Ólafur Stefánsson: Ólíklegt að ég verði með Henry Birgir Gunnarsson skrifar 17. desember 2011 08:00 Ólafur Stefánsson er andlegur leiðtogi landsliðsins og hans verður klárlega sárt saknað ef hann fer ekki til Serbíu. Mynd/Vilhelm „Það eru ansi litlar líkur á því að ég verði með. Þetta er eiginlega búið,“ segir Ólafur Stefánsson við Fréttablaðið spurður um líkurnar á því að hann spili með íslenska landsliðinu á EM í Serbíu í janúar. Ólafur er nýbyrjaður að spila eftir langvinn meiðsli.* „Gummi þjálfari vill halda þessu eitthvað opnu en það er samt ólíklegt að ég verði með. Gummi vill líklega sjá hvernig ég verð næstu tvær vikur. Þetta kemur í ljós en líkurnar eru litlar.“ Landsliðsfyrirliðinn segir ekki koma til greina að fara með hópnum til Serbíu verði hann ekki í standi til þess að spila með liðinu. „Ég ætla ekki að vera neinn túristi þarna. Ég vil frekar vera hér í Danmörku og byggja upp hnéð meðan á mótinu stendur. Ég held það sé skynsamlegra því þá eru meiri líkur á að ég geti spilað í undankeppni Ólympíuleikanna og nýst mínu liði betur á árinu. Ég verð að sýna félaginu smá virðingu líka. Það er því ekkert skynsamlegt að fara á þetta mót eða verða aðstoðarþjálfari, þriðji valmöguleiki eða álíka. Ef ég fer þá yrði það til þess að spila,“ segir Ólafur en er Guðmundur landsliðsþjálfari að leggja hart að honum að vera með? „Nei, hann skilur þetta fullkomlega og þetta er ekkert vandamál. Við erum ekki búnir að ræða þetta til enda samt.“ Ólafur er duglegur að mæta í lyftingasalinn og á réttri leið þó svo að hann vilji ekki tjá sig mikið um meiðslin. „Ástandið er bara eins og það er. Meira vil ég í raun ekkert segja um það. Nú verð ég bara að sýna hvernig ég er,“ segir Ólafur en hann segist vera að æfa vel. „Annars vil ég bara sem fæst orð hafa um meiðslin. Ég er löngu hættur að meta mig og sáttur við hverja æfingu og hvern leik. Ég vil spila og láta verkin tala,“ segir Ólafur og bætti við. „Maður er ekkert í neinum yfirlýsingum eftir að hafa verið meiddur. Þá vill maður vinna í sínu, segja minna og sýna meira. Það er hverjum manni hollt eftir svona pakka. Ég er búinn að læra margt af þessu mótlæti og Danirnir verið góðir við mig. Vonandi heldur ástandið að batna og næsta ár verði mjög gott.“ Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Handbolti Í beinni: Real Sociedad - Barcelona | Án Orra reyna þeir að skáka Börsungum Fótbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Fleiri fréttir Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Sjá meira
„Það eru ansi litlar líkur á því að ég verði með. Þetta er eiginlega búið,“ segir Ólafur Stefánsson við Fréttablaðið spurður um líkurnar á því að hann spili með íslenska landsliðinu á EM í Serbíu í janúar. Ólafur er nýbyrjaður að spila eftir langvinn meiðsli.* „Gummi þjálfari vill halda þessu eitthvað opnu en það er samt ólíklegt að ég verði með. Gummi vill líklega sjá hvernig ég verð næstu tvær vikur. Þetta kemur í ljós en líkurnar eru litlar.“ Landsliðsfyrirliðinn segir ekki koma til greina að fara með hópnum til Serbíu verði hann ekki í standi til þess að spila með liðinu. „Ég ætla ekki að vera neinn túristi þarna. Ég vil frekar vera hér í Danmörku og byggja upp hnéð meðan á mótinu stendur. Ég held það sé skynsamlegra því þá eru meiri líkur á að ég geti spilað í undankeppni Ólympíuleikanna og nýst mínu liði betur á árinu. Ég verð að sýna félaginu smá virðingu líka. Það er því ekkert skynsamlegt að fara á þetta mót eða verða aðstoðarþjálfari, þriðji valmöguleiki eða álíka. Ef ég fer þá yrði það til þess að spila,“ segir Ólafur en er Guðmundur landsliðsþjálfari að leggja hart að honum að vera með? „Nei, hann skilur þetta fullkomlega og þetta er ekkert vandamál. Við erum ekki búnir að ræða þetta til enda samt.“ Ólafur er duglegur að mæta í lyftingasalinn og á réttri leið þó svo að hann vilji ekki tjá sig mikið um meiðslin. „Ástandið er bara eins og það er. Meira vil ég í raun ekkert segja um það. Nú verð ég bara að sýna hvernig ég er,“ segir Ólafur en hann segist vera að æfa vel. „Annars vil ég bara sem fæst orð hafa um meiðslin. Ég er löngu hættur að meta mig og sáttur við hverja æfingu og hvern leik. Ég vil spila og láta verkin tala,“ segir Ólafur og bætti við. „Maður er ekkert í neinum yfirlýsingum eftir að hafa verið meiddur. Þá vill maður vinna í sínu, segja minna og sýna meira. Það er hverjum manni hollt eftir svona pakka. Ég er búinn að læra margt af þessu mótlæti og Danirnir verið góðir við mig. Vonandi heldur ástandið að batna og næsta ár verði mjög gott.“
Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Handbolti Í beinni: Real Sociedad - Barcelona | Án Orra reyna þeir að skáka Börsungum Fótbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Fleiri fréttir Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Sjá meira