Viðskipti innlent

Stefna að 29 milljörðum í hlutafjárútboði

Andri Eysteinsson skrifar
Bogi Nils Bogason er forstjóri Icelandair.
Bogi Nils Bogason er forstjóri Icelandair. Vísir/Egill

Markmið fyrirhugaðs hlutafjárútboðs Icelandair Group er að safna rúmlega 29 milljörðum króna í aukið hlutafé. Stjórn félagsins mun leggja tillögu þess efnis fyrir hluthafafund í næsta mánuði. Þetta kemur fram í tilkynningu sem send var Kauphöllinni í kvöld.

„Stjórn félagsins mun einnig óska eftir því að núverandi hluthafar gefi eftir forgangsrétt á nýútgefnum bréfum í félaginu. Útboðið verður þannig opið almenningi sem og fagfjárfestum. Stjórn mun taka ákvörðun um úthlutun hluta en leitast verður við að skerða ekki úthlutun til núverandi hluthafa og starfsmanna, segir í tilkynningunni. Í tillögu stjórnar verður lagt til að gefin verði út 30.000 milljón ný hlutabréf.

Hlutafjárútboðið er sagt mikilvægur liður í fjárhagslegri endurskipulagningu félagsins en auk útboðsins mun möguleikinn á því að breyta skuldum í hlutafé vera kannaður.

Ríkisstjórnin lýsti sig í dag tilbúna að koma til aðstoðar með aðkomu að lánalínum með ríkisábyrgð komi til þess að Icelandair takist að safna hlutafénu sem stefnt er að.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×