Handbolti

Stuðningsmaður keypti sig inn í lið ÍR og annar fær að kíkja í klefann

Sindri Sverrisson skrifar
ÍR-ingar fá liðsfélaga úr hópi stuðningsmanna á næstu leiktíð, að minnsta kosti í einum leik.
ÍR-ingar fá liðsfélaga úr hópi stuðningsmanna á næstu leiktíð, að minnsta kosti í einum leik. VÍSIR/BÁRA

Handknattleiksdeild ÍR hratt af stað frumlegri söfnun á Karolinafund til að bæta fjárhagsstöðuna eftir að hafa farið fram úr sér í rekstrinum á síðustu misserum.

Á meðal þess sem stuðningsmenn hafa getað keypt í söfnuninni er sæti í liði ÍR í heimaleik í Olís-deild karla á næstu leiktíð. Nú hefur einhver fest kaup á slíku sæti, fyrir 165.000 krónur. Sá hinn sami hefur jafnframt tryggt sér aðgang að búningsklefa ÍR eftir heimaleiki og auðvitað árskort á heimaleiki liðsins.

Annar aðili hefur keypt sér aðgang að klefa ÍR eftir heimaleiki fyrir 99.000 krónur. Samtals hafa safnast yfir 1,1 milljón króna af 1,65 milljónum króna sem ÍR-ingar hyggjast safna en lesa má um söfnunina hér.

Formaður handknattleiksdeildar ÍR, Sigurður Rúnarsson, greindi frá því í Sportinu í dag á Stöð 2 Sport í lok mars að deildin þyrfti að skera verulega niður í sínum rekstri. Sagði hann að ákveðið hefði verið að draga kvennalið félagsins úr keppni, sem og ungmennalið karla. Eftir mikla gagnrýni á ákvörðunina, þar á meðal frá leikmönnum kvennaliðsins, var ákveðið að stefna að því að starfrækja liðið áfram ef „plönin yrðu raunhæf“.


Tengdar fréttir

Kvennalið ÍR áfram starfrækt „ef plönin eru raunhæf“

Handknattleiksdeild ÍR hefur hlotið mikla gagnrýni fyrir þá ákvörðun sína að leggja niður meistaraflokk kvenna vegna fjárhagsstöðu félagsins. Formaður deildarinnar kveðst opinn fyrir því að endurskoða ákvörðunina.

ÍR dregur kvenna- og U-liðið úr keppni

Handknattleiksdeild ÍR hefur ákveðið að draga kvenna- og U-lið félagsins úr keppni á næstu leiktíð. Þetta staðfesti Sigurður Rúnarsson, formaður handknattleiksdeildar ÍR, í Sportinu í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×