Próteinvinnsla úr lífmassa Magnús Guðmundsson skrifar 30. apríl 2020 08:30 Gæðaprótein úr vannýttu hráefni Fiskeldi eykst hröðum skrefum hér á landi og með því vex eftirspurn eftir próteini af miklum gæðum fyrir fóður. Jurtaprótein er notað í miklum mæli en minna af fiskmjöli þótt það sé talið betra. Jurtaprótein eins og sojaprótein er mun ódýrara en fiskmjöl og er þess vegna reynt að hafa sem mest af því í fóðurblöndum. Jurtaprótein geta þó ekki alfarið komið í stað fiskpróteins, m.a. vegna amínósýrusamsetningar. Heimsframleiðslan fiskeldis vex hratt en fiskmjölsframleiðsla eykst ekki að sama skapi. Hámarksnýtingu uppsjávarstofna er þegar náð og heimsafli hefur ekki aukist í áratugi. Því er nauðsynlegt að framleiða gæðaprótein eftir öðrum leiðum. Heyfyrningar og trefjaríkur lífmassi með jarðvarma Hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands hefur undanfarin ár verið unnið að verkefni sem styrkt var af Tækniþróunarsjóði sem felst í að umbreyta heyi og öðrum trefjaríkum lífmassa svo að hægt sé að framleiða prótein. Jarðvarmi (180-200° C) er nýttur til að brjóta niður hráefnið ásamt ensímum og fæst þá næringarríkur lögur sem ger- og þráðsveppir geta nýtt sér. Úr sveppunum er svo unnið próteinríkt mjöl. Prótein úr þráð- og gersveppum er svipað að gæðum og fiskprótein og ætti því að geta komið í stað þess. Höfundur á rannsóknarstofunni.Mynd/Hjörleifur Jónsson Kjarnfóður og efni til landgræðslu Að meðaltali falla til um 50.000 tonn af heyfyrningum á ári á landinu öllu, sem ekki nýtist sem fóður en er notað að einhverju leyti til landgræðslu. Heyfyrninga má nýta til ræktunar á ger- eða þráðsveppum, en hægt er að framleiða um 3.000 tonn af próteini úr 10.000 tonnum af heyfyrningum sem samsvarar vinnslu á 16.500 tonnum af loðnu. Þá yrðu til ýmsar aukaafurðir eins og lífrænar sýrur og vel brotinn afgangslífmassi sem mætti nýta til landgræðslu. Próteinið sem unnið er á þennan hátt má nýta til manneldis, en hentar vel til fiskeldis og í kjarnfóður fyrir búfénað. Margar þráð- og gersveppategundir koma til greina en tvær tegundir af ætt Yarrowia og Fusarium voru prófaðar og tókst ræktun þeirra ágætlega. Báðar tegundirnar eru leyfðar til manneldis í Evrópu og Bandaríkjunum. Niðurstöður verkefnisins sýna að hægt er að nota vannýtt hráefni eins og heyfyrningar til próteinmjölsframleiðslu með háhitavatni sem finnst víða á landinu. Framleiðslan kæmi í stað innflutts próteins og mundi auka framboð á góðum próteingjafa. Hún gæti skapað störf í dreifbýli, stutt við vöxt fiskeldis í landinu eða nýst í kjarnfóður í landbúnaði. Höfundur er verkefnastjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Þessi grein er hluti af ritröðinni Nýsköpun og rannsóknir sem varpar ljósi á fjölbreyttar vísindarannsóknir og nýsköpunarstarf sem unnið er að hérlendis. Greinarnar eru skrifaðar af starfsmönnum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og eru úr ársskýrslu miðstöðvarinnar. Nánari upplýsingar um Nýsköpunarmiðstöð Íslands eru á www.nmi.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nýsköpun Nýsköpun og rannsóknir Fiskeldi Mest lesið Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Bætt dagsbirta í Svansvottuðum byggingum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson skrifar Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Gæðaprótein úr vannýttu hráefni Fiskeldi eykst hröðum skrefum hér á landi og með því vex eftirspurn eftir próteini af miklum gæðum fyrir fóður. Jurtaprótein er notað í miklum mæli en minna af fiskmjöli þótt það sé talið betra. Jurtaprótein eins og sojaprótein er mun ódýrara en fiskmjöl og er þess vegna reynt að hafa sem mest af því í fóðurblöndum. Jurtaprótein geta þó ekki alfarið komið í stað fiskpróteins, m.a. vegna amínósýrusamsetningar. Heimsframleiðslan fiskeldis vex hratt en fiskmjölsframleiðsla eykst ekki að sama skapi. Hámarksnýtingu uppsjávarstofna er þegar náð og heimsafli hefur ekki aukist í áratugi. Því er nauðsynlegt að framleiða gæðaprótein eftir öðrum leiðum. Heyfyrningar og trefjaríkur lífmassi með jarðvarma Hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands hefur undanfarin ár verið unnið að verkefni sem styrkt var af Tækniþróunarsjóði sem felst í að umbreyta heyi og öðrum trefjaríkum lífmassa svo að hægt sé að framleiða prótein. Jarðvarmi (180-200° C) er nýttur til að brjóta niður hráefnið ásamt ensímum og fæst þá næringarríkur lögur sem ger- og þráðsveppir geta nýtt sér. Úr sveppunum er svo unnið próteinríkt mjöl. Prótein úr þráð- og gersveppum er svipað að gæðum og fiskprótein og ætti því að geta komið í stað þess. Höfundur á rannsóknarstofunni.Mynd/Hjörleifur Jónsson Kjarnfóður og efni til landgræðslu Að meðaltali falla til um 50.000 tonn af heyfyrningum á ári á landinu öllu, sem ekki nýtist sem fóður en er notað að einhverju leyti til landgræðslu. Heyfyrninga má nýta til ræktunar á ger- eða þráðsveppum, en hægt er að framleiða um 3.000 tonn af próteini úr 10.000 tonnum af heyfyrningum sem samsvarar vinnslu á 16.500 tonnum af loðnu. Þá yrðu til ýmsar aukaafurðir eins og lífrænar sýrur og vel brotinn afgangslífmassi sem mætti nýta til landgræðslu. Próteinið sem unnið er á þennan hátt má nýta til manneldis, en hentar vel til fiskeldis og í kjarnfóður fyrir búfénað. Margar þráð- og gersveppategundir koma til greina en tvær tegundir af ætt Yarrowia og Fusarium voru prófaðar og tókst ræktun þeirra ágætlega. Báðar tegundirnar eru leyfðar til manneldis í Evrópu og Bandaríkjunum. Niðurstöður verkefnisins sýna að hægt er að nota vannýtt hráefni eins og heyfyrningar til próteinmjölsframleiðslu með háhitavatni sem finnst víða á landinu. Framleiðslan kæmi í stað innflutts próteins og mundi auka framboð á góðum próteingjafa. Hún gæti skapað störf í dreifbýli, stutt við vöxt fiskeldis í landinu eða nýst í kjarnfóður í landbúnaði. Höfundur er verkefnastjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Þessi grein er hluti af ritröðinni Nýsköpun og rannsóknir sem varpar ljósi á fjölbreyttar vísindarannsóknir og nýsköpunarstarf sem unnið er að hérlendis. Greinarnar eru skrifaðar af starfsmönnum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og eru úr ársskýrslu miðstöðvarinnar. Nánari upplýsingar um Nýsköpunarmiðstöð Íslands eru á www.nmi.is.
Þessi grein er hluti af ritröðinni Nýsköpun og rannsóknir sem varpar ljósi á fjölbreyttar vísindarannsóknir og nýsköpunarstarf sem unnið er að hérlendis. Greinarnar eru skrifaðar af starfsmönnum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og eru úr ársskýrslu miðstöðvarinnar. Nánari upplýsingar um Nýsköpunarmiðstöð Íslands eru á www.nmi.is.
Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: Skoðun
Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar
Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: Skoðun