Viðskipti innlent

Gjaldeyrishöftum verður ekki aflétt frekar á næstunni

Seðlabanki Íslands hefur engin áform um að aflétta gjaldeyrishöftunum frekar á næstunni. Sem kunnugt er stendur erlendum eigendum krónu/ríkisbréfa nú til boða að skipta krónueignum sínum fyrir skuldabréf í erlendri mynt. 

Svein Harald Øygard seðlabankastjóri segir að þetta verði eina liðkunin sem gerð verður á höftunum á næstunni og hann hvetur erlenda krónubréfaeigendur til að nýta sér hana.

Þetta kemur fram á Bloomberg-fréttaveitunni sem vitnar í viðtal sem tekið var við Svein Harald í Basel í Sviss í gærdag. „Ef menn vilja losna strax úr stöðum sínum er þetta leiðin fyrir þá," segir Svein Harald. „Það er ekkert annað sem við erum tilbúnir með."

Svein Harald segir ennfremur að gjaldeyrishöftin verði áfram og að eftirlit með að þeim sé haldið verði til staðar. „Ef fleiri leiðir koma fram í dagsljósið munum við að minnsta kosti kanna þær," segir Svein Harald sem reiknar með að verulegur árangur náist í krónu/ríkisbréfaleið Seðlabankans fyrir næstu mánaðarmót.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×