Körfubolti

Hamar kláraði Hött og mætir Fjölni í úrslitaeinvíginu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Everage var frábær í kvöld.
Everage var frábær í kvöld. mynd/facebook-síða Hamars
Hamar er komið í úrslitaeinvígið gegn Fjölni um laust sæti í Dominos-deild karla eftir sigur á Hetti í oddaleik í Hveragerði í kvöld, 108-90.

Hamar tryggði sér oddaleikinn með sigri á Egilsstöðum fyrr í vikunni en staðan í hálfleik var 59-49, Hamri í vil. Mikið skorað í fyrri hálfleik.

Áfram héldu Hvergerðingar forystuna í síðari hálfleik en munurinn varð að endingu átján stig, 108-90. Hamar því komið í úrslitaeinvígið gegn Fjölni þar sem fyrsta liðið til þess að vinna þrjá leik kemst upp í Dominos-deildina.

Everage Lee Richardson var einu sinni sem oftar stigahæstur hjá Hamri. Hann skoraði 30 stig, tók sex fráköst og gaf fjórar stoðsendingar. Næstur var Ragnar Jósef Ragnarsson með tuttugu stig.

Hjá Hetti var fyrrum KR-ingurinn, Dino Stipcic, stigahæstur með 22 stig. Hann tók þar að auki fimm fráköst og gaf sex stoðsendingar. André Huges skoraði 18 stig og tók sjá fráköst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×