Stjörnumenn hafa ekki tapað síðan þeir mættu Keflvíkingum síðast og þeir mæta þeim aftur í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. janúar 2020 17:00 Deane Williams og Ægir Þór Steinarsson í baráttunni í fyrri leik Stjörnunnar og Keflavíkur í vetur. Stjörnuliðið hefur ekki tapað síðan. Vísir/Daníel Stórleikur kvöldsins er leikur Keflavíkur og Stjörnunnar í fimmtándu umferð Domino´s deildar karla en þarna mætast tvö efstu lið deildarinnar. Keflvíkingar taka toppsætið með sigri og væru þá um leið með betri innbyrðis stöðu gegn Stjörnunni enda búnir að vinna báða leiki liðanna í vetur. Keflavík vann fyrri leik liðanna með tólf stigum, 103-91, en hann fór fram 25. október í Garðabænum. Keflavíkurliðið vann þá alla fjóra leikhlutana. Síðan þá hafa Stjörnumenn unnið alla tólf leiki sína, tíu deildarleiki og tvo bikarleiki að auki. Vinni Stjörnumenn í kvöld hafa þeir náð að vinna öll lið Domino´s deildarinnar í einum rykk. Þeir þurfa þrettán stiga sigur til að standa betri innbyrðis á móti Keflvíkingum og takist það þá eru þeir komnir með aðra höndina á deildarmeistaratitilinn enda í raun með sex stiga forskot á næsta lið þegar sjö umferðir eru eftir. Það bíða margir spenntir eftir því að sjá hvernig Hlyni Bæringssyni gengur á móti Dominykas Milka í kvöld. Þetta verður fyrsta viðureign þeirra í vetur því Hlynur missti af fyrri leik liðanna vegna meiðsla. Dominykas Milka var þá með 31 stig, 15 fráköst og 57 prósent skotnýtingu og saman voru hann og Deane Williams með 53 stig og 31 frákast í þessum leik. Stjörnumenn hafa síðan skipt um Bandaríkjamann og því fáum við líka að sjá hvernig Urald King gengur að stöðva stóru mennina í Keflavíkurliðinu. Hlynur og King eru frábærir varnarmenn en verkefnin þeirra í varnarleiknum verða varla mikið meira krefjandi en í Blue-höllinni í kvöld. Það er líka ljóst að bakverðirnir snjöllu, Ægir Þór Steinarsson og Nikolas Tomsick, eiga ekki marga leiki eins og þann í Garðabænum í októberlok þegar klikkuðu saman á öllum tólf þriggja stiga skotum sínum. Leikur Keflavíkur og Stjörnunnar hefst klukkan 20.15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Á undan verður sýndur beint leikur ÍR og Þórs Akureyri og eftir hann verður síðan Domino´s Körfuboltakvöld þar sem verður farið yfir alla fimmtándu umferðina. Dominos-deild karla Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Svaf í tuttugu tíma á dag eftir slysið Sport Aftur tapar Liverpool Fótbolti „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Fékk óvart rautt spjald Enski boltinn Fleiri fréttir Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Sjá meira
Stórleikur kvöldsins er leikur Keflavíkur og Stjörnunnar í fimmtándu umferð Domino´s deildar karla en þarna mætast tvö efstu lið deildarinnar. Keflvíkingar taka toppsætið með sigri og væru þá um leið með betri innbyrðis stöðu gegn Stjörnunni enda búnir að vinna báða leiki liðanna í vetur. Keflavík vann fyrri leik liðanna með tólf stigum, 103-91, en hann fór fram 25. október í Garðabænum. Keflavíkurliðið vann þá alla fjóra leikhlutana. Síðan þá hafa Stjörnumenn unnið alla tólf leiki sína, tíu deildarleiki og tvo bikarleiki að auki. Vinni Stjörnumenn í kvöld hafa þeir náð að vinna öll lið Domino´s deildarinnar í einum rykk. Þeir þurfa þrettán stiga sigur til að standa betri innbyrðis á móti Keflvíkingum og takist það þá eru þeir komnir með aðra höndina á deildarmeistaratitilinn enda í raun með sex stiga forskot á næsta lið þegar sjö umferðir eru eftir. Það bíða margir spenntir eftir því að sjá hvernig Hlyni Bæringssyni gengur á móti Dominykas Milka í kvöld. Þetta verður fyrsta viðureign þeirra í vetur því Hlynur missti af fyrri leik liðanna vegna meiðsla. Dominykas Milka var þá með 31 stig, 15 fráköst og 57 prósent skotnýtingu og saman voru hann og Deane Williams með 53 stig og 31 frákast í þessum leik. Stjörnumenn hafa síðan skipt um Bandaríkjamann og því fáum við líka að sjá hvernig Urald King gengur að stöðva stóru mennina í Keflavíkurliðinu. Hlynur og King eru frábærir varnarmenn en verkefnin þeirra í varnarleiknum verða varla mikið meira krefjandi en í Blue-höllinni í kvöld. Það er líka ljóst að bakverðirnir snjöllu, Ægir Þór Steinarsson og Nikolas Tomsick, eiga ekki marga leiki eins og þann í Garðabænum í októberlok þegar klikkuðu saman á öllum tólf þriggja stiga skotum sínum. Leikur Keflavíkur og Stjörnunnar hefst klukkan 20.15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Á undan verður sýndur beint leikur ÍR og Þórs Akureyri og eftir hann verður síðan Domino´s Körfuboltakvöld þar sem verður farið yfir alla fimmtándu umferðina.
Dominos-deild karla Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Svaf í tuttugu tíma á dag eftir slysið Sport Aftur tapar Liverpool Fótbolti „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Fékk óvart rautt spjald Enski boltinn Fleiri fréttir Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Sjá meira