Tryggðu sjálfstæði Wall Street Journal 26. júní 2007 23:08 Maður blaðar í Wall Street Journal, sem bandaríska fjölmiðlasamsteypan Dow Jones & Co. gefur út. Mynd/AFP Stjórnir bandarísku fjölmiðlasamsteypanna Dow Jones & Co. og News Corporation, sem er í eigu ástralska auðkýfingsins Ruperts Murdoch, eru sögð hafa komist að samkomulagi sem tryggir ritstjórnarlegt sjálfstæði bandaríska dagblaðsins Wall Street Journal. Með því er stærstu hindruninni fyrir yfirtökutilboði Murdochs í Dow Jones & Co. velt úr vegi. Dow Jones & Co. er móðurfélag samnefndrar fréttaveitu og gefur meðal annars út dagblaðið Wall Street Journal. Félag Murdochs gerði fimm milljarða dala yfirtökutilboð í félagið í byrjun síðasta mánaðar en Bancroft-fjölskyldan, sem fer með ráðandi hlut í Dow Jones, var mótfallin tilboðinu. Fréttastofan Associated Press hefur eftir heimildamanni sínum að nánari útlistanir á samkomulaginu liggi ekki fyrir. Eigi yfirtökutilboðið að ganga í gegn verður Bancroft-fjölskyldan að samþykkja það.Stjórn Dow Jones tók af skarið um viðræður við Murdoch og fjölmiðlaveldi hans í síðustu viku en hún mun hafa verið orðin langþreytt á þrjósku Bancroft-fjölskyldunnar, sem þó hafði mýkst í afstöðu sinni gegn tilboðinu. Í stjórn Dow Jones sitja fjórir meðlimir fjölskyldunnar, en að öðru leyti er hún dreifð um Bandaríkin endilöng.Tilboð Murdochs, sem var lagt fyrir í byrjun maí, hljóðaði upp á 60 dali á hlut en það var 65 prósentum yfir meðalgengi í félaginu áður en það var lagt fram. Gengi bréfa í Dow Jones & Co. hafa stigið hratt upp síðan og standa nú í 58,77 dölum á hlut. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Vill að Alþingi skipi rannsóknarnefnd vegna forsætisráðherra Viðskipti innlent Verslunarrisar mættir til leiks Viðskipti innlent Launin reyndust tæp hálf milljón á mánuði Viðskipti innlent 60 kílómetrar af Glamour komið í verslanir Viðskipti innlent Áhersla á sjálfbærni í nýrri leigu og fagverslun BYKO Samstarf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Nýtt sportvörumerki hristir upp í markaðnum Samstarf Fleiri fréttir Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Stjórnir bandarísku fjölmiðlasamsteypanna Dow Jones & Co. og News Corporation, sem er í eigu ástralska auðkýfingsins Ruperts Murdoch, eru sögð hafa komist að samkomulagi sem tryggir ritstjórnarlegt sjálfstæði bandaríska dagblaðsins Wall Street Journal. Með því er stærstu hindruninni fyrir yfirtökutilboði Murdochs í Dow Jones & Co. velt úr vegi. Dow Jones & Co. er móðurfélag samnefndrar fréttaveitu og gefur meðal annars út dagblaðið Wall Street Journal. Félag Murdochs gerði fimm milljarða dala yfirtökutilboð í félagið í byrjun síðasta mánaðar en Bancroft-fjölskyldan, sem fer með ráðandi hlut í Dow Jones, var mótfallin tilboðinu. Fréttastofan Associated Press hefur eftir heimildamanni sínum að nánari útlistanir á samkomulaginu liggi ekki fyrir. Eigi yfirtökutilboðið að ganga í gegn verður Bancroft-fjölskyldan að samþykkja það.Stjórn Dow Jones tók af skarið um viðræður við Murdoch og fjölmiðlaveldi hans í síðustu viku en hún mun hafa verið orðin langþreytt á þrjósku Bancroft-fjölskyldunnar, sem þó hafði mýkst í afstöðu sinni gegn tilboðinu. Í stjórn Dow Jones sitja fjórir meðlimir fjölskyldunnar, en að öðru leyti er hún dreifð um Bandaríkin endilöng.Tilboð Murdochs, sem var lagt fyrir í byrjun maí, hljóðaði upp á 60 dali á hlut en það var 65 prósentum yfir meðalgengi í félaginu áður en það var lagt fram. Gengi bréfa í Dow Jones & Co. hafa stigið hratt upp síðan og standa nú í 58,77 dölum á hlut.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Vill að Alþingi skipi rannsóknarnefnd vegna forsætisráðherra Viðskipti innlent Verslunarrisar mættir til leiks Viðskipti innlent Launin reyndust tæp hálf milljón á mánuði Viðskipti innlent 60 kílómetrar af Glamour komið í verslanir Viðskipti innlent Áhersla á sjálfbærni í nýrri leigu og fagverslun BYKO Samstarf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Nýtt sportvörumerki hristir upp í markaðnum Samstarf Fleiri fréttir Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira