Handbolti

Guðmundur: Ungverjaland gæti komið á óvart

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Guðmundur Guðmundsson.
Guðmundur Guðmundsson. Nordic Photos / Getty Images
Guðmundur Guðmundsson, þjálfari Rhein-Neckar Löwen og fyrrum landsliðsþjálfari, reiknar með slag fjögurra liða um heimsmeistaratitilinn í handbolta.

Guðmundur segir þetta í viðtali við vefsíðuna handball-world.com en þar gefur hann sitt álit á því hvaða muni standa sig best á HM sem hefst á Spáni í dag.

„Ólympíumeistarar Frakklands eru með ótrúlega reynslu í sínum hópi og gríðarlega sterka leikmenn þar að auki. Spánverjar eru einnig með sterkan leikmannahóp og þá mun heimavöllurinn reynast þeim vel," sagði Guðmundur.

„Danir, sem eru Evrópumeistarar, eru með byrjunarliðsmenn sem eru allir í heimsklassa. Þá hef ég líka trú á Króötum, þó svo að það hafi verið ýmsar breytingar á leikmannahópi þeirra."

Guðmundur hætti með íslenska landsliðið í haust eftir að liðið tapaði fyrir Ungverjalandi í fjórðungsúrslitum Ólympíuleikanna í Lundúnum í sumar.

„Ég hef trú á því að Ungverjaland gæti komið á óvart. Sérstaklega ef liðinu tekst að ná stöðuleika í sínum leik."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×