Allt að 58 prósent ráðstöfunartekna fara í leigu Samúel Karl Ólason skrifar 15. desember 2015 14:41 Vísir/Vilhelm Hagdeild ASÍ segir að ætla megi að allt að 58 prósent ráðstöfunartekna fólks fari í leigu. Samkvæmt greiningu þeirra er hlutfallið mun hærra en æskilegt þykir. Eðlilegt hlutfall ætti að vera ekki hærra en fjórðungur. Hagdeildin segir að ljóst sé að mikill vandi blasi við húsnæðismarkaðinum hér á landi og þá sérstaklega leigumarkaðinum. Í nýrri skýrslu segir að eftirspurn eftir húsnæði á viðráðanlegum kjörum, en framboðið sé af skornum skammti. Margir leigusalar sjái meðal annars hag sinn í því að leigja frekar ferðamönnum til skamms tíma. Þá hafi lítið verið byggt af nýjum íbúðum. „Það heyrast raddir um að það sé sökum þess að núverandi byggingareglugerð geri það að verkum að kostnaður við nýbyggingar sé óþarflega hár. Menn eru ef til vill tregir að fara af stað í framkvæmdir ef byggingareglugerð gæti breyst og gert það að verkum að framkvæmdir verða ódýrari í náinni framtíð. Það umlykur því mikil óvissa ástandið eins og það er núna og er breytinga þörf til þess að framboð húsnæðis geti í það minnsta aukist,“ segir í skýrslu Hagdeildar ASÍ. Þar að auki segir í skýrslunni að leiguverð sé í raun hærra en þinglýstir leigusamningar og opinber gögn gefi til kynna. Það gefi upp skakka mynd af markaðinum og erfitt sé fyrir einstaklinga og opinbera aðila að taka upplýstar ákvarðanir þegar ástandið sé svo óljóst. „Boðaðar hafa verið mögulegar úrbætur af hálfu ríkisstjórnarinnar sem vonandi verða til þess að ástandið batni. Hækka á húsaleigubætur eins og minnst hefur verið á. Það gæti þó haft þær afleiðingar í för með sér að markaðsöflin líti á það sem svo að greiðslugeta leigjenda hafi aukist sem leiðir til þess að svigrúm myndast til þess að hækka leigu, að öðru óbreyttu.“ Þá standi til að lækka tekjuskatt af leigutekjum og telur hagdeildin að það verði vonandi til þess að fleiri sjái hag sinn í því að bjóða húsnæði sitt til útleigu á almennum markaði og þar með auka framboðið. Mest lesið Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Forstjórinn sem byrjar daginn á því að horfa á fallegu konuna sína Atvinnulíf Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Sjá meira
Hagdeild ASÍ segir að ætla megi að allt að 58 prósent ráðstöfunartekna fólks fari í leigu. Samkvæmt greiningu þeirra er hlutfallið mun hærra en æskilegt þykir. Eðlilegt hlutfall ætti að vera ekki hærra en fjórðungur. Hagdeildin segir að ljóst sé að mikill vandi blasi við húsnæðismarkaðinum hér á landi og þá sérstaklega leigumarkaðinum. Í nýrri skýrslu segir að eftirspurn eftir húsnæði á viðráðanlegum kjörum, en framboðið sé af skornum skammti. Margir leigusalar sjái meðal annars hag sinn í því að leigja frekar ferðamönnum til skamms tíma. Þá hafi lítið verið byggt af nýjum íbúðum. „Það heyrast raddir um að það sé sökum þess að núverandi byggingareglugerð geri það að verkum að kostnaður við nýbyggingar sé óþarflega hár. Menn eru ef til vill tregir að fara af stað í framkvæmdir ef byggingareglugerð gæti breyst og gert það að verkum að framkvæmdir verða ódýrari í náinni framtíð. Það umlykur því mikil óvissa ástandið eins og það er núna og er breytinga þörf til þess að framboð húsnæðis geti í það minnsta aukist,“ segir í skýrslu Hagdeildar ASÍ. Þar að auki segir í skýrslunni að leiguverð sé í raun hærra en þinglýstir leigusamningar og opinber gögn gefi til kynna. Það gefi upp skakka mynd af markaðinum og erfitt sé fyrir einstaklinga og opinbera aðila að taka upplýstar ákvarðanir þegar ástandið sé svo óljóst. „Boðaðar hafa verið mögulegar úrbætur af hálfu ríkisstjórnarinnar sem vonandi verða til þess að ástandið batni. Hækka á húsaleigubætur eins og minnst hefur verið á. Það gæti þó haft þær afleiðingar í för með sér að markaðsöflin líti á það sem svo að greiðslugeta leigjenda hafi aukist sem leiðir til þess að svigrúm myndast til þess að hækka leigu, að öðru óbreyttu.“ Þá standi til að lækka tekjuskatt af leigutekjum og telur hagdeildin að það verði vonandi til þess að fleiri sjái hag sinn í því að bjóða húsnæði sitt til útleigu á almennum markaði og þar með auka framboðið.
Mest lesið Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Forstjórinn sem byrjar daginn á því að horfa á fallegu konuna sína Atvinnulíf Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Sjá meira