Landsvirkjun telur sæstreng mögulegan 19. nóvember 2010 07:15 Edvard G. Guðnason hélt erindi um sæstrenginn á fundi Landsvirkjunar, Innovit og Háskólans í Reykjavík í gær um nýsköpun í orkugeiranum.fréttablaðið/stefán Nýjustu athuganir Landsvirkjunar og fleiri aðila sýna fram á að sæstrengur til meginlands Evrópu muni líklega skila sér í gróða. Heildarkostnaður við virkjanir, flutningskerfi frá Íslandi, landsstöðvar og streng er áætlaður um 2,5 milljarðar evra, eða um 380 milljarðar íslenskra króna. Edvard G. Guðnason, deildarstjóri sölu- og markaðsdeildar Landsvirkjunar, segir hagkvæmni tengingar við Evrópu hafa verið margsinnis kannaða á síðustu árum og hefur Landsvirkjun tekið þátt í nokkrum sæstrengsverkefnum frá tíunda áratug síðustu aldar. Fjölmörg fyrirtæki hafa komið að rannsóknunum og í meginatriðum hafa niðurstöðurnar hingað til verið þær að verkið sé framkvæmanlegt en myndi líklega ekki skila arði. Á síðustu tíu til fimmtán árum hefur orkuverð í Evrópu hins vegar hækkað töluvert. Edvard segir það vera einn megingrundvöllinn fyrir því að Landsvirkjun hafi ákveðið að skoða málið að nýju, ásamt aukinni þörf á erlendum mörkuðum fyrir orkugjafa sem ekki losa gróðurhúsalofttegundir. „Á undanförnum árum hafa verið lagðir margir jafnsaumasæstrengir, bæði lengri og á meira dýpi en áður hefur verið gert,“ segir Edvard. „Það er vaxandi eftirspurn eftir strengjum á erlendum mörkuðum og það eru fáir framleiðendur, sem þýðir að það er ekki mikil samkeppni á þessum markaði.“ Orkuverð í nágrannalöndunum hækkar sífellt miðað við orkuverð hérlendis og segir Edvard því hugsanlegt að sæstrengur myndi skila meiri arði. Séu gefnar þær forsendur að sæstrengurinn lægi frá austurströnd Íslands til Skotlands yrði lengdin um 1.200 kílómetrar. Flutningsgeta væri um 700 megavött og er framkvæmdartími áætlaður um fjögur ár. Seldar væru um 5.200 gígavattstundir á ári og væri raforkuverð eins og það var í fyrra fengjust um 60 evrur á hverja gígavattstund. Líftími hvers strengs er talinn vera um 30 ár. „Ýmsar spár gera ráð fyrir því að markaðsverð raforku hækki hratt á komandi árum,“ segir Edvard. „Markmið Landsvirkjunar er að tengjast þessari þróun.“ sunna@frettabladid.is Loftslagsmál Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira
Nýjustu athuganir Landsvirkjunar og fleiri aðila sýna fram á að sæstrengur til meginlands Evrópu muni líklega skila sér í gróða. Heildarkostnaður við virkjanir, flutningskerfi frá Íslandi, landsstöðvar og streng er áætlaður um 2,5 milljarðar evra, eða um 380 milljarðar íslenskra króna. Edvard G. Guðnason, deildarstjóri sölu- og markaðsdeildar Landsvirkjunar, segir hagkvæmni tengingar við Evrópu hafa verið margsinnis kannaða á síðustu árum og hefur Landsvirkjun tekið þátt í nokkrum sæstrengsverkefnum frá tíunda áratug síðustu aldar. Fjölmörg fyrirtæki hafa komið að rannsóknunum og í meginatriðum hafa niðurstöðurnar hingað til verið þær að verkið sé framkvæmanlegt en myndi líklega ekki skila arði. Á síðustu tíu til fimmtán árum hefur orkuverð í Evrópu hins vegar hækkað töluvert. Edvard segir það vera einn megingrundvöllinn fyrir því að Landsvirkjun hafi ákveðið að skoða málið að nýju, ásamt aukinni þörf á erlendum mörkuðum fyrir orkugjafa sem ekki losa gróðurhúsalofttegundir. „Á undanförnum árum hafa verið lagðir margir jafnsaumasæstrengir, bæði lengri og á meira dýpi en áður hefur verið gert,“ segir Edvard. „Það er vaxandi eftirspurn eftir strengjum á erlendum mörkuðum og það eru fáir framleiðendur, sem þýðir að það er ekki mikil samkeppni á þessum markaði.“ Orkuverð í nágrannalöndunum hækkar sífellt miðað við orkuverð hérlendis og segir Edvard því hugsanlegt að sæstrengur myndi skila meiri arði. Séu gefnar þær forsendur að sæstrengurinn lægi frá austurströnd Íslands til Skotlands yrði lengdin um 1.200 kílómetrar. Flutningsgeta væri um 700 megavött og er framkvæmdartími áætlaður um fjögur ár. Seldar væru um 5.200 gígavattstundir á ári og væri raforkuverð eins og það var í fyrra fengjust um 60 evrur á hverja gígavattstund. Líftími hvers strengs er talinn vera um 30 ár. „Ýmsar spár gera ráð fyrir því að markaðsverð raforku hækki hratt á komandi árum,“ segir Edvard. „Markmið Landsvirkjunar er að tengjast þessari þróun.“ sunna@frettabladid.is
Loftslagsmál Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira