Guðmundur Árni Ólafsson, hornamaðurinn efnilegi úr Haukum, fór á kostum í úrslitaleiknum gegn Akureyri í deildarbikarkeppni karla í kvöld.
Guðmundur Árni skoraði níu mörk í leiknum og fór fyrir sínum mönnum í sóknarleiknum.
„Ég hef verið í skugganum af Einari Erni [Jónssyni] og nú þegar hann sat upp í stúku fékk maður að láta ljós sitt skína. Það var um að gera að nota það," sagði Guðmundur við Vísi í kvöld en Einar Örn var einn þeirra sem Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, ákvað að hvíla á meðan deildarbikarkeppnin fór fram.
En Guðmundur Árni segir að það hafi ekki verið skrýtið að spila án þeirra sem hvíldu. „Nei, það var lítil pressa á okkur. Aron lagði þetta þannig upp að við skyldum fyrst og fremst hafa gaman af þessu. Þannig spilum við best. Undirbúningurinn var góður en stuttur en það kom ekki að sök þar sem við höfum verið að æfa lengi og spilað marga leiki. Það skilaði sér í kvöld."
Guðmundur Árni: Var lítil pressa á okkur
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið




Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum
Enski boltinn

Wirtz strax kominn á hættusvæði
Enski boltinn



Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá
Enski boltinn

