Erlent

Þakka taílensku þjóðinni

Forsætisráðherrar Svíþjóðar, Noregs og Finnlands hittu í dag ýmsa ráðamenn Taílands, þ.á m. forsætisráðherra landsins og kónginn, til að þakka þjóðinni fyrir hennar þátt í að bjarga og hlúa að þeim Svíum, Norðmönnum og Finnum sem lentu í og áttu um sárt að binda eftir flóðin við Indlandshaf á dögunum. Meðal þeirra sem létust í hamförunum voru fimmtíu og tveir Svíar, fimmtán Finnar og tólf Norðmenn en meira en tvö þúsund manns frá löndunum þremur er enn saknað. Ráðherrarnir munu heimsækja flóðasvæðin á morgun en nærri þrjátíu þúsund Norðurlandabúar voru staddir þar þegar flóðbylgjan reið yfir á annan dag jóla.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×