Erlent

Eyddi gögnum um sprengjuárásina

Ríkisstjórn Jose Maria Aznars eyddi mikilvægum gögnum um atburðina kringum 11. mars þegar hryðjuverkamenn gerðu árásir á lestir í Madríd. Þessu heldur Jose Luis Rodriguez Zapatero, forsætisráðherra Spánar, fram. Hann bar í morgun vitni fyrir rannsóknarnefnd spænska þingsins og sagði þar að ríkisstjórn Aznars hefði blekkt þjóðina með stórfelldum hætti með því að kenna herskáum aðskilnaðarsinnum úr röðum Baska um hryðjuverkin. Rannsóknarmenn komust að því að hryðjuverkamenn á vegum al-Kaída hefðu framið ódæðisverkin sem kostuðu hundrað níutíu og einn lífið. Zapatero sagði stjórnvöld hafa eytt gögnum um sjónarspilið sem sett var á svið á milli ellefta mars og þess fjórtánda, þegar þingkosningar fóru fram á Spáni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×