Hlutabréf í Högum lækkuðu vegna frétta af Jóhannesi 10. maí 2012 14:16 Ingólfur Bender telur að lækkunina megi skýra með fréttum af Jóhannesi og svo vonbrigðum fjárfesta með ársuppgjör Haga. Hlutabréf í Högum lækkuðu um tæplega þrjú prósent í dag, meðal annars vegna tíðinda um að Jóhannes Jónsson ætli að opna lágvöruverslanir hér á landi í samstarfi við Malcom Walker, forstjóra Iceland Foods í Bretlandi, sem á og rekur um 800 verslanir. Verslað hefur verið með hlutabréf í Högum fyrir tæplega 200 milljónir í Kauphöllinni í dag. Ingólfur Bender, forstjóri greiningadeildar Íslandsbanka, segir að lækkunin sé líklega tilkomin af tveimur ástæðum. Annars vegar vegna tíðinda af áformum Jóhannesar, og svo að einhverjir fjárfestar hafa ekki verið ánægðir með ársuppgjör Haga, sem var birt í dag. „Fyrir birtingu kom lækkun," segir Ingólfur og á þá við birtingu uppgjörsins. Hann telur það skýrt merki um að lækkun á hlutabréfum á Högum, hafi verið til komin vegna frétta Viðskiptablaðsins um að Jóhannes boði endurkomu á lágvöruverslunarmarkaði. Ingólfur segir að hlutabréf Haga hafi svo lækkað ennfrekar eftir að ársreikningurinn var birtur í morgun. Þar kom fram að hagnaður Haga á síðasta rekstrarári nam 2,3 milljörðum króna eða 3,4% af veltu. „Það bendir til þess að fjárfestar hafi haft meiri væntingar til uppgjörsins," segir Ingólfur sem bætir við að spá Íslandsbanka hafi þó rímað við niðurstöður ársuppgjörsins. Finnur Árnason sagði í viðtali við Vísi fyrr í dag að hann hefði engar sérstakar áhyggjur af innreið Jóhannesar og Malcoms inn á íslenskan lágvörumarkað. „Við erum með besta liðið," bætti hann svo við. Jóhannes sagði í samtali við Vísi að hann stefndi á að opna fyrstu verslunina síðla sumars. Tengdar fréttir Hagar seldu vörur fyrir tæpa 69 milljarða Hagnaður Haga á síðasta rekstrarári nam 2,3 milljörðum króna eða 3,4% af veltu. Vörusala tímabilsins nam 68,5 milljörðum króna. Ársreikningurinn var samþykktur af stjórn og forstjóra félagsins á stjórnarfundi í morgun. Reikningurinn nær yfir tímabilið 1. mars 2011 - 29. febrúar 2012. Ársreikningurinn hefur að geyma samstæðureikning félagsins og dótturfélaga þess. 10. maí 2012 11:03 Finnur Árnason: Höfum engar áhyggjur, við erum með besta liðið "Við höfum áður sagt það að aðgangur að þessum markaði er mjög opinn, við munum einbeita okkur að viðskiptavinum fyrirtækisins og okkar tími og orka mun fara í það," segir Finnur Árnason, forstjóri Haga, spurður út í boðaða komu Jóhannesar Jónssonar á lágvöruverslunarmarkað hér á landi. 10. maí 2012 13:48 Fyrstu verslanirnar munu opna síðsumars "Nei, það er bjartsýni að við opnum 17. júní, það verður síðsumars sem við opnum verslanirnar,“ segir Jóhannes Jónsson, sem hyggst opna lágvöruverslanir hér á landi í anda Bónus verslananna sem hann átti áður ásamt syni sínum, Jóni Ásgeiri, en Viðskiptablaðið greindi frá því fyrsta verslunin myndi opna á þjóðhátíðardaginn. 10. maí 2012 10:54 Jóhannes Jónsson snýr aftur með nýjar verslanir Jóhannes Jónsson, kaupmaður sem oftast er kenndur við Bónus, ætlar sér að opna verslanir hér á landi síðsumars ásamt Malcolm Walker, forstjóra og stærsta eiganda bresku verslunarkeðjunnar Iceland. 10. maí 2012 09:00 Mest lesið Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Atvinnulíf Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Þrjú ráðin til Landsbyggðar Viðskipti innlent Gunnar Ágúst til Dineout Viðskipti innlent Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Fleiri fréttir Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sjá meira
Hlutabréf í Högum lækkuðu um tæplega þrjú prósent í dag, meðal annars vegna tíðinda um að Jóhannes Jónsson ætli að opna lágvöruverslanir hér á landi í samstarfi við Malcom Walker, forstjóra Iceland Foods í Bretlandi, sem á og rekur um 800 verslanir. Verslað hefur verið með hlutabréf í Högum fyrir tæplega 200 milljónir í Kauphöllinni í dag. Ingólfur Bender, forstjóri greiningadeildar Íslandsbanka, segir að lækkunin sé líklega tilkomin af tveimur ástæðum. Annars vegar vegna tíðinda af áformum Jóhannesar, og svo að einhverjir fjárfestar hafa ekki verið ánægðir með ársuppgjör Haga, sem var birt í dag. „Fyrir birtingu kom lækkun," segir Ingólfur og á þá við birtingu uppgjörsins. Hann telur það skýrt merki um að lækkun á hlutabréfum á Högum, hafi verið til komin vegna frétta Viðskiptablaðsins um að Jóhannes boði endurkomu á lágvöruverslunarmarkaði. Ingólfur segir að hlutabréf Haga hafi svo lækkað ennfrekar eftir að ársreikningurinn var birtur í morgun. Þar kom fram að hagnaður Haga á síðasta rekstrarári nam 2,3 milljörðum króna eða 3,4% af veltu. „Það bendir til þess að fjárfestar hafi haft meiri væntingar til uppgjörsins," segir Ingólfur sem bætir við að spá Íslandsbanka hafi þó rímað við niðurstöður ársuppgjörsins. Finnur Árnason sagði í viðtali við Vísi fyrr í dag að hann hefði engar sérstakar áhyggjur af innreið Jóhannesar og Malcoms inn á íslenskan lágvörumarkað. „Við erum með besta liðið," bætti hann svo við. Jóhannes sagði í samtali við Vísi að hann stefndi á að opna fyrstu verslunina síðla sumars.
Tengdar fréttir Hagar seldu vörur fyrir tæpa 69 milljarða Hagnaður Haga á síðasta rekstrarári nam 2,3 milljörðum króna eða 3,4% af veltu. Vörusala tímabilsins nam 68,5 milljörðum króna. Ársreikningurinn var samþykktur af stjórn og forstjóra félagsins á stjórnarfundi í morgun. Reikningurinn nær yfir tímabilið 1. mars 2011 - 29. febrúar 2012. Ársreikningurinn hefur að geyma samstæðureikning félagsins og dótturfélaga þess. 10. maí 2012 11:03 Finnur Árnason: Höfum engar áhyggjur, við erum með besta liðið "Við höfum áður sagt það að aðgangur að þessum markaði er mjög opinn, við munum einbeita okkur að viðskiptavinum fyrirtækisins og okkar tími og orka mun fara í það," segir Finnur Árnason, forstjóri Haga, spurður út í boðaða komu Jóhannesar Jónssonar á lágvöruverslunarmarkað hér á landi. 10. maí 2012 13:48 Fyrstu verslanirnar munu opna síðsumars "Nei, það er bjartsýni að við opnum 17. júní, það verður síðsumars sem við opnum verslanirnar,“ segir Jóhannes Jónsson, sem hyggst opna lágvöruverslanir hér á landi í anda Bónus verslananna sem hann átti áður ásamt syni sínum, Jóni Ásgeiri, en Viðskiptablaðið greindi frá því fyrsta verslunin myndi opna á þjóðhátíðardaginn. 10. maí 2012 10:54 Jóhannes Jónsson snýr aftur með nýjar verslanir Jóhannes Jónsson, kaupmaður sem oftast er kenndur við Bónus, ætlar sér að opna verslanir hér á landi síðsumars ásamt Malcolm Walker, forstjóra og stærsta eiganda bresku verslunarkeðjunnar Iceland. 10. maí 2012 09:00 Mest lesið Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Atvinnulíf Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Þrjú ráðin til Landsbyggðar Viðskipti innlent Gunnar Ágúst til Dineout Viðskipti innlent Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Fleiri fréttir Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sjá meira
Hagar seldu vörur fyrir tæpa 69 milljarða Hagnaður Haga á síðasta rekstrarári nam 2,3 milljörðum króna eða 3,4% af veltu. Vörusala tímabilsins nam 68,5 milljörðum króna. Ársreikningurinn var samþykktur af stjórn og forstjóra félagsins á stjórnarfundi í morgun. Reikningurinn nær yfir tímabilið 1. mars 2011 - 29. febrúar 2012. Ársreikningurinn hefur að geyma samstæðureikning félagsins og dótturfélaga þess. 10. maí 2012 11:03
Finnur Árnason: Höfum engar áhyggjur, við erum með besta liðið "Við höfum áður sagt það að aðgangur að þessum markaði er mjög opinn, við munum einbeita okkur að viðskiptavinum fyrirtækisins og okkar tími og orka mun fara í það," segir Finnur Árnason, forstjóri Haga, spurður út í boðaða komu Jóhannesar Jónssonar á lágvöruverslunarmarkað hér á landi. 10. maí 2012 13:48
Fyrstu verslanirnar munu opna síðsumars "Nei, það er bjartsýni að við opnum 17. júní, það verður síðsumars sem við opnum verslanirnar,“ segir Jóhannes Jónsson, sem hyggst opna lágvöruverslanir hér á landi í anda Bónus verslananna sem hann átti áður ásamt syni sínum, Jóni Ásgeiri, en Viðskiptablaðið greindi frá því fyrsta verslunin myndi opna á þjóðhátíðardaginn. 10. maí 2012 10:54
Jóhannes Jónsson snýr aftur með nýjar verslanir Jóhannes Jónsson, kaupmaður sem oftast er kenndur við Bónus, ætlar sér að opna verslanir hér á landi síðsumars ásamt Malcolm Walker, forstjóra og stærsta eiganda bresku verslunarkeðjunnar Iceland. 10. maí 2012 09:00