Olían rýkur upp 18. október 2004 00:01 Heimsmarkaðsverð á olíu sýnir engin merki þess að lækka í bráð. Enn er framleiðsla í suðurríkjum Bandaríkjanna í ólagi eftir að fellibylurinn Ívan gekk þar yfir og nú gengur í hönd tímabil aukinnar spurnar eftir olíu í þeim löndum þar sem hún er notuð til húskyndingar. Í gær fór verð á hráolíu upp fyrir 55 dali á tunnu. Verðið hefur aldrei áður verið svo hátt. Sé hins vegar tekið tillit til verðbólgu þarf verðið að hækka um fjörtíu prósent til viðbótar til að það jafnist á við það sem var árið 1981. Efnahagssérfræðingar hafa áhyggjur af því að olíuverð kunni að hafa í för með sér alþjóðlega niðursveiflu í hagkerfum heims enda er olía álitin vera mikilvægasta hráefnið í efnahagskerfi heimsins. Hækkun á olíu kemur fram í auknum framleiðslukosntaði iðnvara, auknum flutningskostnaði og auknum beinum kostnaði heimilanna. Þrátt fyrir þetta sagði Alan Greenspan, bankastjóri bandaríska Seðlabankans, í gær að hann teldi ekki að hækkunin komi til með að hafa viðlíka áhrif eins og á áttunda áratuginum. Þá hafði skyndileg hækkun olíu lamandi áhrif á efnahagslíf um heim allan. Greenspan bendir á að olían sé enn töluvert ódýari en þá sé tekið tillit til verðbólgu auk þess sem hagkerfi heimsins séu ekki eins háð olíu nú eins og þau voru þá. Magnús Ásgeirsson hjá Essó segir að svo virðist sem spákaupmennska ráði töluverðu um hækkun olíuverðs upp á síðkastið og að raunverulegir þættir skýri ekki að fullu þá verðhækkun sem orðið hefur. Hann telur hins vegar að mikilvægasti áhrifavaldurinn um aukna eftirspurn á heimsvísu sé aukin eftirspurn í Kína. "Menn geta talað um Venesúela, Nígeríu, fellibylji og eftirspurn í Bandaríkjunum en ég held að strax og það slaknar á eftirspurn í Kína þá muni slá á þetta," segir Magnús. Að sögn Magnúsar er því ekki spáð að olíuverð fari lækkandi fyrr en á öðrum ársfjórðungi næsta árs. "Það er mat manna að það sé spákaupmennska og ótti við hið óþekkta sem veldur því," segir hann. Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
Heimsmarkaðsverð á olíu sýnir engin merki þess að lækka í bráð. Enn er framleiðsla í suðurríkjum Bandaríkjanna í ólagi eftir að fellibylurinn Ívan gekk þar yfir og nú gengur í hönd tímabil aukinnar spurnar eftir olíu í þeim löndum þar sem hún er notuð til húskyndingar. Í gær fór verð á hráolíu upp fyrir 55 dali á tunnu. Verðið hefur aldrei áður verið svo hátt. Sé hins vegar tekið tillit til verðbólgu þarf verðið að hækka um fjörtíu prósent til viðbótar til að það jafnist á við það sem var árið 1981. Efnahagssérfræðingar hafa áhyggjur af því að olíuverð kunni að hafa í för með sér alþjóðlega niðursveiflu í hagkerfum heims enda er olía álitin vera mikilvægasta hráefnið í efnahagskerfi heimsins. Hækkun á olíu kemur fram í auknum framleiðslukosntaði iðnvara, auknum flutningskostnaði og auknum beinum kostnaði heimilanna. Þrátt fyrir þetta sagði Alan Greenspan, bankastjóri bandaríska Seðlabankans, í gær að hann teldi ekki að hækkunin komi til með að hafa viðlíka áhrif eins og á áttunda áratuginum. Þá hafði skyndileg hækkun olíu lamandi áhrif á efnahagslíf um heim allan. Greenspan bendir á að olían sé enn töluvert ódýari en þá sé tekið tillit til verðbólgu auk þess sem hagkerfi heimsins séu ekki eins háð olíu nú eins og þau voru þá. Magnús Ásgeirsson hjá Essó segir að svo virðist sem spákaupmennska ráði töluverðu um hækkun olíuverðs upp á síðkastið og að raunverulegir þættir skýri ekki að fullu þá verðhækkun sem orðið hefur. Hann telur hins vegar að mikilvægasti áhrifavaldurinn um aukna eftirspurn á heimsvísu sé aukin eftirspurn í Kína. "Menn geta talað um Venesúela, Nígeríu, fellibylji og eftirspurn í Bandaríkjunum en ég held að strax og það slaknar á eftirspurn í Kína þá muni slá á þetta," segir Magnús. Að sögn Magnúsar er því ekki spáð að olíuverð fari lækkandi fyrr en á öðrum ársfjórðungi næsta árs. "Það er mat manna að það sé spákaupmennska og ótti við hið óþekkta sem veldur því," segir hann.
Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira