Fyrsta flýtiverkið boðið út og skal lokið á fimm mánuðum Kristján Már Unnarsson skrifar 2. apríl 2020 08:57 Vegarkaflinn sem á að breikka er milli Hádegismóa og Vesturlandsvegar. Þegar vegurinn var upphaflega lagður var gert ráð fyrir breikkun og sprengt fyrir eystri akbrautinni. Vísir/KMU. Vegagerðin hefur boðið út tvöföldun Suðurlandsvegar norðan Rauðavatns í Reykjavík, frá Vesturlandsvegi að Bæjarhálsi og Hádegismóum. Ljúka á gerð eystri akbrautar en við það breikkar þessi 1,4 kílómetra vegarkafli úr tveggja akreina leið í fjögurra, með aðskildum akstursstefnum og vegriði á milli. Þetta er fyrsta stóra verkið sem Vegagerðin býður út á lista þingsályktunar um sérstakt tímabundið fjárfestingarátak, sem Alþingi samþykkti á mánudag, aðeins fimm dögum eftir að tillagan var lögð fram í þinginu. Auglýsing um útboðið birtist sama dag á vef Vegagerðarinnar. Tilboðsfrestur rennur út þriðjudaginn 21. apríl og verða þau opnuð samdægurs. Samkvæmt útboðslýsingu skal verkinu að fullu lokið eigi síðar en 1. nóvember 2020. Liður í verkinu er að lengja undirgöngin þar sem Krókháls liggur undir Suðurlandsveg.Vísir/KMU. Þetta þýðir að sá verktaki sem fær verkefnið þarf aldeilis að bretta upp ermar. Ef þær forsendur eru gefnar að það taki 3-4 vikur að yfirfara tilboð og ganga frá verksamningi og verktaki þurfi síðan 1-2 vikur til að undirbúa sig má vart búast við að hann geti hafist handa fyrr en í byrjun júnímánaðar. Þetta þýðir að hann þarf að klára verkið á innan við fimm mánuðum. Verkið felst ekki aðeins í að leggja nýjan tveggja akreina veg með tvöföldu malbiki. Tengja þarf akbrautina við núverandi vegakerfi, hækka 20 brunna og tengja niðurföll, setja upp 30 ljósastaura og 3,4 kílómetra af vegriði. Þá þarf að lengja og breikka undirgöng við Krókháls. Af öðrum verkum sem Vegagerðin hefur boðið út í þessari viku má nefna uppbyggingu og malbikun fimm kílómetra vegarkafla við Gaulverjabæ í Flóa, austan Stokkseyrar. Þar á að leggja klæðningu á Hamarsveg milli Félagslundar og Hamarshjáleigu. Þar er væntanlegum verktaka einnig gert að spýta í lófana því verklok eru 1. ágúst 2020, þannig að verktími verður vart meira en rétt um tveir mánuðir. Í síðustu viku var boðin út gerð nýs 2,6 kílómetra vegarkafla í Ísafjarðardjúpi, um Hattardal í Álftafirði, sunnan Súðavíkur. Þar á að færa þjóðveginn út að ströndinni og fjær bæjunum í Hattardal og smíða nýja 17 metra langa brú í stað einbreiðrar brúar sem þarna er á Djúpvegi. Því verki skal lokið 15. júlí 2021. Samgöngur Umferðaröryggi Reykjavík Flóahreppur Súðavíkurhreppur Tengdar fréttir Reykjanesbraut og Biskupsbeygja meðal þess sem flýta á í vegagerð Breikkun Reykjanesbrautar á ólokna kaflanum framhjá Straumsvík milli Krýsuvíkurvegar og Hvassahrauns er meðal þeirra verkefna í vegagerð sem fá flýtifé, samkvæmt tillögu ríkisstjórnarinnar. 26. mars 2020 15:16 Mest lesið Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Viðskipti innlent Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Viðskipti innlent Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Viðskipti innlent Snaps teygir anga sína út á Hlemm Viðskipti innlent Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Hrun í makríl og kolmunna Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Sjá meira
Vegagerðin hefur boðið út tvöföldun Suðurlandsvegar norðan Rauðavatns í Reykjavík, frá Vesturlandsvegi að Bæjarhálsi og Hádegismóum. Ljúka á gerð eystri akbrautar en við það breikkar þessi 1,4 kílómetra vegarkafli úr tveggja akreina leið í fjögurra, með aðskildum akstursstefnum og vegriði á milli. Þetta er fyrsta stóra verkið sem Vegagerðin býður út á lista þingsályktunar um sérstakt tímabundið fjárfestingarátak, sem Alþingi samþykkti á mánudag, aðeins fimm dögum eftir að tillagan var lögð fram í þinginu. Auglýsing um útboðið birtist sama dag á vef Vegagerðarinnar. Tilboðsfrestur rennur út þriðjudaginn 21. apríl og verða þau opnuð samdægurs. Samkvæmt útboðslýsingu skal verkinu að fullu lokið eigi síðar en 1. nóvember 2020. Liður í verkinu er að lengja undirgöngin þar sem Krókháls liggur undir Suðurlandsveg.Vísir/KMU. Þetta þýðir að sá verktaki sem fær verkefnið þarf aldeilis að bretta upp ermar. Ef þær forsendur eru gefnar að það taki 3-4 vikur að yfirfara tilboð og ganga frá verksamningi og verktaki þurfi síðan 1-2 vikur til að undirbúa sig má vart búast við að hann geti hafist handa fyrr en í byrjun júnímánaðar. Þetta þýðir að hann þarf að klára verkið á innan við fimm mánuðum. Verkið felst ekki aðeins í að leggja nýjan tveggja akreina veg með tvöföldu malbiki. Tengja þarf akbrautina við núverandi vegakerfi, hækka 20 brunna og tengja niðurföll, setja upp 30 ljósastaura og 3,4 kílómetra af vegriði. Þá þarf að lengja og breikka undirgöng við Krókháls. Af öðrum verkum sem Vegagerðin hefur boðið út í þessari viku má nefna uppbyggingu og malbikun fimm kílómetra vegarkafla við Gaulverjabæ í Flóa, austan Stokkseyrar. Þar á að leggja klæðningu á Hamarsveg milli Félagslundar og Hamarshjáleigu. Þar er væntanlegum verktaka einnig gert að spýta í lófana því verklok eru 1. ágúst 2020, þannig að verktími verður vart meira en rétt um tveir mánuðir. Í síðustu viku var boðin út gerð nýs 2,6 kílómetra vegarkafla í Ísafjarðardjúpi, um Hattardal í Álftafirði, sunnan Súðavíkur. Þar á að færa þjóðveginn út að ströndinni og fjær bæjunum í Hattardal og smíða nýja 17 metra langa brú í stað einbreiðrar brúar sem þarna er á Djúpvegi. Því verki skal lokið 15. júlí 2021.
Samgöngur Umferðaröryggi Reykjavík Flóahreppur Súðavíkurhreppur Tengdar fréttir Reykjanesbraut og Biskupsbeygja meðal þess sem flýta á í vegagerð Breikkun Reykjanesbrautar á ólokna kaflanum framhjá Straumsvík milli Krýsuvíkurvegar og Hvassahrauns er meðal þeirra verkefna í vegagerð sem fá flýtifé, samkvæmt tillögu ríkisstjórnarinnar. 26. mars 2020 15:16 Mest lesið Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Viðskipti innlent Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Viðskipti innlent Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Viðskipti innlent Snaps teygir anga sína út á Hlemm Viðskipti innlent Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Hrun í makríl og kolmunna Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Sjá meira
Reykjanesbraut og Biskupsbeygja meðal þess sem flýta á í vegagerð Breikkun Reykjanesbrautar á ólokna kaflanum framhjá Straumsvík milli Krýsuvíkurvegar og Hvassahrauns er meðal þeirra verkefna í vegagerð sem fá flýtifé, samkvæmt tillögu ríkisstjórnarinnar. 26. mars 2020 15:16