Erlent

Gagnrýnir Berlusconi hástöfum

Romano Prodi, sem nýlega lét af embætti forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, stimplar sig á ný inn í stjórnmálalífið á Ítalíu með kraftmikilli gagnrýni á Silvio Berlusconi forsætisráðherra. Prodi segir "stórslysaástand" hafa ríkt í ítölskum stjórnmálum þau þrjú og hálft ár sem Silvio Berlusconi hefur verið þar við völd. Berlusconi hafi grafið undan dómsvaldinu, skapað óreiðu í ríkisfjármálum og aukið misrétti. Ný vinstristjórn þurfi að einbeita sér að "unga fólkinu, innflytjendum og suðurhéruðum" landsins, þar sem fátækt er meiri en annars staðar í landinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×