Tölvuleikur þar sem maður bregður sér í hlutverk SDG, forðast RÚV, nælir sér í krónur og borðar köku Stefán Árni Pálsson skrifar 4. apríl 2016 14:30 Mjög skemmtilegur leikur. vísir „Ég gerði leikinn seint í gærkvöldi. Ég hefði ákveðin grunn þar sem ég er nú þegar að vinna að mínum eigin tölvuleik,“segir Stefán Birgir Stefánsson, listamaður, um tölvuleik sem hann bjó til seint í gærkvöldi eftir að þáttur Kastljóss fór í loftið. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra hefur verið mikið í fjölmiðlum undanfarnar vikur og nú sérstaklega eftir fréttir gærdagsins. Í tölvuleiknum ert þú forsætisráðherrann og átt að reyna safna þér eins mikið af krónum og þú getur en á sama tíma verður þú að forðast RÚV og Pírata. Það er einnig hægt að fá sér kökusneið í leiknum. „Ég er að vinna í tölvuleik sem er ætlaður fyrir túrista og heitir hann Iceland in a day. Ég gat notað mikið til grunninn úr honum,“ segir Stefán sem vonast til þess að leikurinn komi út eftir tvo til þrjá mánuði. „Mig langaði bara að gera eitthvað. Maður varð svo pirraður þegar maður sá allar þessar fréttir í gær. Ég hugsaði bara að það væri kannski skemmtilegra að gera eitthvað skemmtilegt um það,“ segir hann en þegar þessi frétt er skrifuð hafa yfir tuttugu þúsund manns spilað leikinn.Hér má spila leikinn. Leikjavísir Mest lesið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Lífið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lífið Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Lífið Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Lífið „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Lífið Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Tíska og hönnun Kettir með engar rófur til sýnis Lífið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun Fleiri fréttir Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Metal Gear Solid Delta: Snake Eater - Einn besti leikur PS2 öðlast nýtt líf Stiklusúpa: Eins gott að þið spöruðuð frídaga inn í haustið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Sjá meira
„Ég gerði leikinn seint í gærkvöldi. Ég hefði ákveðin grunn þar sem ég er nú þegar að vinna að mínum eigin tölvuleik,“segir Stefán Birgir Stefánsson, listamaður, um tölvuleik sem hann bjó til seint í gærkvöldi eftir að þáttur Kastljóss fór í loftið. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra hefur verið mikið í fjölmiðlum undanfarnar vikur og nú sérstaklega eftir fréttir gærdagsins. Í tölvuleiknum ert þú forsætisráðherrann og átt að reyna safna þér eins mikið af krónum og þú getur en á sama tíma verður þú að forðast RÚV og Pírata. Það er einnig hægt að fá sér kökusneið í leiknum. „Ég er að vinna í tölvuleik sem er ætlaður fyrir túrista og heitir hann Iceland in a day. Ég gat notað mikið til grunninn úr honum,“ segir Stefán sem vonast til þess að leikurinn komi út eftir tvo til þrjá mánuði. „Mig langaði bara að gera eitthvað. Maður varð svo pirraður þegar maður sá allar þessar fréttir í gær. Ég hugsaði bara að það væri kannski skemmtilegra að gera eitthvað skemmtilegt um það,“ segir hann en þegar þessi frétt er skrifuð hafa yfir tuttugu þúsund manns spilað leikinn.Hér má spila leikinn.
Leikjavísir Mest lesið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Lífið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lífið Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Lífið Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Lífið „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Lífið Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Tíska og hönnun Kettir með engar rófur til sýnis Lífið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun Fleiri fréttir Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Metal Gear Solid Delta: Snake Eater - Einn besti leikur PS2 öðlast nýtt líf Stiklusúpa: Eins gott að þið spöruðuð frídaga inn í haustið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Sjá meira