Erlent

Sjö lágu í valnum

Fimm ísraelskir hermenn lágu í valnum eftir árás palestínskra vígamanna á ísraelska herstöð í fyrrinótt. Vígamennirnir grófu göng undir herstöðina, sprengdu öfluga sprengju og réðust síðan á hermennina vopnaðir hríðskotarifflum. Fimm ísraelskir hermenn særðust til viðbótar þeim sem létust og tveir vígamenn létu lífið í árásinni. Ísraelar hefndu árásarinnar með því að skjóta flugskeytum á verkstæði í Gaza sem þeir segja Hamassamtökin hafa notað til að útbúa sprengjur. Hamas lýsti ábyrgð á árásinni á hendur sér ásamt samtökum sem tengjast Fatah.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×