegi en eins og í fyrra og hitt í fyrra var þorláksmessukvöld eins og föstudagskvöld. Þannig að já, það er mikið a gera og fólk er að nýta sér að koma og fá sér sushi og fara heim.“Er líka mikil traffík milli jóla og nýárs? „Já það hefur líka verið að það sé meira að gera. Alltaf um áramótin er mikið að gera því það er vinsælast að fá sér sushi. En það er mikið að gera, en ekki eins mikið og fyrir jól.“ Jólafréttir Mest lesið Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Eru Framúrskarandi fyrirtæki og stolt af því Framúrskarandi fyrirtæki Gengi Sýnar í frjálsu falli Viðskipti innlent Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Viðskipti innlent Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Neytendur Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Viðskipti innlent Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Viðskipti innlent Þarf þrautseigju og útsjónarsemi til að ná að halda sjó Framúrskarandi fyrirtæki Origo kaupir Kappa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sjá meira
Eflaust reyna margir Íslendingar að auðvelda sér sporin á aðventunni og jólaundirbúningnum. Jafnvel vilja einhverjir forðast skötuna og gera hlé á steikinni. Vísir sló á þráðinn til þriggja skyndibitastaða á höfuðborgarsvæðinu og forvitnaðist um hversu sólgnir landsmenn eru í skyndibita í desember. Svo virðist sem mikið sé að gera allan daginn alla daga í desember. Anna Fríða Gísladóttir, markaðsstjóri Domino‘s segir að desember sé alltaf stór mánuður hjá fyrirtækinu en að Íslendingar séu sérstaklega sólgnir í pítsur á Þorláksmessu og nýársdag. „Desember er alveg ágætlega stór mánuður hjá okkur. Í annríkinu leitar fólk til þess að geta fundið eitthvað þægilegt og þurfa ekki að pæla í matnum. Desember hefur alltaf verið stór svo eru líka próf og prófalok og það er svo margt sem fylgir þessu, en jú Þorláksmessa er alveg stór dagur hjá okkur, það er alveg þannig,“ segir Anna Fríða í samtali við Vísi.Er fólk mikið að leita sér að einhverju öðru en skötu á Þorláksmessu semsagt? „Einmitt, vill eitthvað betra en skötu. Þorláksmessa er alltaf mjög stórt kvöld hjá okkur. Svo ég tali ekki um nýársdag. Þá er sprenging í heimsendingum og við finnum alveg fyrir því að um tvö-leytið þá er fólk að vakna til lífsins og vill fá pitsu strax. En það er bara æðislegt og við skiljum það mjög vel. Það er gaman að við getum létt fólki aðeins lífið yfir hátíðarnar. Fólk vill eflaust líka taka sér pásu frá jólasteikinni.“Mikið að gera í allt haust Barbara Kristín Kristjánsdóttir, gæðastjóri KFC á Íslandi, tekur í sama streng og segir að desember sé annasamur og fólk sólgið í kjúkling ofurstans. „Það er náttúrulega mjög mikið að gera. Ég held það sé ekki endilega bara Íslendingar, það eru náttúrulega miklu fleiri túristar akkúrat núna. Þannig að við erum að finna fyrir því að það er mikið að gera og það hefur verið í allt haust, það hefur ekki komið nein lægð eins og var kannski fyrir einhverjum árum síðan. Þannig að það er bara gaman, mikið að gerast,“ segir Barbara í samtali við Vísi. Hún segir þó að þau finni fyrir mun í aðdraganda jólanna. „Það sem er í rauninni breytingin á milli þessa daga og hinna daganna er að flæðið er jafnt og þétt yfir allan daginn. Það er lengdur opnunartími verslana og það er engin ákveðin törn. Það er ekki bara milli 12 og eitt heldur líka um miðjan dag þá er fólk alltaf að koma inn.“Sushi vinsælt á áramótunum Daria Rudkova, starfsmanna- og gæðastjóri Tokyo Sushi býst við miklum viðskiptum í kvöld, en sushi virðist vera vinsælt hjá landsmönnum á Þorláksmessukvöldi. „Það hefur verið hjá okkur síðustu fjögur ár að það hefur verið mjög mikið að gera hjá okkur rétt fyrir jól. Eins og Þorláksmessa er í ár á föstudegi en eins og í fyrra og hitt í fyrra var þorláksmessukvöld eins og föstudagskvöld. Þannig að já, það er mikið a gera og fólk er að nýta sér að koma og fá sér sushi og fara heim.“Er líka mikil traffík milli jóla og nýárs? „Já það hefur líka verið að það sé meira að gera. Alltaf um áramótin er mikið að gera því það er vinsælast að fá sér sushi. En það er mikið að gera, en ekki eins mikið og fyrir jól.“
Jólafréttir Mest lesið Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Eru Framúrskarandi fyrirtæki og stolt af því Framúrskarandi fyrirtæki Gengi Sýnar í frjálsu falli Viðskipti innlent Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Viðskipti innlent Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Neytendur Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Viðskipti innlent Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Viðskipti innlent Þarf þrautseigju og útsjónarsemi til að ná að halda sjó Framúrskarandi fyrirtæki Origo kaupir Kappa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sjá meira
Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Viðskipti innlent
Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Viðskipti innlent