Leiguverðið var ekki lengur í Paradís Stefán Ó. Jónsson skrifar 30. janúar 2020 11:03 Eigendur húsnæðisins sem hýsir Bíó Paradís vilja markaðsverð fyrir leiguna. Gamall leigusamningur var forsendan fyrir rekstri kvikmyndahússins að sögn framkvæmdastjóra Bíós Paradísar. Vísir/vilhelm „Það sem er að gerast er einfaldlega það að við erum að missa húsnæðið,“ segir Hrönn Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri Bíós Paradísar. Greint var frá því í morgun að til standi að loka kvikmyndahúsinu þann 1. maí næstkomandi að óbreyttu, öllu starfsfólki hefur verið sagt upp og fær það þriggja mánaða uppsagnarfrest. Hrönn segir ekki við rekstur kvikmyndahússins að sakast, hann gangi mjög vel. „Við höfum aldrei fengið fleiri gesti eða haldið fleiri viðburði. Starfið er í miklum blóma - en húsnæðið er að fara.“ Ekki bæti úr skák að húsnæðið að Hverfisgötu 54 er í niðurníðslu að sögn Hrannar. Það kalli á framkvæmdir sem sjálfseignarstofnun í menningargeiranum ráði ekki við eitt og sér. Hún segir eigendur hússins, aðstandendur félagsins Karls mikla ehf., hafa lengi sýnt því áhuga að innheimta „eðlilegt markaðsverð á leigunni,“ eins og Hrönn orðar það. Leigan hafi verið lág, undir markaðsverði, en þurfi að þrefaldast til fjórfaldast núna. „Við vorum nefnilega svo heppin að þegar þeir keyptu húsnæðið að þá vorum við með leigusamning sem gerði okkur kleift að leigja á viðráðanlegu verði. Satt best að segja þá væri Bíó Paradís ekki til í dag ef við hefðum ekki verið á þessari góðu, lágu leigu.“ Nú er sá leigusamningur hins vegar útrunninn og aðstandendum Bíós Paradísar hefur ekki tekist að semja um leiguverð sem þeir „ráða við“ að sögn Hrannar. Því sé fátt annað í kortunum á þessari stundu en að skella í lás. Henni og öðru starfsfólki á skrifstofunni verði sagt upp 1. apríl og munu þau verja maí- og júnímánuðum í að skila af sér húsnæðinu. Reynt verði að koma eignum kvikmyndahússins í verð - „og þá mun Bíó Paradís heyra sögunni til,“ segir Hrönn. Hrönn Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri Bíós Paradísar.vísir/vilhelm Aðspurð hvort horft hafi verið til annarrar staðsetningar fyrir kvikmyndahúsið segir Hrönn að þeir kostir sem litið hafi verið til myndu kosta Bíó Paradís álíka mikið og tilvonandi leiguverð á Hverfisgötu. „Við vonum - og erum ennþá að reyna - að ræða við ríki og borg um stöðuna. Við létum þau vita fyrir löngu að þessi staða kæmi upp ef að ekki kæmi til aukinn stuðningur eða einhver önnur úrræði. Við erum að að sjálfsögðu að reyna að gera allt sem í okkar valdi stendur til að bjarga þessu máli,“ segir Hrönn og bætir við að fjárhagslegur stuðningur hins opinbera hafi aldrei verið meiri en fimmtungur af veltu kvikmyndahússins. Áttatíu prósent fjármagnsins hafi þau því aflað sjálf í gegnum reksturinn. Hún vonar að hið opinbera sjái gildið í því sem þau hjá Bíó Paradís hafa gert í gegnum tíðina; nefnir ókeypis bíósýningar fyrir skólabörn til að efla kvikmyndalæsi sem dæmi, auk ótal stærri og minni kvikmyndaviðburða. „Það er ekkert annað eins hús á landinu.“ Fjölmargir hafa grátið yfirvofandi brotthvarf bíósins á samfélagsmiðlum og segist Hrönn vera þakklát fyrir stuðninginn. „Mér finnst eins og að á þeim 10 árum sem við höfum verið starfandi þá höfum við snert hug og hjörtu margra. Við eigum marga góða fastagesti og höfum sýnt fólki að kvikmyndamenning getur þrifist í Reykjavík. Við getum átt listrænt og menningarlegt bíó þar sem allir eru boðnir velkomnir, þar sem allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi,“ segir Hrönn. „Ég vona svo sannarlega að þetta endi vel. Við erum við öllu búin. Það hefði verið óábyrgt af mér að segja ekki upp starfsfólkinu mínu og loka húsinu því eins og málin standa núna þá er ekkert annað uppi á borðum.“ Bíó og sjónvarp Menning Reykjavík Tengdar fréttir Skella í lás hjá Bíó Paradís eftir þrjá mánuði Bíó Paradís við Hverfisgötu í Reykjavík verður lokað frá og með 1. maí næstkomandi og öllu starfsfólki bíósins hefur verið sagt upp störfum. 30. janúar 2020 08:45 Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Sjá meira
„Það sem er að gerast er einfaldlega það að við erum að missa húsnæðið,“ segir Hrönn Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri Bíós Paradísar. Greint var frá því í morgun að til standi að loka kvikmyndahúsinu þann 1. maí næstkomandi að óbreyttu, öllu starfsfólki hefur verið sagt upp og fær það þriggja mánaða uppsagnarfrest. Hrönn segir ekki við rekstur kvikmyndahússins að sakast, hann gangi mjög vel. „Við höfum aldrei fengið fleiri gesti eða haldið fleiri viðburði. Starfið er í miklum blóma - en húsnæðið er að fara.“ Ekki bæti úr skák að húsnæðið að Hverfisgötu 54 er í niðurníðslu að sögn Hrannar. Það kalli á framkvæmdir sem sjálfseignarstofnun í menningargeiranum ráði ekki við eitt og sér. Hún segir eigendur hússins, aðstandendur félagsins Karls mikla ehf., hafa lengi sýnt því áhuga að innheimta „eðlilegt markaðsverð á leigunni,“ eins og Hrönn orðar það. Leigan hafi verið lág, undir markaðsverði, en þurfi að þrefaldast til fjórfaldast núna. „Við vorum nefnilega svo heppin að þegar þeir keyptu húsnæðið að þá vorum við með leigusamning sem gerði okkur kleift að leigja á viðráðanlegu verði. Satt best að segja þá væri Bíó Paradís ekki til í dag ef við hefðum ekki verið á þessari góðu, lágu leigu.“ Nú er sá leigusamningur hins vegar útrunninn og aðstandendum Bíós Paradísar hefur ekki tekist að semja um leiguverð sem þeir „ráða við“ að sögn Hrannar. Því sé fátt annað í kortunum á þessari stundu en að skella í lás. Henni og öðru starfsfólki á skrifstofunni verði sagt upp 1. apríl og munu þau verja maí- og júnímánuðum í að skila af sér húsnæðinu. Reynt verði að koma eignum kvikmyndahússins í verð - „og þá mun Bíó Paradís heyra sögunni til,“ segir Hrönn. Hrönn Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri Bíós Paradísar.vísir/vilhelm Aðspurð hvort horft hafi verið til annarrar staðsetningar fyrir kvikmyndahúsið segir Hrönn að þeir kostir sem litið hafi verið til myndu kosta Bíó Paradís álíka mikið og tilvonandi leiguverð á Hverfisgötu. „Við vonum - og erum ennþá að reyna - að ræða við ríki og borg um stöðuna. Við létum þau vita fyrir löngu að þessi staða kæmi upp ef að ekki kæmi til aukinn stuðningur eða einhver önnur úrræði. Við erum að að sjálfsögðu að reyna að gera allt sem í okkar valdi stendur til að bjarga þessu máli,“ segir Hrönn og bætir við að fjárhagslegur stuðningur hins opinbera hafi aldrei verið meiri en fimmtungur af veltu kvikmyndahússins. Áttatíu prósent fjármagnsins hafi þau því aflað sjálf í gegnum reksturinn. Hún vonar að hið opinbera sjái gildið í því sem þau hjá Bíó Paradís hafa gert í gegnum tíðina; nefnir ókeypis bíósýningar fyrir skólabörn til að efla kvikmyndalæsi sem dæmi, auk ótal stærri og minni kvikmyndaviðburða. „Það er ekkert annað eins hús á landinu.“ Fjölmargir hafa grátið yfirvofandi brotthvarf bíósins á samfélagsmiðlum og segist Hrönn vera þakklát fyrir stuðninginn. „Mér finnst eins og að á þeim 10 árum sem við höfum verið starfandi þá höfum við snert hug og hjörtu margra. Við eigum marga góða fastagesti og höfum sýnt fólki að kvikmyndamenning getur þrifist í Reykjavík. Við getum átt listrænt og menningarlegt bíó þar sem allir eru boðnir velkomnir, þar sem allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi,“ segir Hrönn. „Ég vona svo sannarlega að þetta endi vel. Við erum við öllu búin. Það hefði verið óábyrgt af mér að segja ekki upp starfsfólkinu mínu og loka húsinu því eins og málin standa núna þá er ekkert annað uppi á borðum.“
Bíó og sjónvarp Menning Reykjavík Tengdar fréttir Skella í lás hjá Bíó Paradís eftir þrjá mánuði Bíó Paradís við Hverfisgötu í Reykjavík verður lokað frá og með 1. maí næstkomandi og öllu starfsfólki bíósins hefur verið sagt upp störfum. 30. janúar 2020 08:45 Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Sjá meira
Skella í lás hjá Bíó Paradís eftir þrjá mánuði Bíó Paradís við Hverfisgötu í Reykjavík verður lokað frá og með 1. maí næstkomandi og öllu starfsfólki bíósins hefur verið sagt upp störfum. 30. janúar 2020 08:45