Vissir þú þetta um rafhjólin (rafmagnshjól)? Þóra Magnea Magnúsdóttir skrifar 4. júní 2012 17:00 Þótt fótstigin hjól séu mun algengari en þau vél- og rafknúnu þá hefur umferð þeirra síðarnefndu aukist til muna. Umferðarstofa vill tryggja öryggi allra vegfarenda og með það í huga hafa verið gefnar út leiðbeiningar og góð ráð um notkun vél- eða rafknúinna hjóla sem gerð eru fyrir allt að 25 km hraða. Þótt þessi hjól séu margskonar að stærð og gerð þá flokkast þau sem ein tegund reiðhjóla. Þau eru þó á margan hátt frábrugðin hefðbundnum reiðhjólum. Flest þessara hjóla eru hönnuð fyrir þá sem eldri eru og teljast ekki til leikfanga. Akstur þeirra krefst fullrar athygli, einbeitingar og færni. Umferðarstofa mælir ekki með að börn yngri en 13 ára séu á vél- og rafdrifnum hjólum sem komast upp í 25 km hraða þótt slíkt sé enn heimilt samkvæmt lögum. Það er bannað að vera á þessum hjólum á akbrautum en heimilt að vera á gangstétt, gangstígum og hjólreiðastígum. Í raun eru ökumenn þessara tækja gestir á gangstéttum líkt og hjólreiðamenn. Þeim bera að sýna gangandi vegfarendum tillitssemi og víkja fyrir þeim. Sé hjólið rafknúið er það svo til hljóðlaust og því getur það komið gangandi vegfarendum að óvörum þegar t.d. farið er framúr og því er mikilvægt að nota hljóðmerki til að vara aðra við ef hætta er á ferðum líkt og hjólreiðamenn eiga að gera með reiðhjólabjöllu. Nokkuð vill bera á að ungmenni stundi það að reiða farþega á hjólunum en á það skal bent að slíkt er bannað. Sá sem er orðinn 15 ára má þó reiða barn yngri en 7 ára í sérstöku öryggissæti. Umferðarstofa bendir ennfremur á að nauðsynlegt er að nota hlífðarhjálm og þeir sem eru yngri en 15 ára er skylt að nota reiðhjólahjálm. Þá er æskilegt að vera með viðbótarhlífðarbúnað af öðrum toga og í góðum skóm. Hafa þarf í huga að hjólin komast á töluverða ferð án þess að ökumaður beiti miklum kröftum við inngjöf og því getur skapast meiri hætta á að viðkomandi missi vald á þeim en á venjulegum reiðhjólum. Hjólin eru nokkuð þyngri en venjuleg reiðhjól og því stærri kraftar að verki ef óhapp á sér stað. Ef hjólið kemst hraðar en 25 km/klst fyrir eigin vélarafli er það í raun létt bifhjól og þ.a.l. skráningarskylt, vátryggingarskylt og á það þarf sérstök ökuréttindi. Létt bifhjól mega ekki vera á gangstéttum, gangstígum og hjólreiðastígum. Þótt hjól sem kemst ekki hraðar en 25 km/klst sé ekki vátryggingarskylt vill Umferðarstofa minna á mikilvægi þess að kannað sé hvaða og hvort tryggingar ökumanns nái yfir slys eða tjón sem notkun hjólsins kann að valda. Að lokum er vert að minna á að mörg þessara hjóla eru ekki leiktæki og viss hætta sem getur fylgt öflugum rafmagnstækjum eða bensínvélum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Þótt fótstigin hjól séu mun algengari en þau vél- og rafknúnu þá hefur umferð þeirra síðarnefndu aukist til muna. Umferðarstofa vill tryggja öryggi allra vegfarenda og með það í huga hafa verið gefnar út leiðbeiningar og góð ráð um notkun vél- eða rafknúinna hjóla sem gerð eru fyrir allt að 25 km hraða. Þótt þessi hjól séu margskonar að stærð og gerð þá flokkast þau sem ein tegund reiðhjóla. Þau eru þó á margan hátt frábrugðin hefðbundnum reiðhjólum. Flest þessara hjóla eru hönnuð fyrir þá sem eldri eru og teljast ekki til leikfanga. Akstur þeirra krefst fullrar athygli, einbeitingar og færni. Umferðarstofa mælir ekki með að börn yngri en 13 ára séu á vél- og rafdrifnum hjólum sem komast upp í 25 km hraða þótt slíkt sé enn heimilt samkvæmt lögum. Það er bannað að vera á þessum hjólum á akbrautum en heimilt að vera á gangstétt, gangstígum og hjólreiðastígum. Í raun eru ökumenn þessara tækja gestir á gangstéttum líkt og hjólreiðamenn. Þeim bera að sýna gangandi vegfarendum tillitssemi og víkja fyrir þeim. Sé hjólið rafknúið er það svo til hljóðlaust og því getur það komið gangandi vegfarendum að óvörum þegar t.d. farið er framúr og því er mikilvægt að nota hljóðmerki til að vara aðra við ef hætta er á ferðum líkt og hjólreiðamenn eiga að gera með reiðhjólabjöllu. Nokkuð vill bera á að ungmenni stundi það að reiða farþega á hjólunum en á það skal bent að slíkt er bannað. Sá sem er orðinn 15 ára má þó reiða barn yngri en 7 ára í sérstöku öryggissæti. Umferðarstofa bendir ennfremur á að nauðsynlegt er að nota hlífðarhjálm og þeir sem eru yngri en 15 ára er skylt að nota reiðhjólahjálm. Þá er æskilegt að vera með viðbótarhlífðarbúnað af öðrum toga og í góðum skóm. Hafa þarf í huga að hjólin komast á töluverða ferð án þess að ökumaður beiti miklum kröftum við inngjöf og því getur skapast meiri hætta á að viðkomandi missi vald á þeim en á venjulegum reiðhjólum. Hjólin eru nokkuð þyngri en venjuleg reiðhjól og því stærri kraftar að verki ef óhapp á sér stað. Ef hjólið kemst hraðar en 25 km/klst fyrir eigin vélarafli er það í raun létt bifhjól og þ.a.l. skráningarskylt, vátryggingarskylt og á það þarf sérstök ökuréttindi. Létt bifhjól mega ekki vera á gangstéttum, gangstígum og hjólreiðastígum. Þótt hjól sem kemst ekki hraðar en 25 km/klst sé ekki vátryggingarskylt vill Umferðarstofa minna á mikilvægi þess að kannað sé hvaða og hvort tryggingar ökumanns nái yfir slys eða tjón sem notkun hjólsins kann að valda. Að lokum er vert að minna á að mörg þessara hjóla eru ekki leiktæki og viss hætta sem getur fylgt öflugum rafmagnstækjum eða bensínvélum.
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar