Viðskipti erlent

Blað brotið í flugsögunni

Hjá Boeing eru menn hins vegar þess fullvissir að hafa brotið blað í flugsögunni með nýju vélinni. Sérfróðir segja hana eins og geimskutlu við hlið annarra véla og standi jafnvel geimskutlum framar á sumum sviðum, svo sem hvað varðar flugstjórnarhugbúnað.

Dreamliner vélin er búin til úr nýjum efnum, svokölluðum koefnistrefjasamsetningi, sem stórbæta eiga flughæfni hennar í samanburði við aðrar vélar, hún verður búin allra nýjustu samskiptatækjum, hún er sögð fimmtungi sparneytnari en aðrar vélar, fraktrými vélarinnar er um 45 prósentum meira, hún er miklu hljóðlátari, hvort heldur sem það er að innan eða utan, og allar innréttingar hafa verið teknar gjörsamlega í gegn. “Við höfum endurvakið töfra flugsins,“ sagði Jeff Hawk, framkvæmdastjóri vottana, samskipta við stjórnvöld og umhverfismála við frammleiðslu 787 vélarinnar.

„Núna geta til dæmis fleiri notið útsýnis en sá einn sem situr við gluggasæti,“ bætir hann við.

Þá hefur loftþrýstingur um borð verið aukinn þannig að fólk finnur minna fyrir lofthæðinni og rakastig um borð hefur verið aukinn þannig að dregur úr vatnsþambi og skrælnuðum vörum og hálsum í ferðalögum. Þetta er ef til vill eins gott því vélin er langdrægari en forverar hennar, getur verið allt að nítján tíma í lofti í einu. Drægi vélarinnar er 15.200 kílómetrar, þannig að fljúga má henni beina leið nánast hvert sem er í heiminum. Þá hefur verið dregið úr hristingi með tækni sem líkja má við að vélin „blaki vængjunum“ án þess að hrista til farþegarýmið.



Jeff Hawk segir samt að þótt með nýju vélinni hafi verið unnið afrek í flugvélahönnun, því koltrefjaplastið má móta þannig að flughæfnin verði sem allra best, séu menn alls ekki hætti framþróun. „Með nanótækni sjá menn fyrir sér að í framtíðinni megi gera byggingarefni flugvélarinnar enn léttara með því að gera kolefnisþræðina í plastefninu hola að innan.“

Aukinheldur hefur Boeing brotið blað í framleiðsluháttum á nýju vélinni með því að kalla til samstarfs við sig fyrirtæki um allan heim við að búa til ólíka hluta vélarinnar. Hingað til hefur framleiðsla og smíði Boeing véla verið í höndum fyrirtækisins sjálfs. Núna eiga fleiri heiðurinn og fá um leið hlutdeild í söluhagnaði vélanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×