Traustar flugsamgöngur einn helsti drifkraftur þjóðarbússins Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 29. apríl 2020 19:00 Íslandsbanki, Kviku banki og Landsbankinn vinna nú með Icelandair að væntanlegu hlutafjárútboði. Fagfjárfestar hafa sagt að engar ákvarðanir verði teknar um frekari fjárfestingar í félaginu fyrr en allar upplýsingar liggja fyrir. Í nýlegri skýrslu IATA sem byggir á gögnum frá Oxford kemur fram að flugsamgöngur við landið séu einn helsti drifkraftur íslensk efnahagslífs. Greinendur sem fréttastofa hefur rætt við í dag eru á sama máli. Félag íslenskra atvinnuflugmanna sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem skorað er á stjórnvöld að tryggja framtíð Icelandair.Jón Þór Þorvaldsson formaður félagsins segir það gríðarlega mikilvægt. Jón Þór Þorvaldsson formaður FIA.Vísir/Arnar „Ríkið ætti núna að lýsa yfir að það ætli að styðja félagið með myndarlegum hætti án skilyrða því hagsmunir sem eru í húfi fyrir íslenskt efnahagslíf eru einfaldlega það miklir,“ segir Jón Þór. Stjórnvöld lýstu í gær yfir að þau muni greiða uppsagnarfrest starfsmanna hjá fyrirtækjum sem hafa orðið fyrir höggi vegna kórónuveirufaraldursins. Það á við um Icelandair. Jón Þór segir þetta ekki nægan stuðning fyrir félagið. „Þetta er tímabundið úrræði fyrir Icelandair og starfsmenn og ef menn missa niður þessa innviði er erfiðara að snúa til baka,“ segir hann. Icelandair sagði upp tvöþúsund manns í gær og hafa 96% flugmanna þar misst vinnuna. „Þetta eru uppsagnir af þeirri stærðargráðu sem við höfum ekki séð áður og það er mín skoðun að þarna hafi verið skorið inn að beini og jafnvel hreyft við þar,“ segir hann. Sara Hlín Sigurðardóttir er meðal þeirra sem missti vinnuna hjá Icelandair í gær.Vísir/Arnar Sara Hlín Sigurðardóttir er meðal þeirra flugmanna sem missti vinnuna hjá Icelandair í gær en hún hefur starfað hjá félaginu síðan árið 2005. „Þetta er gríðarlega erfitt maður hélt að maður væri búin með þennan pakka. Við flugmenn höfum getað leitað í það að leita annað en það er ekki hægt í dag vegna ástandsins í heiminum. Þetta er högg mikið högg,“ segir hún að lokum. Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Tengdar fréttir „Furðulegt að ríkið skuli ekki gefa upp merki um að það ætli að styðja við Icelandair“ Þrír bankar vinna með Icelandair að væntanlegu hlutafjárútboði. Fagfjárfestar segja að engar ákvarðanir verði teknar um frekari fjárfestingar fyrr en allar upplýsingar liggja fyrir. Formaður FÍA gagnrýnir að stjórnvöld komi ekki beint að félaginu. 29. apríl 2020 13:10 Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Íslandsbanki, Kviku banki og Landsbankinn vinna nú með Icelandair að væntanlegu hlutafjárútboði. Fagfjárfestar hafa sagt að engar ákvarðanir verði teknar um frekari fjárfestingar í félaginu fyrr en allar upplýsingar liggja fyrir. Í nýlegri skýrslu IATA sem byggir á gögnum frá Oxford kemur fram að flugsamgöngur við landið séu einn helsti drifkraftur íslensk efnahagslífs. Greinendur sem fréttastofa hefur rætt við í dag eru á sama máli. Félag íslenskra atvinnuflugmanna sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem skorað er á stjórnvöld að tryggja framtíð Icelandair.Jón Þór Þorvaldsson formaður félagsins segir það gríðarlega mikilvægt. Jón Þór Þorvaldsson formaður FIA.Vísir/Arnar „Ríkið ætti núna að lýsa yfir að það ætli að styðja félagið með myndarlegum hætti án skilyrða því hagsmunir sem eru í húfi fyrir íslenskt efnahagslíf eru einfaldlega það miklir,“ segir Jón Þór. Stjórnvöld lýstu í gær yfir að þau muni greiða uppsagnarfrest starfsmanna hjá fyrirtækjum sem hafa orðið fyrir höggi vegna kórónuveirufaraldursins. Það á við um Icelandair. Jón Þór segir þetta ekki nægan stuðning fyrir félagið. „Þetta er tímabundið úrræði fyrir Icelandair og starfsmenn og ef menn missa niður þessa innviði er erfiðara að snúa til baka,“ segir hann. Icelandair sagði upp tvöþúsund manns í gær og hafa 96% flugmanna þar misst vinnuna. „Þetta eru uppsagnir af þeirri stærðargráðu sem við höfum ekki séð áður og það er mín skoðun að þarna hafi verið skorið inn að beini og jafnvel hreyft við þar,“ segir hann. Sara Hlín Sigurðardóttir er meðal þeirra sem missti vinnuna hjá Icelandair í gær.Vísir/Arnar Sara Hlín Sigurðardóttir er meðal þeirra flugmanna sem missti vinnuna hjá Icelandair í gær en hún hefur starfað hjá félaginu síðan árið 2005. „Þetta er gríðarlega erfitt maður hélt að maður væri búin með þennan pakka. Við flugmenn höfum getað leitað í það að leita annað en það er ekki hægt í dag vegna ástandsins í heiminum. Þetta er högg mikið högg,“ segir hún að lokum.
Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Tengdar fréttir „Furðulegt að ríkið skuli ekki gefa upp merki um að það ætli að styðja við Icelandair“ Þrír bankar vinna með Icelandair að væntanlegu hlutafjárútboði. Fagfjárfestar segja að engar ákvarðanir verði teknar um frekari fjárfestingar fyrr en allar upplýsingar liggja fyrir. Formaður FÍA gagnrýnir að stjórnvöld komi ekki beint að félaginu. 29. apríl 2020 13:10 Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
„Furðulegt að ríkið skuli ekki gefa upp merki um að það ætli að styðja við Icelandair“ Þrír bankar vinna með Icelandair að væntanlegu hlutafjárútboði. Fagfjárfestar segja að engar ákvarðanir verði teknar um frekari fjárfestingar fyrr en allar upplýsingar liggja fyrir. Formaður FÍA gagnrýnir að stjórnvöld komi ekki beint að félaginu. 29. apríl 2020 13:10