Skella í lás hjá Bíó Paradís eftir þrjá mánuði Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. janúar 2020 08:45 Áhugafólk um kvikmyndir fer reglulega í Bíó Paradís. Vísir/Vilhelm Bíó Paradís við Hverfisgötu í Reykjavík verður lokað frá og með 1. maí næstkomandi og öllu starfsfólki bíósins hefur verið sagt upp störfum. Þetta staðfestir Hrönn Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri bíósins, við Vísi. Framundan er stjórnarfundur hjá Heimi kvikmyndanna klukkan níu þar sem staða bíósins verður til umræðu. Starfsfólk bíósins mun vera með þriggja mánaða uppsagnarfrest. Þess vegna er gert ráð fyrir því að starfsemin haldist óbreytt í febrúar, mars og apríl. Bíó Paradís stendur við Hverfisgötu 52 og er með húsnæðið á leigu. Húsnæðið er í eigu félagsins Karls Mikla ehf. Eftir því sem fréttastofa kemst næst mun hækkun á leigu hafa sett rekstur bíósins í uppnám. Karl Mikli ehf. er í eigu þriggja félaga: AH verkataka ehf., sem er í eigu Arnars Haukssonar og Hauks Halldórssonar. GPS Invest ehf., sem er í eigu PÁJ Invest ehf. sem svo er í eigu Péturs Árna Jónssonar. Ægis Invest ehf. sem svo er í eigu Gísla Haukssonar. Arnar og Gísli eru bræður sem voru lengi tengdir fjárfestingafélaginu GAMMA, rétt eins og Pétur Árni. Bíó Paradís var opnað í september 2010 og fagnar því tíu ára afmæli á þessu ári. Þar var áður bíó sem hét Regnboginn en bíóið gekk í endurnýjun lífdaga. Lagt var upp með að bíóið hefði á dagskrá sinni nýjar áhugaverðar kvikmyndir víðsvegar að, auk hverskyns eldri mynda erlendra sem innlendra, hýsa kvikmyndahátíðir og standa fyrir hverskyns kvikmyndatengdum viðburðum. „Reglulegar sýningar á perlum kvikmyndanna fyrir börn og unglinga fara fram í húsinu, þar sem markmiðið er að efla þekkingu og menntun á þessari mikilvægu listgrein. Bíó Paradís er því nokkurskonar hjarta kvikmyndamenningar í landinu; áfangastaður allra þeirra sem vilja eiga góðar stundir í afslöppuðu umhverfi sem angar af andrúmslofti kvikmyndanna. Hús af þessu tagi eru meðal lykilstofnana höfuðborga víðsvegar um heim, vinsælir áfangastaðir fyrir heimamenn jafnt sem ferðamenn. Þau má til dæmis finna á öllum Norðurlöndunum, í flestum Evrópulöndum og í helstu borgum Bandaríkjanna og Kanada,“ segir á heimasíðu bíósins. Nokkur umræða hefur skapast á Twitter vegna tíðinda. Ari Eldjárn, grínisti og mikill kvikmyndaáhugamaður, er miður sín. Leigan er að hækka. Leigusalar eru Gísli Hauks og félagar. Hér vantar lagaumgjörð sem ver leigjendur. Þetta er markaðurinn. Verði okkur að góðu. https://t.co/YN932WUukY— Kristín Soffía (@KristinSoffia) January 30, 2020 What?!? Hvernig gat þetta gerst? Hvað er hægt að gera?— Ari Eldjárn (@arieldjarn) January 30, 2020 Bíó og sjónvarp Menning Reykjavík Mest lesið „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Bíó Paradís við Hverfisgötu í Reykjavík verður lokað frá og með 1. maí næstkomandi og öllu starfsfólki bíósins hefur verið sagt upp störfum. Þetta staðfestir Hrönn Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri bíósins, við Vísi. Framundan er stjórnarfundur hjá Heimi kvikmyndanna klukkan níu þar sem staða bíósins verður til umræðu. Starfsfólk bíósins mun vera með þriggja mánaða uppsagnarfrest. Þess vegna er gert ráð fyrir því að starfsemin haldist óbreytt í febrúar, mars og apríl. Bíó Paradís stendur við Hverfisgötu 52 og er með húsnæðið á leigu. Húsnæðið er í eigu félagsins Karls Mikla ehf. Eftir því sem fréttastofa kemst næst mun hækkun á leigu hafa sett rekstur bíósins í uppnám. Karl Mikli ehf. er í eigu þriggja félaga: AH verkataka ehf., sem er í eigu Arnars Haukssonar og Hauks Halldórssonar. GPS Invest ehf., sem er í eigu PÁJ Invest ehf. sem svo er í eigu Péturs Árna Jónssonar. Ægis Invest ehf. sem svo er í eigu Gísla Haukssonar. Arnar og Gísli eru bræður sem voru lengi tengdir fjárfestingafélaginu GAMMA, rétt eins og Pétur Árni. Bíó Paradís var opnað í september 2010 og fagnar því tíu ára afmæli á þessu ári. Þar var áður bíó sem hét Regnboginn en bíóið gekk í endurnýjun lífdaga. Lagt var upp með að bíóið hefði á dagskrá sinni nýjar áhugaverðar kvikmyndir víðsvegar að, auk hverskyns eldri mynda erlendra sem innlendra, hýsa kvikmyndahátíðir og standa fyrir hverskyns kvikmyndatengdum viðburðum. „Reglulegar sýningar á perlum kvikmyndanna fyrir börn og unglinga fara fram í húsinu, þar sem markmiðið er að efla þekkingu og menntun á þessari mikilvægu listgrein. Bíó Paradís er því nokkurskonar hjarta kvikmyndamenningar í landinu; áfangastaður allra þeirra sem vilja eiga góðar stundir í afslöppuðu umhverfi sem angar af andrúmslofti kvikmyndanna. Hús af þessu tagi eru meðal lykilstofnana höfuðborga víðsvegar um heim, vinsælir áfangastaðir fyrir heimamenn jafnt sem ferðamenn. Þau má til dæmis finna á öllum Norðurlöndunum, í flestum Evrópulöndum og í helstu borgum Bandaríkjanna og Kanada,“ segir á heimasíðu bíósins. Nokkur umræða hefur skapast á Twitter vegna tíðinda. Ari Eldjárn, grínisti og mikill kvikmyndaáhugamaður, er miður sín. Leigan er að hækka. Leigusalar eru Gísli Hauks og félagar. Hér vantar lagaumgjörð sem ver leigjendur. Þetta er markaðurinn. Verði okkur að góðu. https://t.co/YN932WUukY— Kristín Soffía (@KristinSoffia) January 30, 2020 What?!? Hvernig gat þetta gerst? Hvað er hægt að gera?— Ari Eldjárn (@arieldjarn) January 30, 2020
Bíó og sjónvarp Menning Reykjavík Mest lesið „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira