Erlent

Þakklát að vera á lífi

Íslendingarnir átta sem voru í mánuð í Taílandi komu heim um helgina. Ein úr hópnum, Margrét Þorvaldsdóttir, segir að það hafi verið hryllilegt að upplifa flóðið og skelfingarnar sem á eftir fylgdu. "Við fórum ekkert af hótelinu en fylgdumst með sjónum. Við löbbuðum aðeins niður á ströndina og þar sá maður mikið af fólki leita að einhverju að hirða, til dæmis vörum úr stórmarkaði sem var þarna. Svo sá maður pallbíla með líkpoka. Lyktin var hræðileg, klóakið og þetta allt blandaðist saman en við vorum með klúta fyrir vitum," segir hún. Íslendingarnir ákváðu að vera áfram í Taílandi þrátt fyrir flóðið og voru í tæpa viku á hótelinu á Phatong-ströndinni og fóru svo til Chang Mai-borgar norðar í landinu. Þar dvöldu þau í nokkurn tíma áður en þau héldu í áttina til Bangkok. Mikil samstaða var í hópnum og þau studdu hvert annað. "Við töluðum saman og svo komu stundir þar sem við héldum utan um hvert annað. Maður er þakklátur fyrir að vera á lífi," segir Margrét.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×