Lífshættulegt verkfall lækna Sigurjón M. Egilsson skrifar 13. desember 2014 07:00 Best er að hafa viðeigandi orð um hlutina. Verkfall lækna er dauðans alvara. Ólafur Ólafsson, fyrrverandi landlæknir, sagði í samtali við Fréttablaðið í gær sjúklinga vera í lífshættu vegna verkfallsins. Fréttablaðið hefur sagt margar og sárar fréttir af því ömurlega ástandi sem hefur skapast. Og það sem meira er, ástandið á sjúkrahúsinu, og víðar í heilbrigðiskerfinu, var bágt fyrir. Nú er það orðið beinlínis lífshættulegt. Meðan sú er staðan er ekkert að gerast í samningaviðræðunum. Samninganefnd fjármálaráðherra virðist umboðslaus, hið minnsta umboðslítil. Á meðan eru samningafundir gagnslausir. Ábyrgðin á hreint ömurlegu ástandi liggur hjá læknum og ríkisstjórn Íslands, ekki síst hjá Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra. Þegar við skoðum afleiðingar verkfallsátakanna blasa við okkur tölur á blaði. Nú hefur rúmlega 700 aðgerðum verið frestað, 500 skurðaðgerðum og um 200 sértækum aðgerðum. Yfir tvö þúsund dag- og göngudeildarkomum hefur verið frestað og heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu fær falleinkunn í athugun á þjónustu hennar. Þetta eru tölurnar og einkunn heilsugæslunnar er aðeins 2,5 af tíu mögulegum. Þarf að hafa um það fleiri orð? Já. Þess þarf. Því að baki öllum þessum tölum er fólk, oft mikið veikt, og það þjáist vegna þess hvernig komið er. Ekki bara af viðkomandi sjúkdómum. Við þá bætist kvíði, ótti og önnur vanlíðan. Almenningur bíður lausna. Vilhjálmur Ari Arason, læknir á heilsugæslu, sagði í viðtali við Morgunblaðið að á sama tíma og vandinn eykst deyi fólk að óþörfu, vegna ófullnægjandi læknismeðferðar. Fyrir fáum vikum var Kári Stefánsson, læknir og forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, gestur þáttarins Sprengisands á Bylgjunni, og hann sagði þá nánast það sama og Vilhjálmur Ari. Þetta er dauðans alvara. Bjarni Torfason yfirlæknir hefur einnig tjáð sig mjög ákveðið um stöðuna, með þeim hætti að engum dylst hvaða alvara er á ferð. Við Íslendingar höfum lengi vel gefið sjálfum okkur hæstu einkunnir og ekki hikað við að fullyrða að við séum öðrum þjóðum fremri á flestum sviðum. Þar á meðal er fullyrt að íslenska heilbrigðiskerfið sé það besta í heimi. Auðvitað vitum við að þetta er hin mesta vitleysa. Lengi vel höfum við haft fullboðlegt heilbrigðiskerfi, við höfum átt stöku lækna og hjúkrunarfólk sem hefur staðið sig með mestu ágætum. En að við höfum verið meðal fremstu þjóða, heilt yfir, er vitleysa. Kári Stefánsson sagði, í fyrrnefndum útvarpsþætti, að nokkrum árum fyrir hrun hafi mátt segja að heilbrigðiskerfið okkar hafi verið fyrsta flokks, síðan hafi sigið mikið á ógæfuhliðina og nú sé það þriðja flokks. Vandinn er ekki bara læknaverkfall. Landspítalinn er illa þrifinn, sjúklingar eru hýstir í eldhúsum og á salernum, maurar og mýs herja á sjúkrahúsið, vinnuaðstaða starfsfólks er fullkomlega óviðunandi og annað er eftir því. Í þessari stöðu bætist við, að því er virðist, fullkomin uppgjöf þess fólks sem ber ábyrgðina. Það er komið nóg og við ætlumst til að lausn finnist áður en skaðinn verður meiri en orðinn er. Ábyrgð lækna er einnig mikil, mjög mikil. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón M. Egilsson Mest lesið Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Sjá meira
Best er að hafa viðeigandi orð um hlutina. Verkfall lækna er dauðans alvara. Ólafur Ólafsson, fyrrverandi landlæknir, sagði í samtali við Fréttablaðið í gær sjúklinga vera í lífshættu vegna verkfallsins. Fréttablaðið hefur sagt margar og sárar fréttir af því ömurlega ástandi sem hefur skapast. Og það sem meira er, ástandið á sjúkrahúsinu, og víðar í heilbrigðiskerfinu, var bágt fyrir. Nú er það orðið beinlínis lífshættulegt. Meðan sú er staðan er ekkert að gerast í samningaviðræðunum. Samninganefnd fjármálaráðherra virðist umboðslaus, hið minnsta umboðslítil. Á meðan eru samningafundir gagnslausir. Ábyrgðin á hreint ömurlegu ástandi liggur hjá læknum og ríkisstjórn Íslands, ekki síst hjá Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra. Þegar við skoðum afleiðingar verkfallsátakanna blasa við okkur tölur á blaði. Nú hefur rúmlega 700 aðgerðum verið frestað, 500 skurðaðgerðum og um 200 sértækum aðgerðum. Yfir tvö þúsund dag- og göngudeildarkomum hefur verið frestað og heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu fær falleinkunn í athugun á þjónustu hennar. Þetta eru tölurnar og einkunn heilsugæslunnar er aðeins 2,5 af tíu mögulegum. Þarf að hafa um það fleiri orð? Já. Þess þarf. Því að baki öllum þessum tölum er fólk, oft mikið veikt, og það þjáist vegna þess hvernig komið er. Ekki bara af viðkomandi sjúkdómum. Við þá bætist kvíði, ótti og önnur vanlíðan. Almenningur bíður lausna. Vilhjálmur Ari Arason, læknir á heilsugæslu, sagði í viðtali við Morgunblaðið að á sama tíma og vandinn eykst deyi fólk að óþörfu, vegna ófullnægjandi læknismeðferðar. Fyrir fáum vikum var Kári Stefánsson, læknir og forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, gestur þáttarins Sprengisands á Bylgjunni, og hann sagði þá nánast það sama og Vilhjálmur Ari. Þetta er dauðans alvara. Bjarni Torfason yfirlæknir hefur einnig tjáð sig mjög ákveðið um stöðuna, með þeim hætti að engum dylst hvaða alvara er á ferð. Við Íslendingar höfum lengi vel gefið sjálfum okkur hæstu einkunnir og ekki hikað við að fullyrða að við séum öðrum þjóðum fremri á flestum sviðum. Þar á meðal er fullyrt að íslenska heilbrigðiskerfið sé það besta í heimi. Auðvitað vitum við að þetta er hin mesta vitleysa. Lengi vel höfum við haft fullboðlegt heilbrigðiskerfi, við höfum átt stöku lækna og hjúkrunarfólk sem hefur staðið sig með mestu ágætum. En að við höfum verið meðal fremstu þjóða, heilt yfir, er vitleysa. Kári Stefánsson sagði, í fyrrnefndum útvarpsþætti, að nokkrum árum fyrir hrun hafi mátt segja að heilbrigðiskerfið okkar hafi verið fyrsta flokks, síðan hafi sigið mikið á ógæfuhliðina og nú sé það þriðja flokks. Vandinn er ekki bara læknaverkfall. Landspítalinn er illa þrifinn, sjúklingar eru hýstir í eldhúsum og á salernum, maurar og mýs herja á sjúkrahúsið, vinnuaðstaða starfsfólks er fullkomlega óviðunandi og annað er eftir því. Í þessari stöðu bætist við, að því er virðist, fullkomin uppgjöf þess fólks sem ber ábyrgðina. Það er komið nóg og við ætlumst til að lausn finnist áður en skaðinn verður meiri en orðinn er. Ábyrgð lækna er einnig mikil, mjög mikil.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun