Innlent

Meirihluti landsmanna vill aðildarviðræður

Meirihluti landsmanna, eða rúmlega 61 prósent, vill aðildarviðræður við Evrópusambandið samkvæmt skoðanakönnun Ríkisútvarpsins. Mest er fylgið meðal tekjuhárra vel menntaðra íbúa höfuðborgarsvæðisins, en andstaðan er mest á landsbyggðinni.

Meirihluti stuðningsmanna allra flokka nema Sjálfstæðisflokksins er fylgjandi aðildarviðræðum. Hins vegar voru álíka margir fylgjandi og andvígir þegar spurt var um aðild að sambandinu. Langmest er fylgið meðal kjósenda Samfylkingarinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×