Erlent

Vilja komast að uppruna sólkerfisins

Hylki könnunargeimfars sem skotið var á loft fyrir sjö árum lenti í eyðimörk í Utah í Bandaríkjunum í gær, hlaðið geimryki. Vísindamenn vonast til þess að komast að uppruna sólkerfisins með því að rannsaka rykið sem safnað var saman í hylkið. Könnunarflaugin fór um það bil 4,7 miljarða kílómetra á ferð sinni um geiminn en þetta er í fyrsta sinn síðan árið 1972 sem þeim tekst að safna saman föstu efni utan úr geimnum og senda það til jarðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×