3500 uppsagnir í 32 hópuppsögnum undanfarinn sólarhring Elín Margrét Böðvarsdóttir og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 30. apríl 2020 10:44 Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnunar. Vísir/Egill Um þrjú þúsund og fimm hundruð hafa misst vinnuna í 32 tilkynntum hópuppsögnum síðasta sólarhringinn. Flest fyrirtækjanna sem tilkynnt hafa um hópuppsagnir eru fyrirtæki í ferðaþjónustu. Von er á því að bætist í uppsagnir í dag á þessum síðasta virka degi aprílmánaðar. Rúmlega tvö þúsund starfsmenn Icelandair misstu vinnuna í stærstu hópuppsögn Íslandssögunnar á þriðjudaginn. Hópuppsögnin var tilkynnt til Vinnumálastofnunar í dag. Við bættust þúsund uppsagnir yfir daginn í gær og enn hefur bæst í framan af degi í dag. Langflestar uppsagnir þessa dagana eru hjá fyrirtækjum í ferðaþjónustu enda enga ferðamenn að finna vegna takmarkana á ferðalögum sökum kórónuveirufaraldursins. 53 eftir hjá Airport Associates Airport Associates, sem veitir flugafgreiðsluþjónustu á Keflavíkurflugvelli, sagði upp 131 starfsmanni í dag. 53 starfsmenn eru eftir hjá fyrirtækinu. Sigþór Kristinn Skúlason, forstjóri fyrirtækisins, segist sannfærður um að fyrirtækið komist í gegnum þennan skafl. Það byggi á sterkum stoðum og hafi verið lengi í rekstri. Þá muni verulega um aðstoð ríkisins en stjórnvöld greiða 85 prósent af launum á uppsagnarfrestinum eins og kynnt var á blaðamannafundi á þriðjudaginn. Vonast hann til að geta endurráðið fólk í störfin svo fljótt sem kostur er. Fram hefur komið að greiðslur úr atvinnuleysistryggingastjóði gætu dregist um mánaðamótin vegna mikils álags hjá stofnuninni. Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Tíu ráð til að takast á við óvænt atvinnuleysi Þótt uppsagnir hafi verið fyrirsjáanlegar víða er höggið alltaf mikið fyrir fólk sem missir vinnuna. Ekki síst nú þegar fyrirséð er að lítið verður um nýráðningar í atvinnulífinu næstu mánuði. Hér eru tíu ráð sem geta hjálpað. 30. apríl 2020 09:00 Hátt í þúsund manns misstu vinnuna í fimmtán hópuppsögnum Alls misstu á bilinu 700 til 800 manns vinnuna í dag í fimmtán hópuppsögnum. Þetta sagði Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, í viðtali í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. 29. apríl 2020 18:41 Mest lesið Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Sjá meira
Um þrjú þúsund og fimm hundruð hafa misst vinnuna í 32 tilkynntum hópuppsögnum síðasta sólarhringinn. Flest fyrirtækjanna sem tilkynnt hafa um hópuppsagnir eru fyrirtæki í ferðaþjónustu. Von er á því að bætist í uppsagnir í dag á þessum síðasta virka degi aprílmánaðar. Rúmlega tvö þúsund starfsmenn Icelandair misstu vinnuna í stærstu hópuppsögn Íslandssögunnar á þriðjudaginn. Hópuppsögnin var tilkynnt til Vinnumálastofnunar í dag. Við bættust þúsund uppsagnir yfir daginn í gær og enn hefur bæst í framan af degi í dag. Langflestar uppsagnir þessa dagana eru hjá fyrirtækjum í ferðaþjónustu enda enga ferðamenn að finna vegna takmarkana á ferðalögum sökum kórónuveirufaraldursins. 53 eftir hjá Airport Associates Airport Associates, sem veitir flugafgreiðsluþjónustu á Keflavíkurflugvelli, sagði upp 131 starfsmanni í dag. 53 starfsmenn eru eftir hjá fyrirtækinu. Sigþór Kristinn Skúlason, forstjóri fyrirtækisins, segist sannfærður um að fyrirtækið komist í gegnum þennan skafl. Það byggi á sterkum stoðum og hafi verið lengi í rekstri. Þá muni verulega um aðstoð ríkisins en stjórnvöld greiða 85 prósent af launum á uppsagnarfrestinum eins og kynnt var á blaðamannafundi á þriðjudaginn. Vonast hann til að geta endurráðið fólk í störfin svo fljótt sem kostur er. Fram hefur komið að greiðslur úr atvinnuleysistryggingastjóði gætu dregist um mánaðamótin vegna mikils álags hjá stofnuninni.
Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Tíu ráð til að takast á við óvænt atvinnuleysi Þótt uppsagnir hafi verið fyrirsjáanlegar víða er höggið alltaf mikið fyrir fólk sem missir vinnuna. Ekki síst nú þegar fyrirséð er að lítið verður um nýráðningar í atvinnulífinu næstu mánuði. Hér eru tíu ráð sem geta hjálpað. 30. apríl 2020 09:00 Hátt í þúsund manns misstu vinnuna í fimmtán hópuppsögnum Alls misstu á bilinu 700 til 800 manns vinnuna í dag í fimmtán hópuppsögnum. Þetta sagði Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, í viðtali í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. 29. apríl 2020 18:41 Mest lesið Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Sjá meira
Tíu ráð til að takast á við óvænt atvinnuleysi Þótt uppsagnir hafi verið fyrirsjáanlegar víða er höggið alltaf mikið fyrir fólk sem missir vinnuna. Ekki síst nú þegar fyrirséð er að lítið verður um nýráðningar í atvinnulífinu næstu mánuði. Hér eru tíu ráð sem geta hjálpað. 30. apríl 2020 09:00
Hátt í þúsund manns misstu vinnuna í fimmtán hópuppsögnum Alls misstu á bilinu 700 til 800 manns vinnuna í dag í fimmtán hópuppsögnum. Þetta sagði Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, í viðtali í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. 29. apríl 2020 18:41