Öllum 152 sagt upp hjá Arctic Adventures Stefán Ó. Jónsson skrifar 29. apríl 2020 16:03 Úr kynningarefni Arctic Adventures. Artic Adventures Öllum 152 starfsmönnum ferðaþjónustufyrirtækisins Arctic Adventures og dótturfélaga verður sagt upp. Uppsagnir þeirra taka gildi um mánaðamótin. Frá þessu greinir Styrmir Þór Bragason, forstjóri Arctic Adventures, í tölvupósti sem hann sendi starfsfólki í dag og Mannlíf birtir. Styrmir hafði áður lýst óánægju með útspil stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins og kallaði eftir því að meira mið yrði tekið af stærstu atvinnugrein landsins, ferðaþjónustunni. Segja má að stjórnvöld hafi svarað kalli hans í gær þegar þau tilkynntu að hið opinbera myndi greiða hluta af uppsagnafresti fólks. Starfsmenn Arctic Adventures höfðu flestir verið komnir niður í 25 prósent starfshlutfall á móti atvinnuleysisbótum, úrræði sem kynnt var í fyrsta aðgerðapakka stjórnvalda, en þeim hefur nú öllum verið sagt upp sem fyrr segir. Styrmir segist þó í bréfi sínu vona að hægt verði að endurráða flest starfsfólk aftur. Sjá einnig: Beið spenntur eftir útspili stjórnvalda en féllust svo hendur Fyrst þurfi að ráðast í „umfangsmikla endurskipulagningu bæði á rekstri og fjárhag Arctic Adventures og dótturfélaga þess. Til að lágmarka áhættu og aðlaga félagið að breyttu rekstrarumhverfi hefur sú erfiða ákvörðun verið tekin að segja upp öllum starfsmönnum Straumhvarfs, Adventure hotels og ITG og miðast uppsagnirnar við 1. maí,“ eins og Styrmir orðar það í pósti sínum. Mikill uppgangur hefur verið hjá Arctic Adventures á síðustu árum, samhliða fjölgun ferðamanna. Þannig hagnaðist Straumhvarf ehf., rekstrarfélag Arctic Adventures, um 747 milljónir samkvæmt ársreikningi síðasta árs, tvöfalt meira árið á undan. Eigið fé jókst um næstum milljarð á milli ára og hefur félagið greitt næstum 730 milljóna arð til hluthafa undanfarin tvö rekstarár, þar af um 530 milljónir eftir uppgjör síðasta árs. Arctic Adventures var þannig metið á 12 milljarða króna í ársreikningi Icelandic Tourist Fund í fyrra. Dagurinn hefur verið blóðugur á íslenskum vinnumarkaði. Fyrir hádegi hafði Vinnumálastofnun borist átta tilkynningar um hópuppsagnir þar sem næstum 300 misstu vinnuna. Kynnisferðir sögðu upp 150, Gray Line 107, Fríhöfnin 30 auk þess sem meirihluta starfsmanna Iceland Travel var sagt upp störfum. Þá var öllum jafnframt sagt upp á Hótel Sögu, eins og Vísir greindi frá nú síðdegis. Vinnumarkaður Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir 265 missa vinnuna í átta hópuppsögnum 265 missa vinnuna í þessum átta hópuppsögnum og allar nema ein tengjast fyrirtækjum í ferðaþjónustu. 29. apríl 2020 12:08 Mest lesið Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Viðskipti innlent Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Hrun í makríl og kolmunna Viðskipti innlent Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Viðskipti innlent Snaps teygir anga sína út á Hlemm Viðskipti innlent Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Sjá meira
Öllum 152 starfsmönnum ferðaþjónustufyrirtækisins Arctic Adventures og dótturfélaga verður sagt upp. Uppsagnir þeirra taka gildi um mánaðamótin. Frá þessu greinir Styrmir Þór Bragason, forstjóri Arctic Adventures, í tölvupósti sem hann sendi starfsfólki í dag og Mannlíf birtir. Styrmir hafði áður lýst óánægju með útspil stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins og kallaði eftir því að meira mið yrði tekið af stærstu atvinnugrein landsins, ferðaþjónustunni. Segja má að stjórnvöld hafi svarað kalli hans í gær þegar þau tilkynntu að hið opinbera myndi greiða hluta af uppsagnafresti fólks. Starfsmenn Arctic Adventures höfðu flestir verið komnir niður í 25 prósent starfshlutfall á móti atvinnuleysisbótum, úrræði sem kynnt var í fyrsta aðgerðapakka stjórnvalda, en þeim hefur nú öllum verið sagt upp sem fyrr segir. Styrmir segist þó í bréfi sínu vona að hægt verði að endurráða flest starfsfólk aftur. Sjá einnig: Beið spenntur eftir útspili stjórnvalda en féllust svo hendur Fyrst þurfi að ráðast í „umfangsmikla endurskipulagningu bæði á rekstri og fjárhag Arctic Adventures og dótturfélaga þess. Til að lágmarka áhættu og aðlaga félagið að breyttu rekstrarumhverfi hefur sú erfiða ákvörðun verið tekin að segja upp öllum starfsmönnum Straumhvarfs, Adventure hotels og ITG og miðast uppsagnirnar við 1. maí,“ eins og Styrmir orðar það í pósti sínum. Mikill uppgangur hefur verið hjá Arctic Adventures á síðustu árum, samhliða fjölgun ferðamanna. Þannig hagnaðist Straumhvarf ehf., rekstrarfélag Arctic Adventures, um 747 milljónir samkvæmt ársreikningi síðasta árs, tvöfalt meira árið á undan. Eigið fé jókst um næstum milljarð á milli ára og hefur félagið greitt næstum 730 milljóna arð til hluthafa undanfarin tvö rekstarár, þar af um 530 milljónir eftir uppgjör síðasta árs. Arctic Adventures var þannig metið á 12 milljarða króna í ársreikningi Icelandic Tourist Fund í fyrra. Dagurinn hefur verið blóðugur á íslenskum vinnumarkaði. Fyrir hádegi hafði Vinnumálastofnun borist átta tilkynningar um hópuppsagnir þar sem næstum 300 misstu vinnuna. Kynnisferðir sögðu upp 150, Gray Line 107, Fríhöfnin 30 auk þess sem meirihluta starfsmanna Iceland Travel var sagt upp störfum. Þá var öllum jafnframt sagt upp á Hótel Sögu, eins og Vísir greindi frá nú síðdegis.
Vinnumarkaður Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir 265 missa vinnuna í átta hópuppsögnum 265 missa vinnuna í þessum átta hópuppsögnum og allar nema ein tengjast fyrirtækjum í ferðaþjónustu. 29. apríl 2020 12:08 Mest lesið Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Viðskipti innlent Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Hrun í makríl og kolmunna Viðskipti innlent Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Viðskipti innlent Snaps teygir anga sína út á Hlemm Viðskipti innlent Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Sjá meira
265 missa vinnuna í átta hópuppsögnum 265 missa vinnuna í þessum átta hópuppsögnum og allar nema ein tengjast fyrirtækjum í ferðaþjónustu. 29. apríl 2020 12:08