Sport

Búið að selja 3000 miða

Búið er að selja um þrjú þúsund aðgöngumiða á landsleik Íslendinga og Ungverja á Laugardalsvelli á morgun að sögn Geirs Þorsteinssonar, framkvæmdastjóra KSÍ. Forsölunni lýkur í kvöld og er hægt að nálgast miða á bensínstöðvum Esso. Að sögn Geirs vonast hann eftir mun fleiri á leikinn enda mikið í húfi fyrir bæði lið því hvorugt þeirra hefur staðið undir væntingum. Lothar Matthäus stýrir Ungverjalandi sem hefur sjö stig eftir fimm umferðir og er í 4. sæti riðilsins. Ísland hefur aðeins eitt stig líkt og Malta.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×