Krefjast viðræðna við forsætisráðherra um spilakassa Alma Hafsteinsdóttir skrifar 27. apríl 2020 16:00 Til ríkisstjórnar Íslands, b/t Katrín Jakobsdóttir Bréf þetta sendum við forsætisráðherra vegna þess að efni bréfsins heyrir undir fleiri en eitt ráðuneyti en það snýr að rekstri spilakassa og spilasala ásamt málefnum spilafíkla. Hinn 16. mars 2020 var tekin ákvörðun um að loka spilasölum og spilakössum vegna smithættu af völdum Covid-19 faraldursins. Nú er komin nokkur reynsla af þessari lokun þó að ekki sé ýkja langt um liðið. Það er sóttvarnaryfirvalda að meta þessa lokun út frá smithættu en ástæða er til að benda jafnframt á aðra þætti sem snerta lýðheilsu, efnahagsleg áhrif og samfélagslega ábyrgð og tengjast þessum mjög svo vafasama rekstri á spilakössum. Samtökin hafa fengið ábendingar frá spilafíklum svo og atvinnurekendum sem staðhæfa að lokun spilakassanna hafi þegar haft merkjanleg mjög jákvæð áhrif. Spilafíklar hafa sagt að lokunin sé þeim sem frelsun og atvinnurekendur, sem hafa í sinni vinnu einstaklinga sem eiga við spilafíkn að stríða, segja að lokunin hafi í för með sér bætta líðan, minni fjarveru og fyrir vikið bættan vinnuanda. Þá hafa aðstandendur spilafíkla sagt að innan veggja heimilis hafi lokunin haft mjög jákvæð áhrif og hafa fjármunir verið að skila sér í heimilisrekstur og í grunnþarfir svo sem greiðslur á húsnæði og matarinnkaup. Á tímum þrenginga og angistar margra þarf að mati samtakanna að hyggja sérstaklega að þessum þætti lýðheilsunnar, andlegri líðan fólks og fjárhagslegum afleiðingum. Hvernig styrkja megi einstaklinga og fjölskyldur og stuðla að velferð í samfélagi okkar almennt. Að sjálfsögðu væri farsælast að opna hvorki fyrir spilun í einstökum spilakössum eða í spilasölum fyrr en búið er að gera viðeigandi breytingar á aðgengi og takmörkunum hvað varðar upphæðir og tíma sem hægt er að eyða í þessa spilakassa. Mikilvægt er að hafa þann hátt á að spilafíklar verði ekki skildir eftir berskjaldaðir að glíma við fíkn sína, eins og því miður hefur verið síðan árið 1993. Samtökin óska því strax eftir viðræðum við stjórnvöld um hvaða fyrirkomulag megi hafa og hvaða reglum beri að hlíta fari svo að banni á spilakassa verði aflétt. Því fyrr sem þessar viðræður gætu hafist þeim mun betra, en það liggur í augum uppi að þær þurfa að eiga sér stað áður en til umræðu kemur hvort og þá hvenær aflétta eigi banninu. Höfundur er formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn og skrifar fyrir hönd stjórnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjárhættuspil Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alma Hafsteinsdóttir Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Sjá meira
Til ríkisstjórnar Íslands, b/t Katrín Jakobsdóttir Bréf þetta sendum við forsætisráðherra vegna þess að efni bréfsins heyrir undir fleiri en eitt ráðuneyti en það snýr að rekstri spilakassa og spilasala ásamt málefnum spilafíkla. Hinn 16. mars 2020 var tekin ákvörðun um að loka spilasölum og spilakössum vegna smithættu af völdum Covid-19 faraldursins. Nú er komin nokkur reynsla af þessari lokun þó að ekki sé ýkja langt um liðið. Það er sóttvarnaryfirvalda að meta þessa lokun út frá smithættu en ástæða er til að benda jafnframt á aðra þætti sem snerta lýðheilsu, efnahagsleg áhrif og samfélagslega ábyrgð og tengjast þessum mjög svo vafasama rekstri á spilakössum. Samtökin hafa fengið ábendingar frá spilafíklum svo og atvinnurekendum sem staðhæfa að lokun spilakassanna hafi þegar haft merkjanleg mjög jákvæð áhrif. Spilafíklar hafa sagt að lokunin sé þeim sem frelsun og atvinnurekendur, sem hafa í sinni vinnu einstaklinga sem eiga við spilafíkn að stríða, segja að lokunin hafi í för með sér bætta líðan, minni fjarveru og fyrir vikið bættan vinnuanda. Þá hafa aðstandendur spilafíkla sagt að innan veggja heimilis hafi lokunin haft mjög jákvæð áhrif og hafa fjármunir verið að skila sér í heimilisrekstur og í grunnþarfir svo sem greiðslur á húsnæði og matarinnkaup. Á tímum þrenginga og angistar margra þarf að mati samtakanna að hyggja sérstaklega að þessum þætti lýðheilsunnar, andlegri líðan fólks og fjárhagslegum afleiðingum. Hvernig styrkja megi einstaklinga og fjölskyldur og stuðla að velferð í samfélagi okkar almennt. Að sjálfsögðu væri farsælast að opna hvorki fyrir spilun í einstökum spilakössum eða í spilasölum fyrr en búið er að gera viðeigandi breytingar á aðgengi og takmörkunum hvað varðar upphæðir og tíma sem hægt er að eyða í þessa spilakassa. Mikilvægt er að hafa þann hátt á að spilafíklar verði ekki skildir eftir berskjaldaðir að glíma við fíkn sína, eins og því miður hefur verið síðan árið 1993. Samtökin óska því strax eftir viðræðum við stjórnvöld um hvaða fyrirkomulag megi hafa og hvaða reglum beri að hlíta fari svo að banni á spilakassa verði aflétt. Því fyrr sem þessar viðræður gætu hafist þeim mun betra, en það liggur í augum uppi að þær þurfa að eiga sér stað áður en til umræðu kemur hvort og þá hvenær aflétta eigi banninu. Höfundur er formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn og skrifar fyrir hönd stjórnar.
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar