Stella: Farnar að kannast aðeins við þær Óskar Ófeigur Jónsson í Vrsac skrifar 4. desember 2012 13:00 Stella Sigurðardóttir Mynd/Stefán Stella Sigurðardóttir, skytta íslenska kvennaliðsins í handbolta, er klár í fyrsta leikinn við Svartfjallaland í kvöld en íslenska liðið hefur þá leik í sínum riðli á EM í handbolta kvenna í Serbíu. „Það er rosagóð stemning í hópnum. Við erum loksins komnar á leiðarenda og á fínt hótel. Nú er bara stutt í þetta og nú fer fiðringurinn að koma. Við erum flestar búnar að upplifa svona stórmót áður þannig að þetta er ekkert nýtt fyrir okkur. Við ættum að ráða við spennustigið núna," segir Stella. „Það eru nokkrar sem eru að fara á sitt fyrsta stórmót en kjarninn er sá sami þannig að við ættum að kannast við aðstæðurnar. Við erum með gott og flott lið og ætlum okkur stóra hluti. Við ætlum að koma á óvart en svo verður bara að koma í ljós hvernig þetta á eftir að þróast. Það eru miklar væntingar til liðsins eftir að okkur gekk svona vel í Brasilíu og við ætlum að standa undir þeim," segir Stella. Íslenska liðið hefur mætt Svartfjallalandi á síðustu tveimur stórmótum sínum og unnu 22-21 sigur í leik þjóðanna á HM í Brasilíu í fyrra. „Við erum búnar að spila nokkrum sinnum við þær á síðustu árum og erum farnar að kannast aðeins við þær. Þær eru með brothættara lið þannig að við ættum alveg að geta sýnt sama leik og við gerðum á HM í fyrra. Þær eru með hörkulið og við vitum það alveg. Við þurfum að mæta tilbúnar til leiks og gera okkar besta," segir Stella. Stella hefur fengið stærra hlutverk í liðinu í ár og er langmarkahæsti leikmaður liðsins þar sem af er á þessu ári. „Ég er mjög ánægð með mitt hlutverk bæði varnar- og sóknarlega. Ég þarf bara að halda áfram að sýna mig og sanna mig fyrir þjálfaranum og gera mitt besta," segir Stella en fagnar bara meiri samkeppni um stöðurnar í liðinu. „Það er bara gott að fá fleiri inn. Þetta er langt og strangt mót og rosa gott að hafa breidd í þessu. Við getum allar leyst hverja aðra af og við munum örugglega allar fá fínan spilatíma," sagði Stella. Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Enski boltinn „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö Handbolti Sú besta í heimi er ólétt Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Fram sótti sigur fyrir norðan og ÍR endaði langa taphrinu Slóvenar unnu upp fjögurra marka forskot Ungverja og fögnuðu sigri Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö „Vantar meiri leiðindi og fávitaskap frá okkur“ „Miklu betra lið en Króatía“ Norðmenn með flautuna í Malmö „Hann er örugglega góður pabbi“ „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna „Eitt besta lið í heimi“ „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Danir komnir í gang á EM EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili „Það vantaði baráttuna“ Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Valskonur sóttu sigur til Eyja í toppslagnum Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Anton og Jónas dæma mikilvægan leik hjá Alfreð Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ Sjá meira
Stella Sigurðardóttir, skytta íslenska kvennaliðsins í handbolta, er klár í fyrsta leikinn við Svartfjallaland í kvöld en íslenska liðið hefur þá leik í sínum riðli á EM í handbolta kvenna í Serbíu. „Það er rosagóð stemning í hópnum. Við erum loksins komnar á leiðarenda og á fínt hótel. Nú er bara stutt í þetta og nú fer fiðringurinn að koma. Við erum flestar búnar að upplifa svona stórmót áður þannig að þetta er ekkert nýtt fyrir okkur. Við ættum að ráða við spennustigið núna," segir Stella. „Það eru nokkrar sem eru að fara á sitt fyrsta stórmót en kjarninn er sá sami þannig að við ættum að kannast við aðstæðurnar. Við erum með gott og flott lið og ætlum okkur stóra hluti. Við ætlum að koma á óvart en svo verður bara að koma í ljós hvernig þetta á eftir að þróast. Það eru miklar væntingar til liðsins eftir að okkur gekk svona vel í Brasilíu og við ætlum að standa undir þeim," segir Stella. Íslenska liðið hefur mætt Svartfjallalandi á síðustu tveimur stórmótum sínum og unnu 22-21 sigur í leik þjóðanna á HM í Brasilíu í fyrra. „Við erum búnar að spila nokkrum sinnum við þær á síðustu árum og erum farnar að kannast aðeins við þær. Þær eru með brothættara lið þannig að við ættum alveg að geta sýnt sama leik og við gerðum á HM í fyrra. Þær eru með hörkulið og við vitum það alveg. Við þurfum að mæta tilbúnar til leiks og gera okkar besta," segir Stella. Stella hefur fengið stærra hlutverk í liðinu í ár og er langmarkahæsti leikmaður liðsins þar sem af er á þessu ári. „Ég er mjög ánægð með mitt hlutverk bæði varnar- og sóknarlega. Ég þarf bara að halda áfram að sýna mig og sanna mig fyrir þjálfaranum og gera mitt besta," segir Stella en fagnar bara meiri samkeppni um stöðurnar í liðinu. „Það er bara gott að fá fleiri inn. Þetta er langt og strangt mót og rosa gott að hafa breidd í þessu. Við getum allar leyst hverja aðra af og við munum örugglega allar fá fínan spilatíma," sagði Stella.
Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Enski boltinn „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö Handbolti Sú besta í heimi er ólétt Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Fram sótti sigur fyrir norðan og ÍR endaði langa taphrinu Slóvenar unnu upp fjögurra marka forskot Ungverja og fögnuðu sigri Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö „Vantar meiri leiðindi og fávitaskap frá okkur“ „Miklu betra lið en Króatía“ Norðmenn með flautuna í Malmö „Hann er örugglega góður pabbi“ „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna „Eitt besta lið í heimi“ „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Danir komnir í gang á EM EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili „Það vantaði baráttuna“ Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Valskonur sóttu sigur til Eyja í toppslagnum Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Anton og Jónas dæma mikilvægan leik hjá Alfreð Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ Sjá meira