FIBA: Tryggvi er sönnun þess að líf manns getur breyst mjög fljótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. apríl 2020 14:30 Íslenski landsliðsmiðherjinn Tryggvi Snær Hlinason á mjög ótrúlega en um leið mjög áhugaverða sögu þegar kemur að uppgöngu hans inn á körfuboltavellinum. Tryggvi Snær Hlinason er nú atvinnumaður hjá spænska félaginu Zaragoza og algjör lykilmaður í íslenska körfuboltalandsliðinu. Það eru ekki mörg ár síðan að hann hafði aldrei komið á körfuboltaæfingu og var bara bóndasonur á Svartárkoti í Bárðardal. Saga Tryggva var tilefni fyrir Alþjóðakörfuknattleikssambandið, FIBA, til að setja saman myndband á samfélagsmiðla sína en það má sjá hér fyrir neðan þar sem er farið yfir það að strákurinn fór á aðeins þremur árum frá því að vera strákur í litlu þorpi á Íslandi í það að spila körfubolta fyrir framan þúsundir manns. watch on YouTube Í þessu skemmtilega myndbandi er farið yfir það hversu stuttan tíma það tók Tryggva að fara frá því að mæta á fyrstu körfuboltaæfinguna í það að spila með liði í Eurolegue. „Tryggvi er sönnun þess að líf manns getur breyst mjög fljótt,“ segir meðal annars í myndbandinu um Tryggva. Tryggvi hóf ferilinn með Þór Akureyri og spilaði þrjú tímabil með liðinu. Aðeins það síðasta var í úrvalsdeildinni en Tryggvi var þá með 11,6 stig, 8,1 frákast og 2,7 varin skot að meðaltali í Domino´s deildinni þar sem Þórsliðið komst í úrslitakeppnina. Tryggvi fór út í atvinnumennsku haustið 2017 eftir að hafa slegið í gegnum með íslenska 20 ára landsliðinu á EM U-20 um sumarið þar sem Ísland náði áttunda sæti og Tryggvi var valin í lið mótsins. Tryggvi skilaði þá 16,1 stigi, 11,6 fráköst, 3,1 vörðu skoti og 1,9 stoðsendingu að meðaltali í úrslitakeppni Evrópumótsins. Tryggvi gekk til liðs við Basket Zaragoza í júlí 2019 og gerði þá þriggja ára samning við spænska liðið. Tryggvi hefur gert góða hluti með liðinu i vetur en Zaragoza komst í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar og var í þriðja sæti spænsku deildarinnar á eftir Barcelona og Real Madrid þegar keppni var hætt vegna COVID-19. Körfubolti Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti Shaq segist hundrað prósent Körfubolti Fleiri fréttir „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Sjá meira
Íslenski landsliðsmiðherjinn Tryggvi Snær Hlinason á mjög ótrúlega en um leið mjög áhugaverða sögu þegar kemur að uppgöngu hans inn á körfuboltavellinum. Tryggvi Snær Hlinason er nú atvinnumaður hjá spænska félaginu Zaragoza og algjör lykilmaður í íslenska körfuboltalandsliðinu. Það eru ekki mörg ár síðan að hann hafði aldrei komið á körfuboltaæfingu og var bara bóndasonur á Svartárkoti í Bárðardal. Saga Tryggva var tilefni fyrir Alþjóðakörfuknattleikssambandið, FIBA, til að setja saman myndband á samfélagsmiðla sína en það má sjá hér fyrir neðan þar sem er farið yfir það að strákurinn fór á aðeins þremur árum frá því að vera strákur í litlu þorpi á Íslandi í það að spila körfubolta fyrir framan þúsundir manns. watch on YouTube Í þessu skemmtilega myndbandi er farið yfir það hversu stuttan tíma það tók Tryggva að fara frá því að mæta á fyrstu körfuboltaæfinguna í það að spila með liði í Eurolegue. „Tryggvi er sönnun þess að líf manns getur breyst mjög fljótt,“ segir meðal annars í myndbandinu um Tryggva. Tryggvi hóf ferilinn með Þór Akureyri og spilaði þrjú tímabil með liðinu. Aðeins það síðasta var í úrvalsdeildinni en Tryggvi var þá með 11,6 stig, 8,1 frákast og 2,7 varin skot að meðaltali í Domino´s deildinni þar sem Þórsliðið komst í úrslitakeppnina. Tryggvi fór út í atvinnumennsku haustið 2017 eftir að hafa slegið í gegnum með íslenska 20 ára landsliðinu á EM U-20 um sumarið þar sem Ísland náði áttunda sæti og Tryggvi var valin í lið mótsins. Tryggvi skilaði þá 16,1 stigi, 11,6 fráköst, 3,1 vörðu skoti og 1,9 stoðsendingu að meðaltali í úrslitakeppni Evrópumótsins. Tryggvi gekk til liðs við Basket Zaragoza í júlí 2019 og gerði þá þriggja ára samning við spænska liðið. Tryggvi hefur gert góða hluti með liðinu i vetur en Zaragoza komst í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar og var í þriðja sæti spænsku deildarinnar á eftir Barcelona og Real Madrid þegar keppni var hætt vegna COVID-19.
Körfubolti Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti Shaq segist hundrað prósent Körfubolti Fleiri fréttir „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Sjá meira